Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2020 12:30 Körfuboltamenn á höfuðborgarsvæðinu geta æft saman að nýju á morgun en eiga að halda tveggja metra fjarlægð. VÍSIR/VILHELM Íþróttaæfingar innan sérsambanda ÍSÍ geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. Íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu hefur legið niðri síðan 8. október vegna sóttvarnaaðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi á morgun og þar er áfram lagt bann við íþróttum með snertingu á höfuðborgarsvæðinu, til 3. nóvember. Tveggja metra regla og bannað senda bolta á milli Það þýðir hins vegar ekki að með öllu sé bannað að æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu. Sérsamböndin funduðu með ÍSÍ og fulltrúum heilbrigðisráðuneytis, sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra nú í hádeginu. Þau vinna nú að æfingareglum hvert um sig sem háðar eru samþykki ÍSÍ, bæði fyrir fullorðna og börn. Eins og fyrr segir verða reglurnar strangar, að minnsta kosti fyrir meistaraflokka. Fótboltatímabilinu á að vera lokið fyrir 1. desember samkvæmt reglugerð KSÍ. Enn er því tími til stefnu til að klára þær örfáu umferðir sem eftir eru. Þetta staðfesti Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, við Vísi. Hún kvaðst vonast til að það skýrðist betur síðar í dag hvað leyft yrði varðandi æfingar barna. Hjá fullorðnum verður það þannig að engin snerting má vera á milli iðkenda, tveggja metra fjarlægðarreglan gildir, og að hámarki 20 manns mega vera saman í vel aðgreindu hólfi. Bolti má ekki fara á milli manna, segir Líney. Útilokar ekki að landsbyggðarlið spili handboltaleiki „Við gerum ráð fyrir að æfingar [á höfuðborgarsvæðinu] geti hafist á morgun, undir ströngum skilyrðum. Það má segja að þetta séu frekar „leikfimiæfingar“; hlaup, teygjur og slíkt. Bolti má ekki fara á milli manna, en það má kasta í vegg og í tómt mark,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. KA-menn hafa getað æft óhindrað síðustu vikur eins og önnur lið á landsbyggðinni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eins og staðan er í dag er stefnt að því að hefðbundnar æfingar geti hafist að nýju 4. nóvember en óljóst er hvenær keppni hefst að nýju í Olís-deildunum. „Við erum með formannafund síðar í dag þar sem við förum yfir málin með hreyfingunni. Með hvaða hætti og hvenær við byrjum. Niðurstaða um það hvenær við byrjum aftur ætti að liggja fyrir síðar í vikunni en ég hygg að við horfum til þess að byrja aftur um miðjan nóvember,“ sagði Róbert. Hann útilokar ekki að einhverjir leikir verði á milli landsbyggðarliða á næstu tveimur vikum, í ljósi þess að þau mega æfa og keppa: „Það er bara í skoðun og verður rætt á formannafundi í dag.“ Gætu byrjað að spila um miðjan nóvember Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, mun einnig ræða við formenn körfuknattleiksfélaganna í dag og tekur í sama streng og Róbert: „Við viljum auðvitað byrja aftur sem fyrst en ég myndi halda að það verði alltaf vika eða tíu dagar að fá að líða frá því að hefðbundnar æfingar hefjast. Það verður því kannski ekki fyrr en um miðjan mánuðinn sem við sjáum fyrir okkur að geta byrjað.“ Aðspurður hvort það komi til greina að landsbyggðarlið spili leiki á næstu tveimur vikum svaraði Hannes: „Auðvitað er það rætt, en það er áfram ekki mælst til þess að farið sé af höfuðborgarsvæðinu út á land. Í bæjarfélögunum í nágrenni við höfuðborgarsvæðið eru leikmenn og þjálfarar sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess þyrftu dómarar að komast í leiki. Eins og staðan er núna verður því væntanlega allt mótahald stopp þennan tíma.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Íþróttir barna Tengdar fréttir Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Fleiri fréttir Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Sjá meira
Íþróttaæfingar innan sérsambanda ÍSÍ geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. Íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu hefur legið niðri síðan 8. október vegna sóttvarnaaðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi á morgun og þar er áfram lagt bann við íþróttum með snertingu á höfuðborgarsvæðinu, til 3. nóvember. Tveggja metra regla og bannað senda bolta á milli Það þýðir hins vegar ekki að með öllu sé bannað að æfa íþróttir á höfuðborgarsvæðinu. Sérsamböndin funduðu með ÍSÍ og fulltrúum heilbrigðisráðuneytis, sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra nú í hádeginu. Þau vinna nú að æfingareglum hvert um sig sem háðar eru samþykki ÍSÍ, bæði fyrir fullorðna og börn. Eins og fyrr segir verða reglurnar strangar, að minnsta kosti fyrir meistaraflokka. Fótboltatímabilinu á að vera lokið fyrir 1. desember samkvæmt reglugerð KSÍ. Enn er því tími til stefnu til að klára þær örfáu umferðir sem eftir eru. Þetta staðfesti Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, við Vísi. Hún kvaðst vonast til að það skýrðist betur síðar í dag hvað leyft yrði varðandi æfingar barna. Hjá fullorðnum verður það þannig að engin snerting má vera á milli iðkenda, tveggja metra fjarlægðarreglan gildir, og að hámarki 20 manns mega vera saman í vel aðgreindu hólfi. Bolti má ekki fara á milli manna, segir Líney. Útilokar ekki að landsbyggðarlið spili handboltaleiki „Við gerum ráð fyrir að æfingar [á höfuðborgarsvæðinu] geti hafist á morgun, undir ströngum skilyrðum. Það má segja að þetta séu frekar „leikfimiæfingar“; hlaup, teygjur og slíkt. Bolti má ekki fara á milli manna, en það má kasta í vegg og í tómt mark,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. KA-menn hafa getað æft óhindrað síðustu vikur eins og önnur lið á landsbyggðinni.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eins og staðan er í dag er stefnt að því að hefðbundnar æfingar geti hafist að nýju 4. nóvember en óljóst er hvenær keppni hefst að nýju í Olís-deildunum. „Við erum með formannafund síðar í dag þar sem við förum yfir málin með hreyfingunni. Með hvaða hætti og hvenær við byrjum. Niðurstaða um það hvenær við byrjum aftur ætti að liggja fyrir síðar í vikunni en ég hygg að við horfum til þess að byrja aftur um miðjan nóvember,“ sagði Róbert. Hann útilokar ekki að einhverjir leikir verði á milli landsbyggðarliða á næstu tveimur vikum, í ljósi þess að þau mega æfa og keppa: „Það er bara í skoðun og verður rætt á formannafundi í dag.“ Gætu byrjað að spila um miðjan nóvember Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, mun einnig ræða við formenn körfuknattleiksfélaganna í dag og tekur í sama streng og Róbert: „Við viljum auðvitað byrja aftur sem fyrst en ég myndi halda að það verði alltaf vika eða tíu dagar að fá að líða frá því að hefðbundnar æfingar hefjast. Það verður því kannski ekki fyrr en um miðjan mánuðinn sem við sjáum fyrir okkur að geta byrjað.“ Aðspurður hvort það komi til greina að landsbyggðarlið spili leiki á næstu tveimur vikum svaraði Hannes: „Auðvitað er það rætt, en það er áfram ekki mælst til þess að farið sé af höfuðborgarsvæðinu út á land. Í bæjarfélögunum í nágrenni við höfuðborgarsvæðið eru leikmenn og þjálfarar sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess þyrftu dómarar að komast í leiki. Eins og staðan er núna verður því væntanlega allt mótahald stopp þennan tíma.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Íþróttir barna Tengdar fréttir Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Fleiri fréttir Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Sjá meira
Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22
Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53
Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05