„Þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. október 2020 09:31 Vigdís heldur úti hlaðvarpinu Piparinn en Unnur og Lilja voru að fara af stað með hlaðvarpið Fantasíusvítan. Samsett mynd Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið og hafa fengið góðar viðtökur. Í Facebook hópum eins „Piparsveinar og Piparmeyjar“ og „Bachelor beibs“ eru þúsundir meðlima og er þar rætt um núverandi og fyrrverandi keppendur ásamt því að gera upp þætti eins og The Bachelor, The Bachelorette, Bachelor in Paradise of fleiri þætti sem sprottið hafa út frá vörumerkinu. Unnur Eggertsdóttir og Lilja Björg Gísladóttir fóru í vikunni af stað með hlaðvarpið Fantasíusvítan og hafa gefið út tvo þætti. Lilja hefur lengi verið aðdáandi Bachelor þáttanna en Unnur er nýr meðlimur í aðdáendaklúbbnum. Ekki aftur snúið „Ég byrjaði að fylgjast með þessu bara sem krakki eiginlega. Man fyrst eftir að hafa horft á seríuna hennar Tristu sem var fyrsta Bachelorettan en svo svona með pásum í gegnum árin. Byrjaði að fylgjast með af einhverri alvöru aftur þegar Chris var Bachelor og hef horft síðan,“ segir Lilja. „Ég byrjaði mjög seint, fannst þetta alltaf svo asnalegt. Svo sannfærðu samstarfsfélagar mig um að horfa á seríuna hennar Beccu K og síðan þá hef ég verið fíkill,“ segir Unnur. Lilja horfir líka á aukaþáttaraðirnar en hefur samt ekki enn horft á Bachelor Winter Games. Unnur segir að því miður horfi hún líka á alla þættina. „Ég þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta.“ Hún horfir ekki á Bachelor frá öðrum löndum. „Ég er of upptekin við að horfa á draslið sem Netflix framleiðir. Í kófinu horfði ég á Love is Blind, Too Hot Too Handle og allt það ógeð. Elska það,“ viðurkennir Unnur. Lilja er byrjuð að horfa á Bachelor Australia og ræða þær um það í fyrsta þætti hlaðvarpsins. Hætta saman þegar slökkt er á myndavélunum Unnur er ekki með ákveðna keppendur í uppáhaldi, en segir að Peter Weber sé neðst á hennar lista. Mikið drama fylgdi þáttaröð flugmannsins eins og fjallað var um hér á Vísi. „Uppáhalds Bachelor er örugglega Ben Higgins fannst hann bara svo skemmtilegur og serían hans ein af mínum uppáhalds. En svo er Nick Viall auðvitað líka í toppnum. Uppáhalds bachelorette held ég að verði að vera Trista, hún er drottningin í þessum leik ruddi brautina fyrir allar hinar sem á eftir komu,“ segir Lilja. Parið JoJo og Jordan er í miklu uppáhaldi hjá henni. „En svona allra uppáhalds myndi ég segja að væru Paradise pörin Tanner og Jade annars vegar og Caelynn og Dean hins vegar.“ Unnur tekur undir og segir að Caelynn og Dean hafi komið skemtilega á óvart og það sé gaman að fylgjast með þeim. „Annars eru svo rosalega fá pör eftir því þetta fólk hættir allt saman þegar myndavélarnar eru ekki lengur á þeim.“ Það er margt við þættina sem þær hafa gaman af, eins og hlustendur þáttanna munu komast að. „Dramað, klárlega verður að vera nóg af því,“ segir Lilja. Unnur bætir við að það sem henni finnist í raun skemmtilegast sé að ræða þættina við annað fólk. „Gera grín að dramanu og sameinast yfir hatrinu á „the villain“ í hverri seríu.“ Clare Crawley leitar að ástinni í nýjustu þáttaröðinni af The Bachelorette.ABC Keppendur af öllum stærðum og gerðum Þær eru sammála um að það þurfi meiri fjölbreytileika inn í þessa þætti. „Það þarf klárlega fjölbreyttara fólk á skjáinn. Það var gott skref að hafa aðeins eldri Bachelorette í ár, en það er skammarlegt hvað þau hafa staðið sig illa þegar kemur að því að bjóða fjölbreyttari týpum á svæðið,“ segir Unnur. „Ég væri alveg til í að sjá fólk af öllum stærðum og gerðum valið inn í þættina. Væri flott ef ABC mynd brjóta staðalmyndirnar aðeins og fá inn fjölbreyttari hóp keppanda,“ segir Lilja. Þær fagna því að næsti Bachelor verði Matt James. Hann hefur ekki keppt í þáttunum áður, hann átti að keppast um hjarta Claire í þáttaröðinni sem nú er í sýningu, en það breyttist allt þegar tafir urðu á tökum vegna heimsfaraldursins. Hver raunverulega ástæðan er, mun eflaust koma í ljós í þáttunum. Lilja er spennt að sjá hann fóta sig í þessu hlutverki piparsveinsins. „Hann hefur auðvitað ekki komið við sögu áður í neinni seríu svo þetta er svolítið nýtt. Ég held að þetta verði skemmtilegt, hann er allavega mjög skemmtilegur á samfélagsmiðlum svo það lofar góðu.“ Unnur hefur ekki kynnt sér hann vel en segir að það lofi góðu að hann er vinur Tyler C, sem keppti í síðustu þáttaröð af Bachelorette og var í miklu uppáhaldi hjá Bachelor Nation, en það er aðdáendahópurinn kallaður um allan heim. „Við elskum Tyler C. Það er líka svo frábært að fá loksins svartan Bachelor, það hefur ekki gerst áður.“ Heilög stund í hverri viku Þær segja að nýja þáttaröðin af Bachelorette fari hægt af stað líkt og þessir þættir geri venjulega. Fyrsti þátturinn fer yfirleitt í að kynnast þeim sem keppast um að vinna hjartað á The Bachelor eða The Bachelorette hverju sinni. „Mennirnir og Clare, eða Klara eins og við kjósum að kalla hana, lofa mjög góðu. Við erum allavega báðar spenntar fyrir seríunni.“ Þær eiga von á miklu drama enda hafi allt efni sem ABC hefur gefið út til þessa gefið það sterklega til kynna. Lilja horfir alltaf á þættina með frænku sinni og Unnur horfir með vinkonunum, það geri það svo miklu skemmtilegra. „Það eru allavega alltaf ákveðin kvöld í viku frátekin fyrir þetta og ég sé það ekkert breytast í náinni framtíð allavega,“ segir Lilja. Unnur segir að þetta sé heilög stund í hverri viku. „Þetta er eins og ég ímynda mér að fólk upplifi þegar það fer í messu.“ Þær höfðu báðar íhugað í sitthvoru lagi að byrja með hlaðvarp um þættina, þegar þær bjuggu í sitthvoru landinu. Þegar Unnur kom heim í sumar vegna heimsfaraldursins ákvað Lilja að hafa samband og stinga upp á því að þær gerðu þetta saman. „Við erum báðar miklir aðdáendur þáttanna og langaði til þess að geta spjallað um þetta við einhvern án þess að fá svarið ,,og hvað?“ til baka. Áhuginn á Bachelor o gBachelorette á Íslandi er meiri en mann grunar og okkur fannst kominn tími til að sá hópur fengi eitthvað fyrir sinn snúð.“ Æsingur í kringum hvern þátt Lilja segir að samstarfið fari vel af stað. „Okkur kom strax svo vel saman. Við höfðum svo í framhaldi samband við Kiwi sem sjá um framleiðslu á þáttunum með okkur. Fantasíusvítan varð fyrir valinu því við vildum hafa nafnið tengt Bachelor og Bachelorette án þess að vera of bókstaflegt. Fantasy suites þættirnir eru líka alltaf langskemmtilegastir.“ Þær hvetja hlustendur til að merkja #fantasíusvítan á Twitter því þær ætla að gera upp hvern þátt en líka gera auka þætti þar sem þær lesa upp skemmtileg tíst í bland við umræðuna um allt helsta slúðrið. Þættirnir eru bæði á efnisveitum eins og Spotify en einnig sem myndbönd á Youtube fyrir þá sem vilja horfa á þær ræða þættina. Þær eru svo einnig á Instagram undir nafninu @fantasiusvitan. „Í upphitunar þættinum sem er kominn á allar helstu streymisveitur förum við yfir það sem við vitum um seríuna hennar Klöru, ræðum aðeins fyrri seríur, förum yfir samband Hönnu Brown og Tyler C og gefum sjokkerandi staðreynd um Bachelorette Australia.“ Þær benda á að aðdáendahópurinn á Íslandi sé mjög stór. „Unnur rekur eina svoleiðis grúbbu sem heitir Piparsveinar & Piparmeyjar og þar er alltaf mikill æsingur í kringum hvern þátt,“ segir Lilja. „Okkur finnst sjálfum svo gaman að hlusta á hlaðvörp í spjallformi, þar sem fólk er að nördast yfir mismikilvægum málefnum, ræða það sem þeim finnst fyndið og fá gesti í settið. Okkur fannst vanta þannig á íslensku, því hópurinn hér er svo stór og stútfullur af fyndnu fólki. Það sem gerir okkar líka ólíkt er að það er tekið upp á myndformi líka, svo fólk getur horft á okkur á Youtube ef það vill.“ Hér fyrir neðan má hlusta á nýjasta þáttinn af nýja hlaðvarpinu Fantasíusvítan. Forfallin aðdáandi Vigdís Diljá Óskarsdóttir heldur úti hlaðvarpinu Piparinn, sem finna má á helstu hlaðvarpsveitum. Hún væri til í að sjá aðra þáttaröð af Íslenska bachelornum, en þættirnir voru gerðir fyrir fimmtán árum. Þættina tekur hún upp í fataskápnum heima hjá sér til þess að fá betri hljóðeinangrun og er ekki með mikið tilstand í kringum þættina. „Frá því ég ákvað að taka af skarið og gera þetta podcast, liðu tveir sólarhringar og þá var fyrsti þáttur kominn í loftið,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Hún segist vera forfallinn Bachelor aðdáandi, en hafði samt áður fordóma gagnvart þessum þáttum. „Ég sá oft þætti þegar ég var krakki en fylgdist ekkert með þeim. Ég var alltaf með smá fordóma fyrir þessum þáttum, þetta væri bara lélegt raunveruleikasjónvarp og ekkert varið í það. Ég hafði líka bara ekki tíma til að horfa á sjónvarp en svo í fæðingarorlofinu datt ég eiginlega óvart í þetta. Þá var Becca Bachelorette, árið 2018. Síðan þá er ég búin að sökkva mér í þetta og er alveg forfallin Bachelor aðdáandi.“ Vigdís horfir líka á aukaþáttaraðirnar sem hafa verið gerðar út frá Bachelor og segir að þær séu oft mjög skemmtilegar. „Ég elska Paradise og finnst það „set up“ á margan hátt skemmtilegra en orginallinn. Ég horfi samt ekki á þetta allt, það kom til dæmis einhver hliðarafurð af Bachelor sem heitir Listen to your Heart og var bara ekki að gera neitt fyrir mig svo ég sleppti því horfa á hana.“ Hún hefur þó ekki gengið það langt að horfa á Bachelor þætti frá öðrum löndum en Bandaríkjunum. „Nei ég hef nú ekki gerst svo gróf, ég hef séð að ástralski Bachelorinn er vinsæll hjá þeim allra hörðustu hér á Íslandi en ég er ekki komin á þá lest. Eina „erlenda“ serían sem ég hef séð er bara sú íslenska. Plís, getum við endurvakið þá veislu.“ Mikilvægt að sýna fjölbreytileikann Uppáhalds parið hennar Vigdísar varð einmitt til í Bachelor in Paradise, þar sem fyrrum Bachelor og Bachelorette keppendur fá annað tækifæri til þess að reyna að finna ástina. „Ég er svo sjúk í góðar sögur og fólk sem fer ótroðnar slóðir svo ég verð að segja Demi og Kristian. Þær eru fyrsta „hinsegin“ parið sem hefur komið út úr þessum þáttum. Demi var keppandi í Bachelor og var boðið í Paradise en hafði áttað sig á því í millitíðinni að hún væri kannski ekki jafn gagnkynhneigð og hún hélt og eignaðist kærustu. Hún fékk svo að taka kærustuna með Paradise og þær enduðu á að trúlofa sig þar. Ótrúlega gaman og mikilvægt að sýna fjölbreytileikann. Þó þær hafi hætt saman eftir þættina. Þær verða held ég alltaf mitt uppáhalds par.