Vonar að MAX-þoturnar fari í loftið í febrúar og trúir því að fólk muni treysta þeim Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2020 18:40 Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. Patrick Ky, forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafa verið á Boeing MAX-þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. „Það er virkilega ánægjulegt að Patrick Ky skuli láta þessi orð falla. Þetta er búið að vera langt ferli, búið að taka eitt og hálft ár,“ segir Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair. Icelandair pantaði upprunalega 16 MAX-þotur. Nú stendur til að fá 12 MAX-þotur í flotann. Boeing Max 8 þota Icelandair.Vísir/Kristján Már „Við erum með sex 737 MAX í rekstri næsta sumar, og fáum reyndar þrjár líka á næsta sumri en þær verða sennilega ekki til fyrr en á miðju sumri eða um haustið,“ segir Haukur. Það mun taka Icelandair um tvo mánuði að koma MAX-þotum í loftið eftir að leyfi fæst. „Það veltur að sjálfsögðu líka á því hvernig ástandið verður varðandi Covid. Hvort við verðum farin að fljúga að fullu áætlunina okkar eða hvort við þurfum að seinka móttöku í tengslum við það.“ Hvenær heldur þú að fyrsta flugið verði? „Ég ætla að leyfa mér að vona að það verði í febrúar/mars.“ Hann hefur trú á að fólk muni vilja ferðast með þessum umdeildu þotum. „Og það sem er jákvætt við þetta, ef maður getur sagt að eitthvað sé jákvætt við þetta, að flugöryggiskerfi flugiðnaðarins greip inn í þann hátt að vélarnar voru stoppaðar af fyrir einu og hálfu ári síðan. Það var farið í mjög ítarlega skoðun á vélunum og það er búið að gera þær breytingar sem þarf að gera til að tryggja að þær séu öruggar í rekstri. Ég hef trú á að farþegar komi til með að sjá, eins og við sem eru í flugrekstrinum, að það sé búið að gera það sem hægt er að gera til að tryggja öryggi.“ Icelandair Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu segir MAX vélarnar öruggar Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, Patrick Ky, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafi verið á Boeing MAX þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. 16. október 2020 08:49 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. Patrick Ky, forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafa verið á Boeing MAX-þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. „Það er virkilega ánægjulegt að Patrick Ky skuli láta þessi orð falla. Þetta er búið að vera langt ferli, búið að taka eitt og hálft ár,“ segir Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair. Icelandair pantaði upprunalega 16 MAX-þotur. Nú stendur til að fá 12 MAX-þotur í flotann. Boeing Max 8 þota Icelandair.Vísir/Kristján Már „Við erum með sex 737 MAX í rekstri næsta sumar, og fáum reyndar þrjár líka á næsta sumri en þær verða sennilega ekki til fyrr en á miðju sumri eða um haustið,“ segir Haukur. Það mun taka Icelandair um tvo mánuði að koma MAX-þotum í loftið eftir að leyfi fæst. „Það veltur að sjálfsögðu líka á því hvernig ástandið verður varðandi Covid. Hvort við verðum farin að fljúga að fullu áætlunina okkar eða hvort við þurfum að seinka móttöku í tengslum við það.“ Hvenær heldur þú að fyrsta flugið verði? „Ég ætla að leyfa mér að vona að það verði í febrúar/mars.“ Hann hefur trú á að fólk muni vilja ferðast með þessum umdeildu þotum. „Og það sem er jákvætt við þetta, ef maður getur sagt að eitthvað sé jákvætt við þetta, að flugöryggiskerfi flugiðnaðarins greip inn í þann hátt að vélarnar voru stoppaðar af fyrir einu og hálfu ári síðan. Það var farið í mjög ítarlega skoðun á vélunum og það er búið að gera þær breytingar sem þarf að gera til að tryggja að þær séu öruggar í rekstri. Ég hef trú á að farþegar komi til með að sjá, eins og við sem eru í flugrekstrinum, að það sé búið að gera það sem hægt er að gera til að tryggja öryggi.“
Icelandair Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu segir MAX vélarnar öruggar Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, Patrick Ky, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafi verið á Boeing MAX þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. 16. október 2020 08:49 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu segir MAX vélarnar öruggar Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, Patrick Ky, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafi verið á Boeing MAX þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. 16. október 2020 08:49