Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2020 13:38 Maður stendur við rústir húss nágranna síns sem er gjörsamlega ónýtt eftir sprengjuárás sem Aserar eru sakaðir um að bera ábyrgð á í bænum Stepanakert í héraðinu sem deilan snýst um, Nagorno-Karabakh. Mynd/AP Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. Undanfarnar vikur hefur mikil harka færst í leikinn í deilu ríkjanna tveggja um héraðið Nagorno-Karabakh sem á sér langa forsögu. Talskona armenska varnarmálaráðuneytisins segir Aserbaídsjan hafa brotið vopnahléið aðeins fjórum mínútum eftir að það tók gildi. Aserarhafa sömuleiðis sagt Armena hafa sjálfa rofið vopnahléið aðeins tveimur mínútum eftir að það tók gildi. Rússar hafa leitt viðræður um vopnahlé í þágu mannúðarsjónarmiða en líkt og áður segir virðist samningur sem undirritaður var um vopnahlé ekki hafa borið tilætlaðan árangur enda hafa vopnuð átök haldið áfram í dag. Svæðið umdeilda, Nagorno-Karabakh, tilheyrir Aserbaídsjan samkvæmt alþjóðalögum en íbúar þess eru í miklum meirihluta af armenskum uppruna og svæðinu er stjórnað af Armenum. Til þessa hafa nokkur hundruð fallið í átökunum frá því aukin harka færðist í deiluna þann 27. september. Baráttan um svæðið hefur staðið yfir um áratuga skeið en átökin nú eru þau mannskæðustu síðan samið var um vopnahlé árið 1994 en þá höfðu um 30 þúsund látið lífið í blóðugum átökum sem þá höfðu geysað í um sex ár. Deilan er nokkuð flókin en Tyrkir styðja Asera í baráttunni og hafa hótað hernaðaríhlutun. Rússar eru aftur á móti með varnarsamning við Armena og hafa í því ljósi reynt að miðla málum sem til þessa hefur borið afar takmarkaðan árangur. Leiðtogar á vesturlöndum hafa jafnframt hvatt til stillingar á svæðinu en hafa takmörkuð ítök á svæðinu. Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. Undanfarnar vikur hefur mikil harka færst í leikinn í deilu ríkjanna tveggja um héraðið Nagorno-Karabakh sem á sér langa forsögu. Talskona armenska varnarmálaráðuneytisins segir Aserbaídsjan hafa brotið vopnahléið aðeins fjórum mínútum eftir að það tók gildi. Aserarhafa sömuleiðis sagt Armena hafa sjálfa rofið vopnahléið aðeins tveimur mínútum eftir að það tók gildi. Rússar hafa leitt viðræður um vopnahlé í þágu mannúðarsjónarmiða en líkt og áður segir virðist samningur sem undirritaður var um vopnahlé ekki hafa borið tilætlaðan árangur enda hafa vopnuð átök haldið áfram í dag. Svæðið umdeilda, Nagorno-Karabakh, tilheyrir Aserbaídsjan samkvæmt alþjóðalögum en íbúar þess eru í miklum meirihluta af armenskum uppruna og svæðinu er stjórnað af Armenum. Til þessa hafa nokkur hundruð fallið í átökunum frá því aukin harka færðist í deiluna þann 27. september. Baráttan um svæðið hefur staðið yfir um áratuga skeið en átökin nú eru þau mannskæðustu síðan samið var um vopnahlé árið 1994 en þá höfðu um 30 þúsund látið lífið í blóðugum átökum sem þá höfðu geysað í um sex ár. Deilan er nokkuð flókin en Tyrkir styðja Asera í baráttunni og hafa hótað hernaðaríhlutun. Rússar eru aftur á móti með varnarsamning við Armena og hafa í því ljósi reynt að miðla málum sem til þessa hefur borið afar takmarkaðan árangur. Leiðtogar á vesturlöndum hafa jafnframt hvatt til stillingar á svæðinu en hafa takmörkuð ítök á svæðinu.
Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira