Skólastefna fortíðar til framtíðar? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 19. október 2020 08:00 Nú þegar ný menntastefna til ársins 2030 liggur fyrir til umræðu á Alþingi er áhugavert til þess að vita að í október 2013 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar síðast að endurskoða skólastefnu sveitarfélagsins. Það er nokkuð ljóst að kominn er tími á endurskoðun. Ekki eingöngu vegna þess hve langt er síðan hún var síðast endurskoðun, heldur ekki síður vegna þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í samfélaginu á þeim tíma. Tvennt þykir mér sérstök ástæða til að draga fram. Í núverandi skólastefnu Garðabæjar er hvergi minnst á menntun án aðgreiningar, svo gömul er stefnan. Stefnan um menntun á aðgreiningar hefur verið við lýði í íslensku skólakerfi um langt skeið og meðal annars verið gerð evrópsk úttekt á því hvernig til tókst með innleiðingu. Hitt er síðan framtíðarmál. Þær tæknibreytingar sem eiga sér stað í öllum samfélögum hafa gríðarleg áhrif á okkur öll. Stafrænar lausnir taka yfir á fjölmörgum sviðum sem snerta okkar daglega líf og munu gera það áfram. Hraði þeirrar þróunar gerir það að verkum að við sjáum ekki fyrir í hverju allar þessar breytingar felast. Það er mikilvægt að hver einstaklingur hafi jöfn tækifæri og jafnt aðgengi að þessum nýja veruleika og því skiptir máli að tæknilæsi þjóðar sé sett í forgang. Hér er um stórt jafnréttismál að ræða sem allar nágrannaþjóðir okkar hafa áttað sig á og leggja mikla áherslu á í sínum menntastefnum nú þegar. Því skiptir máli að leggja fram sýn til framtíðar í skólastefnu. Leik- og grunnskólar eru dýrmætur lykill að þeim grunni sem hver þjóð þarf á að halda til að efla þekkingu svo hægt sé að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Tæknilæsi er færni sem við þurfum öll á að halda samhliða lykilþáttum á við hæfni til samskipta, samvinnu, sjálfstæðra vinnubragða og áræðni til að takast á við hið óþekkta. Því er það mikilsvert að skólakerfið hreyfist í takt við nýja tíma en festist ekki í því sem þótti gott og framúrskarandi árið 2013. Ég hef lagt það til að hafin verði vinna við endurskoðun skólastefnu Garðabæjar, því þar er svo sannarlega verk að vinna. Garðabær hefur hingað til lagt nokkurn metnað í að byggja upp góða og framsækna skóla, stutt við fjölbreytni og valfrelsi í skólavali og fjölbreytt rekstrarform. Nú, þegar menntamálaráðherra er að leggja fram menntastefnu til ársins 2030 ætlar Garðabær að verða eftirbátur á, þar sem skólakerfið er lykill að framþróun og mun hafa áhrif á samkeppni um störf þegar fram í sækir hvort sem er hér á landi eða erlendis. Það liggur á að hefja endurskoðun skólastefnunnar. Því hvet ég félaga mína í meirihlutanum til þess að bretta upp ermar og blása til sóknar í skólamálum Garðabæjar með því að hefja þessa vinnu í samvinnu og samstarfi við samfélagið allt. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Garðabær Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú þegar ný menntastefna til ársins 2030 liggur fyrir til umræðu á Alþingi er áhugavert til þess að vita að í október 2013 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar síðast að endurskoða skólastefnu sveitarfélagsins. Það er nokkuð ljóst að kominn er tími á endurskoðun. Ekki eingöngu vegna þess hve langt er síðan hún var síðast endurskoðun, heldur ekki síður vegna þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í samfélaginu á þeim tíma. Tvennt þykir mér sérstök ástæða til að draga fram. Í núverandi skólastefnu Garðabæjar er hvergi minnst á menntun án aðgreiningar, svo gömul er stefnan. Stefnan um menntun á aðgreiningar hefur verið við lýði í íslensku skólakerfi um langt skeið og meðal annars verið gerð evrópsk úttekt á því hvernig til tókst með innleiðingu. Hitt er síðan framtíðarmál. Þær tæknibreytingar sem eiga sér stað í öllum samfélögum hafa gríðarleg áhrif á okkur öll. Stafrænar lausnir taka yfir á fjölmörgum sviðum sem snerta okkar daglega líf og munu gera það áfram. Hraði þeirrar þróunar gerir það að verkum að við sjáum ekki fyrir í hverju allar þessar breytingar felast. Það er mikilvægt að hver einstaklingur hafi jöfn tækifæri og jafnt aðgengi að þessum nýja veruleika og því skiptir máli að tæknilæsi þjóðar sé sett í forgang. Hér er um stórt jafnréttismál að ræða sem allar nágrannaþjóðir okkar hafa áttað sig á og leggja mikla áherslu á í sínum menntastefnum nú þegar. Því skiptir máli að leggja fram sýn til framtíðar í skólastefnu. Leik- og grunnskólar eru dýrmætur lykill að þeim grunni sem hver þjóð þarf á að halda til að efla þekkingu svo hægt sé að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Tæknilæsi er færni sem við þurfum öll á að halda samhliða lykilþáttum á við hæfni til samskipta, samvinnu, sjálfstæðra vinnubragða og áræðni til að takast á við hið óþekkta. Því er það mikilsvert að skólakerfið hreyfist í takt við nýja tíma en festist ekki í því sem þótti gott og framúrskarandi árið 2013. Ég hef lagt það til að hafin verði vinna við endurskoðun skólastefnu Garðabæjar, því þar er svo sannarlega verk að vinna. Garðabær hefur hingað til lagt nokkurn metnað í að byggja upp góða og framsækna skóla, stutt við fjölbreytni og valfrelsi í skólavali og fjölbreytt rekstrarform. Nú, þegar menntamálaráðherra er að leggja fram menntastefnu til ársins 2030 ætlar Garðabær að verða eftirbátur á, þar sem skólakerfið er lykill að framþróun og mun hafa áhrif á samkeppni um störf þegar fram í sækir hvort sem er hér á landi eða erlendis. Það liggur á að hefja endurskoðun skólastefnunnar. Því hvet ég félaga mína í meirihlutanum til þess að bretta upp ermar og blása til sóknar í skólamálum Garðabæjar með því að hefja þessa vinnu í samvinnu og samstarfi við samfélagið allt. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun