Vonar að MAX-þoturnar fari í loftið í febrúar og trúir því að fólk muni treysta þeim Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2020 18:40 Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. Patrick Ky, forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafa verið á Boeing MAX-þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. „Það er virkilega ánægjulegt að Patrick Ky skuli láta þessi orð falla. Þetta er búið að vera langt ferli, búið að taka eitt og hálft ár,“ segir Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair. Icelandair pantaði upprunalega 16 MAX-þotur. Nú stendur til að fá 12 MAX-þotur í flotann. Boeing Max 8 þota Icelandair.Vísir/Kristján Már „Við erum með sex 737 MAX í rekstri næsta sumar, og fáum reyndar þrjár líka á næsta sumri en þær verða sennilega ekki til fyrr en á miðju sumri eða um haustið,“ segir Haukur. Það mun taka Icelandair um tvo mánuði að koma MAX-þotum í loftið eftir að leyfi fæst. „Það veltur að sjálfsögðu líka á því hvernig ástandið verður varðandi Covid. Hvort við verðum farin að fljúga að fullu áætlunina okkar eða hvort við þurfum að seinka móttöku í tengslum við það.“ Hvenær heldur þú að fyrsta flugið verði? „Ég ætla að leyfa mér að vona að það verði í febrúar/mars.“ Hann hefur trú á að fólk muni vilja ferðast með þessum umdeildu þotum. „Og það sem er jákvætt við þetta, ef maður getur sagt að eitthvað sé jákvætt við þetta, að flugöryggiskerfi flugiðnaðarins greip inn í þann hátt að vélarnar voru stoppaðar af fyrir einu og hálfu ári síðan. Það var farið í mjög ítarlega skoðun á vélunum og það er búið að gera þær breytingar sem þarf að gera til að tryggja að þær séu öruggar í rekstri. Ég hef trú á að farþegar komi til með að sjá, eins og við sem eru í flugrekstrinum, að það sé búið að gera það sem hægt er að gera til að tryggja öryggi.“ Icelandair Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu segir MAX vélarnar öruggar Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, Patrick Ky, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafi verið á Boeing MAX þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. 16. október 2020 08:49 Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. Patrick Ky, forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafa verið á Boeing MAX-þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. „Það er virkilega ánægjulegt að Patrick Ky skuli láta þessi orð falla. Þetta er búið að vera langt ferli, búið að taka eitt og hálft ár,“ segir Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair. Icelandair pantaði upprunalega 16 MAX-þotur. Nú stendur til að fá 12 MAX-þotur í flotann. Boeing Max 8 þota Icelandair.Vísir/Kristján Már „Við erum með sex 737 MAX í rekstri næsta sumar, og fáum reyndar þrjár líka á næsta sumri en þær verða sennilega ekki til fyrr en á miðju sumri eða um haustið,“ segir Haukur. Það mun taka Icelandair um tvo mánuði að koma MAX-þotum í loftið eftir að leyfi fæst. „Það veltur að sjálfsögðu líka á því hvernig ástandið verður varðandi Covid. Hvort við verðum farin að fljúga að fullu áætlunina okkar eða hvort við þurfum að seinka móttöku í tengslum við það.“ Hvenær heldur þú að fyrsta flugið verði? „Ég ætla að leyfa mér að vona að það verði í febrúar/mars.“ Hann hefur trú á að fólk muni vilja ferðast með þessum umdeildu þotum. „Og það sem er jákvætt við þetta, ef maður getur sagt að eitthvað sé jákvætt við þetta, að flugöryggiskerfi flugiðnaðarins greip inn í þann hátt að vélarnar voru stoppaðar af fyrir einu og hálfu ári síðan. Það var farið í mjög ítarlega skoðun á vélunum og það er búið að gera þær breytingar sem þarf að gera til að tryggja að þær séu öruggar í rekstri. Ég hef trú á að farþegar komi til með að sjá, eins og við sem eru í flugrekstrinum, að það sé búið að gera það sem hægt er að gera til að tryggja öryggi.“
Icelandair Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu segir MAX vélarnar öruggar Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, Patrick Ky, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafi verið á Boeing MAX þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. 16. október 2020 08:49 Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu segir MAX vélarnar öruggar Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, Patrick Ky, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafi verið á Boeing MAX þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. 16. október 2020 08:49