Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2020 22:30 Bóluefni gegn árlegri inflúensu er að verða uppurið á heilsugæslustöðvum landsins, rúmri viku eftir að bólusetningar hófust. Kallað er eftir skömmtum frá fyrirtækjum sem hyggjast bjóða starfsfólki upp á bólusetningar. Þá er búið að óska eftir fleiri skömmtum að utan og er svars að vænta í næstu viku. Um sjötíu þúsund skammtar af bóluefninu Vaxigrip Tetra voru pantaðir til landsins í ársbyrjun, þar af fóru um átján þúsund skammtar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Byrjað var að bólusetja fyrir rúmri viku og eru áhættuhópar í forgangi. „Það hefur verið mjög mikil aðsókn í bólusetningar og við erum mjög ánægð með að fólk vilji koma í bólusetningar, sem við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu á. En núna, því miður, fór eftirspurnin fram úr öllum okkar áætlunum þannig að við erum að verða uppiskroppa á bóluefni,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ekki komið fyrir áður Hún segir að pantað hafi verið umtalsvert meira magn í ár en fyrri ár - en að pöntunin hafi verið gerð áður en kórónuveirufaraldurinn skall þegar ómögulegt var að vita hversu mikil eftirspurnin yrði. Allt kapp sé lagt á að fá fleiri skammta eins fljótt og auðið sé.„Við höfum ekki lent í þessu áður og það sýnir bara hvað fólk er meðvitað um heilsuna. Það vill gera vel og er jákvætt út í bólusetningar. Við munum að sjálfsögðu ekki láta það gerast aftur að verða uppiskroppa með bóluefni.“ Inflúensan sé sem betur fer ekki farin að gera vart við sig en að breytt hegðun fólks í heimsfaraldrinum gæti dregið úr líkum á inflúensusmitum. Sóttvarnir séu alltaf mikilvægar. Ákall til fyrirtækja „Inflúensan kemur yfirleitt ekki fyrr en upp úr áramótum svo við getum alveg verið róleg. Það er engin flensa komin,“ segir Sigríður. Hins vegar séu enn til skammtar hjá fyrirtækjum. „Það er yfirleitt ungt og frískt fólk sem verið er að bólusetja til að halda fyrirtækjunum gangandi en við myndum gjarnan vilja sjá þetta bóluefni hjá okkur til að geta bólusett forgangshópana.“ Bólusetningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Bóluefni gegn árlegri inflúensu er að verða uppurið á heilsugæslustöðvum landsins, rúmri viku eftir að bólusetningar hófust. Kallað er eftir skömmtum frá fyrirtækjum sem hyggjast bjóða starfsfólki upp á bólusetningar. Þá er búið að óska eftir fleiri skömmtum að utan og er svars að vænta í næstu viku. Um sjötíu þúsund skammtar af bóluefninu Vaxigrip Tetra voru pantaðir til landsins í ársbyrjun, þar af fóru um átján þúsund skammtar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Byrjað var að bólusetja fyrir rúmri viku og eru áhættuhópar í forgangi. „Það hefur verið mjög mikil aðsókn í bólusetningar og við erum mjög ánægð með að fólk vilji koma í bólusetningar, sem við höfum alltaf lagt mjög mikla áherslu á. En núna, því miður, fór eftirspurnin fram úr öllum okkar áætlunum þannig að við erum að verða uppiskroppa á bóluefni,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ekki komið fyrir áður Hún segir að pantað hafi verið umtalsvert meira magn í ár en fyrri ár - en að pöntunin hafi verið gerð áður en kórónuveirufaraldurinn skall þegar ómögulegt var að vita hversu mikil eftirspurnin yrði. Allt kapp sé lagt á að fá fleiri skammta eins fljótt og auðið sé.„Við höfum ekki lent í þessu áður og það sýnir bara hvað fólk er meðvitað um heilsuna. Það vill gera vel og er jákvætt út í bólusetningar. Við munum að sjálfsögðu ekki láta það gerast aftur að verða uppiskroppa með bóluefni.“ Inflúensan sé sem betur fer ekki farin að gera vart við sig en að breytt hegðun fólks í heimsfaraldrinum gæti dregið úr líkum á inflúensusmitum. Sóttvarnir séu alltaf mikilvægar. Ákall til fyrirtækja „Inflúensan kemur yfirleitt ekki fyrr en upp úr áramótum svo við getum alveg verið róleg. Það er engin flensa komin,“ segir Sigríður. Hins vegar séu enn til skammtar hjá fyrirtækjum. „Það er yfirleitt ungt og frískt fólk sem verið er að bólusetja til að halda fyrirtækjunum gangandi en við myndum gjarnan vilja sjá þetta bóluefni hjá okkur til að geta bólusett forgangshópana.“
Bólusetningar Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira