Tollasvindl Oddný Steina Valsdóttir skrifar 19. október 2020 13:23 Fyrir nokkrum misserum vaknaði grunur um það að innflutningstölur á landbúnaðarafurðum til Íslands væru ekki í samræmi við útflutningstölur út úr Evrópusambandinu. Á undanförnum vikum hefur sá grunur fengið meiri og ríkari staðfestingu. Það lítur út fyrir að þetta eigi við um afurðir úr mjólk, kjöti, grænmeti og eggjum. Misræmið felst í því að meira magn vara virðist fara út úr Evrópusambandinu á útflutningsskýrslum frá tollayfirvöldum þar heldur en er tollafgreitt hingað inn í landið. Vörurnar eru semsagt tollafgreiddar á ákveðnum alþjóðlegum tollnúmerum frá viðkomandi landi en síðan eru vörurnar tollafgreiddar inn í Ísland á öðru tollnúmeri. Það má velta fyrir sér hver tilgangurinn með slíkum vinnubrögðum er. Það er allt sem bendir til að hér sé um að ræða en stórfellt tollasvindl. Tollasvindl er lögbrot en ekki „misbrestir á framkvæmd samninga“ eins og gjörningurinn hefur jafnvel verið nefndur í opinberri umræðu. Er verið að svindla? Þegar upp koma mál eins og rakin eru hér að ofan má velta því fyrir sér af hverju hlutir eru með þessum hætti. Af hverju er vara ekki tolluð inn í landið samkvæmt alþjóðareglum reglum eins og út úr því landi sem hún kemur frá. Sennilega er það vegna þess að þær vörur sem skoðaðar hafa verið eru flestar innan svokallaðra tollkvóta í milliríkjasamningum. Þar er ákveðið magn í hverjum samningi sem má versla með á milli landa sem ber annað hvort lága verðtolla eða má fara tollfrjálst milli landa. Svindlið felst því líklega í því að innflutningsaðilar koma sér undan að greiða réttmæt opinber gjöld af vörunni þegar hún kemur til landsins. Líklega er þá búið að flytja inn og fylla í það magn sem innifalið er í tollkvótum og þegar það dugar ekki innflutningsaðilum til að græða er seilst lengra. Samantekið er verið að flytja inn framhjá kerfinu til að losna við að borga skatta og skyldur í ríkissjóð, til þess að koma vöru inn á markað sem þarf ekki að fara eftir sömu leikreglum og innlend framleiðsla. Þarna er mögulega um gífurlegar fjárhæðir að ræða sem ríkissjóður verður af ár hvert. Hvers er ábyrgðin? Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum, það er þeirra að sjá til þess að alþjóðasamningum ásamt innlendum lögum sé framfylgt í landinu. Þetta mál allt þarfnast skoðunar og rannsóknar. Hvers vegna er ekki búið að gera neitt í því sem hefur vera vitað í marga mánuði? Af hverju er ekki búið að taka á tollasvindli sem varðar innflutning á ostum sem fluttir eru inn undir fölsku flaggi tollalaust sem „jurtaostar“ en á að bera toll sem hefðbundinn ostur inn í landið? Búið er að koma ábendingum á framfæri við Skattinn, fjármálaráðuneytið og sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið. Það er búið að biðja um að farið verði eftir leikreglum alþjóðasamninga, s.s. Alþjóða tollastofnunarinnar, bæði til þess að innlendir framleiðendur búi við réttar aðstæður sem skapaðar hafa verið með samningum og einnig að ríkissjóður fá sinn hlut réttilega. Það er að vissuleiti undarlegt að stjórnvöld sem hvetja neytendur til að nýta innlenda framleiðslu til að styrkja efnahaginn skuli á sama tíma ekki taka á meintum lögbrotum sem beinlínis veikja efnahagslífið og tekjur ríkissjóðs. Sérstaklega á tímum þar sem við erum að sjá yfirvofandi aukið atvinnuleysi og eitt mesta fall í vergri landsframleiðslu í lýðveldissögunni. Þetta er ekkert flókið. Rétt skal vera rétt. Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum misserum vaknaði grunur um það að innflutningstölur á landbúnaðarafurðum til Íslands væru ekki í samræmi við útflutningstölur út úr Evrópusambandinu. Á undanförnum vikum hefur sá grunur fengið meiri og ríkari staðfestingu. Það lítur út fyrir að þetta eigi við um afurðir úr mjólk, kjöti, grænmeti og eggjum. Misræmið felst í því að meira magn vara virðist fara út úr Evrópusambandinu á útflutningsskýrslum frá tollayfirvöldum þar heldur en er tollafgreitt hingað inn í landið. Vörurnar eru semsagt tollafgreiddar á ákveðnum alþjóðlegum tollnúmerum frá viðkomandi landi en síðan eru vörurnar tollafgreiddar inn í Ísland á öðru tollnúmeri. Það má velta fyrir sér hver tilgangurinn með slíkum vinnubrögðum er. Það er allt sem bendir til að hér sé um að ræða en stórfellt tollasvindl. Tollasvindl er lögbrot en ekki „misbrestir á framkvæmd samninga“ eins og gjörningurinn hefur jafnvel verið nefndur í opinberri umræðu. Er verið að svindla? Þegar upp koma mál eins og rakin eru hér að ofan má velta því fyrir sér af hverju hlutir eru með þessum hætti. Af hverju er vara ekki tolluð inn í landið samkvæmt alþjóðareglum reglum eins og út úr því landi sem hún kemur frá. Sennilega er það vegna þess að þær vörur sem skoðaðar hafa verið eru flestar innan svokallaðra tollkvóta í milliríkjasamningum. Þar er ákveðið magn í hverjum samningi sem má versla með á milli landa sem ber annað hvort lága verðtolla eða má fara tollfrjálst milli landa. Svindlið felst því líklega í því að innflutningsaðilar koma sér undan að greiða réttmæt opinber gjöld af vörunni þegar hún kemur til landsins. Líklega er þá búið að flytja inn og fylla í það magn sem innifalið er í tollkvótum og þegar það dugar ekki innflutningsaðilum til að græða er seilst lengra. Samantekið er verið að flytja inn framhjá kerfinu til að losna við að borga skatta og skyldur í ríkissjóð, til þess að koma vöru inn á markað sem þarf ekki að fara eftir sömu leikreglum og innlend framleiðsla. Þarna er mögulega um gífurlegar fjárhæðir að ræða sem ríkissjóður verður af ár hvert. Hvers er ábyrgðin? Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum, það er þeirra að sjá til þess að alþjóðasamningum ásamt innlendum lögum sé framfylgt í landinu. Þetta mál allt þarfnast skoðunar og rannsóknar. Hvers vegna er ekki búið að gera neitt í því sem hefur vera vitað í marga mánuði? Af hverju er ekki búið að taka á tollasvindli sem varðar innflutning á ostum sem fluttir eru inn undir fölsku flaggi tollalaust sem „jurtaostar“ en á að bera toll sem hefðbundinn ostur inn í landið? Búið er að koma ábendingum á framfæri við Skattinn, fjármálaráðuneytið og sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið. Það er búið að biðja um að farið verði eftir leikreglum alþjóðasamninga, s.s. Alþjóða tollastofnunarinnar, bæði til þess að innlendir framleiðendur búi við réttar aðstæður sem skapaðar hafa verið með samningum og einnig að ríkissjóður fá sinn hlut réttilega. Það er að vissuleiti undarlegt að stjórnvöld sem hvetja neytendur til að nýta innlenda framleiðslu til að styrkja efnahaginn skuli á sama tíma ekki taka á meintum lögbrotum sem beinlínis veikja efnahagslífið og tekjur ríkissjóðs. Sérstaklega á tímum þar sem við erum að sjá yfirvofandi aukið atvinnuleysi og eitt mesta fall í vergri landsframleiðslu í lýðveldissögunni. Þetta er ekkert flókið. Rétt skal vera rétt. Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun