Stórliðin bæði í bleiku og töpuðu óvænt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. október 2020 11:00 Lionel Messi umkringdur leikmönnum Getafe í gær. Reuters Tvö stærstu lið spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu töpuðu leikjum sínum í gær. Bæði töpuðu 1-0 og bæði léku í bleikum búningum. Hér er um að ræða Spánarmeistara Real Madrid og Barcelona. Var þetta fyrsta tap beggja liða í deildinni. Real tapaði á heimavelli fyrir nýliðum Cadiz á meðan Barcelona tapaði fyrir hinu varnarsinnaða liði Getafe. Er þetta í fyrsta skipti sem bæði lið tapa í sömu umferð síðan í september árið 2018. Eflaust er þetta í fyrsta skipti sem bæði eru í bleiku og tapa bæði. Real Madrid and Barcelona have both lost a LaLiga game on the same day for the first time since September 2018.The pink kit effect. pic.twitter.com/4T6V3A1vxb— Squawka Football (@Squawka) October 17, 2020 Liðin geta ekki dvalið við leiki gærdagsins en þau þurfa að fara undirbúa sig undir leiki í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Í kjölfarið er svo El Clasico næstu helgi. Börsungar áttu erfitt með að skapa sér fær gegn Getafe og margir leikmenn liðsins eflaust enn að jafna sig eftir erfiða landsleikjatörn. Ronald Koeman, þjálfari liðsins, er enn að reyna finna pláss fyrir sínar helstu stjörnur í liðinu. Heimsmeistarinn Antoine Griezmann lék því sem fremsti maður og Argentínumaðurinn Lionel Messi var úti á hægri vængnum. Eitthvað sem hvorugur þeirra vill. Griezmann vill spila á bakvið öflugan og líkamlega sterkan fremsta mann á meðan Messi vill vera „fremsti maður“ sjálfur, í hlutverki falskrar níu. Þá var ekki nóg með að Real tapaði sínum leik heldur fór fyrirliði liðsins – Sergio Ramos – meiddur af velli í hálfleik. Óvíst er hvort hann nái leiknum gegn Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Var þetta fyrsti sigur Cadiz gegn Real Madrid í deildinni. Í síðustu 12 leikjum liðanna á heimavelli Real höfðu meistararnir unnið 11 sinnum á meðan einum leiknum lauk með jafntefli. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Gríðarlega óvænt tap hjá Spánarmeisturunum Spánarmeistarar Real Madrid töpuðu ansi óvænt fyrir nýliðum Cádiz á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag. 17. október 2020 18:45 Barcelona tapaði fyrir Getafe Barcelona tapaði 1-0 fyrir Getafe á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 17. október 2020 21:31 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Sjá meira
Tvö stærstu lið spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu töpuðu leikjum sínum í gær. Bæði töpuðu 1-0 og bæði léku í bleikum búningum. Hér er um að ræða Spánarmeistara Real Madrid og Barcelona. Var þetta fyrsta tap beggja liða í deildinni. Real tapaði á heimavelli fyrir nýliðum Cadiz á meðan Barcelona tapaði fyrir hinu varnarsinnaða liði Getafe. Er þetta í fyrsta skipti sem bæði lið tapa í sömu umferð síðan í september árið 2018. Eflaust er þetta í fyrsta skipti sem bæði eru í bleiku og tapa bæði. Real Madrid and Barcelona have both lost a LaLiga game on the same day for the first time since September 2018.The pink kit effect. pic.twitter.com/4T6V3A1vxb— Squawka Football (@Squawka) October 17, 2020 Liðin geta ekki dvalið við leiki gærdagsins en þau þurfa að fara undirbúa sig undir leiki í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Í kjölfarið er svo El Clasico næstu helgi. Börsungar áttu erfitt með að skapa sér fær gegn Getafe og margir leikmenn liðsins eflaust enn að jafna sig eftir erfiða landsleikjatörn. Ronald Koeman, þjálfari liðsins, er enn að reyna finna pláss fyrir sínar helstu stjörnur í liðinu. Heimsmeistarinn Antoine Griezmann lék því sem fremsti maður og Argentínumaðurinn Lionel Messi var úti á hægri vængnum. Eitthvað sem hvorugur þeirra vill. Griezmann vill spila á bakvið öflugan og líkamlega sterkan fremsta mann á meðan Messi vill vera „fremsti maður“ sjálfur, í hlutverki falskrar níu. Þá var ekki nóg með að Real tapaði sínum leik heldur fór fyrirliði liðsins – Sergio Ramos – meiddur af velli í hálfleik. Óvíst er hvort hann nái leiknum gegn Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Var þetta fyrsti sigur Cadiz gegn Real Madrid í deildinni. Í síðustu 12 leikjum liðanna á heimavelli Real höfðu meistararnir unnið 11 sinnum á meðan einum leiknum lauk með jafntefli.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Gríðarlega óvænt tap hjá Spánarmeisturunum Spánarmeistarar Real Madrid töpuðu ansi óvænt fyrir nýliðum Cádiz á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag. 17. október 2020 18:45 Barcelona tapaði fyrir Getafe Barcelona tapaði 1-0 fyrir Getafe á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 17. október 2020 21:31 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Sjá meira
Gríðarlega óvænt tap hjá Spánarmeisturunum Spánarmeistarar Real Madrid töpuðu ansi óvænt fyrir nýliðum Cádiz á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í dag. 17. október 2020 18:45
Barcelona tapaði fyrir Getafe Barcelona tapaði 1-0 fyrir Getafe á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 17. október 2020 21:31