“ Vigdís segist gera sér grein fyrir því að þættirnir séu alls ekki smekkur allra. „Skemmtanagildið er náttúrulega mjög mikið, að fá að fylgjast með fólki berskjalda sig fyrir milljónum manna í þeirri von um að finna ástina á örfáum vikum í raunveruleikasjónvarpi er bara svo galin pæling að maður verður að horfa. Maður situr svo oft með þykkan kjánahroll yfir öllu en þykir á sama tíma einhvern veginn svo vænt um þá sem maður fylgist með. Það er alveg erfitt að útskýra þetta fyrir þeim sem eru ekki á Bachelorlestinni en þau skilja sem skilja.“ Vigdís ásamt Bachelor klúbbnumMynd úr einkasafni Skrítið á svo marga vegu Að hennar mati er þó margt við þessa þætti sem mætti breyta og er sammála Lilju og Unnu með skort á fjölbreytni. „Mig langar rosalega að þessir þættir brjóti meira normið. Nýja serían er aðeins út fyrir kassann, Clare, sem er Bachelorette í þessari seríu, er sú elsta sem hefur verið en hún er 39 ára. Við fáum aðeins eldri menn líka og fleiri litaða menn en áður. Þættirnir hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa nánast bara hvíta keppendur en ABC, sem sýnir þáttinn, tók það allavega eitthvað aðeins til sín og næsti Bachelor verður sá fyrsti svarti. Ég myndi líka vilja sjá fleira fólk sem er ekki bara gagnkynhneigt. Kannski þyrfti einhverja aðra uppskrift af þætti til þess að vera með fólk af öllum kynhneigðum þarna að leita af ástinni, en mér finnst kominn tími á meiri fjölbreytileika í þáttunum.“ Að hennar mati var fyrsti þátturinn í nýju þáttaröðinni algjör rússíbani. „Ég vil ekki segja neitt hér ef einhver á eftir að sjá þáttinn en hann var skrítinn á svo marga vegu.“ Tekur ný við keflinu í miðri þáttaröð? Vigdís á því von á nóg af drama, sem hún ætlar sér að fara yfir í hlaðvarpinu Piparinn. „Það er stundum gert grín af því að fyrir hverja einustu seríu af Bachelor og Bachelorette er sagt að þetta sé dramatískasta serían til þessa, en ég hef á tilfinningunni að þessi verði það í alvöru. Hún verður allavega allt öðruvísi en það sem við höfum séð hingað til. Í kítlu sem var sýnd í lok þáttarins í gær gaf ABC loksins vísbendingu um að Clare muni í raun fara úr seríunni og önnur Bachelorette koma í hennar stað. Kjaftasögur um þetta hafa verið á flugi meðal Bachelor aðdáanda síðan þættirnir voru í tökum. Við vitum að Tayshia Adams tekur við keflinu en það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig þetta verður afgreitt, af hverju Clare fer, hvernig Tayshia kemur inn í þetta og hvort mennirnir sem Clare sendi heim áður en hún mætti komi aftur.“ Hún hefur þó ekki myndað sér sterka skoðun á nýja Bachelornum, en þáttaröðin er nú þegar í framleiðslu. „Ég gleðst yfir því að það sé ekki enn einn hvítur fótboltastrákur að leysa þetta verkefni en ég held ég verði að gefa honum smá stund sem Bachelor áður en ég felli einhverja dóma um hann.“ Vigdís horfir á þættina með Bachelor klúbbnum sínum og það er heilög stund hjá þeim. „Við erum næstum allar með lítil börn og elskum að fá okkar kvöld einu sinni í viku þar sem við sötrum rauðvín, borðum nammi og ræðum um þáttinn. Við vorum alls ekki allar á Bachelorlestinni þegar við byrjuðum á þessu en nú er þetta uppáhalds kvöldið okkar allra.“ Vigdís Diljá ÓskarsdóttirMynd úr einkasafni Langar að fá fyrrum keppendur í viðtal Hún hafði lengi ætlað sér að fara af stað með hlaðvarp áður en hún lét loksins verða að því. „Sko í grunninn langaði mig bara að hafa tilefni til þess að ræða Bachelor við alla, allan daginn. Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í að verða tvö ár þegar ég loksins tók af skarið. Ég var alltaf að hlusta á erlend Bachelor hlaðvörp og fannst alveg vanta svona íslenskt með aðeins „íslenskari“ skoðunum um þetta allt. Við erum oft svolítið ósammála Ameríkönum um svona hluti. Þetta er Bachelor hlaðvarp, svo það er megin þemað, en annað er kannski nokkuð óráðið bara. Til að byrja með var ég ein og fór yfir nokkur mál sem höfðu erindi á borð Bachelor hlaðvarps en nú þegar þættirnir eru komnir í sýningu mun ég fá gesti til mín og ræða hvað okkur fannst um hvern þátt fyrir sgi. Svo vonandi einhvern daginn kemur Chris Conran, keppandi úr þáttunum í viðtal til mín. Við erum búin að vera að spjalla og hann langar að koma í viðtal en er samningsbundinn ennþá. Það verður ábyggilega forvitnilegt.“ Vigdís er ótrúlega ánægð með viðbrögðin sem hlaðvarpið hefur fengið síðan það fór í loftið. „Ég heyri mjög reglulega frá fólki sem aldrei hafði nokkurn áhuga á Bachelor en er komið á lestina núna eftir að hafa hlustað á hlaðvarpið. Mér finnst það ótrúlega gaman. Svo er stór hópur Íslendinga sem elskar Bachelor og var ábyggilega á sömu skoðun og ég, að það vantaði íslenskt hlaðvarp um þetta, vegna þess að hlustunin hefur verið miklu meiri en mig grunaði að hún yrði.“ Hún segir að það geri sér ekki allir grein fyrir því hversu stór aðdáendahópur þáttanna er hér á landi. „Það er allt frá fólki sem hefur gaman af því að horfa á þættina þegar þeir byrja upp í eiturharða aðdáendur sem hafa séð allar seríur í Bandaríkjunum og víðar og hlusta á öll hlaðvörp um efnið. Það er líka ótrúlegasta fólk í þessum áðdáendahópi og erfitt að gefa einhverja ákveðna steríótýpu á þá sem horfa.“ Hér fyrir neðan má hlusta á nýjasta þáttinn af hlaðvarpinu Piparinn. Hollywood Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Tengdar fréttir Bachelor-stjarna fer fram á nálgunarbann á fyrrverandi kærastann Cassie Randolph, sem tók þátt í 23. þáttaröð hinna geysivinsælu sjónvarpsþátta Bachelor, hefur nú sakað Colton Underwood, piparsvein þáttanna sem hún átti í sambandi við eftir að þáttunum lauk, um alvarlegt áreiti eftir að sambandi þeirra lauk. 12. september 2020 08:48 Ný Bachelorette í miðri þáttaröð? Slúðurmiðlar vestanhafs greina nú frá því að Clare Crawley sé hætt í miðjum tökum á nýjustu seríu. 3. ágúst 2020 21:27 Fyrsti svarti piparsveinninn í sögu The Bachelor Forsvarsmenn raunveruleikaþáttanna The Bachelor hafa tilkynnt næsta piparsvein og heitir hann Matt James. 12. júní 2020 14:05 Móðir piparsveinsins bálreið Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem það er í raun að verða að trúarbrögðum að fylgjast náið með þáttunum. 12. mars 2020 09:28 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Fleiri fréttir Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Sjá meira
Aðdáendahópur Bachelor þáttanna er mjög stór hér á landi og hafa vinsældir stefnumótaþáttanna sjaldan verið meiri. Tvö ný íslensk hlaðvörp tengd þáttunum eru komin í loftið og hafa fengið góðar viðtökur. Í Facebook hópum eins „Piparsveinar og Piparmeyjar“ og „Bachelor beibs“ eru þúsundir meðlima og er þar rætt um núverandi og fyrrverandi keppendur ásamt því að gera upp þætti eins og The Bachelor, The Bachelorette, Bachelor in Paradise of fleiri þætti sem sprottið hafa út frá vörumerkinu. Unnur Eggertsdóttir og Lilja Björg Gísladóttir fóru í vikunni af stað með hlaðvarpið Fantasíusvítan og hafa gefið út tvo þætti. Lilja hefur lengi verið aðdáandi Bachelor þáttanna en Unnur er nýr meðlimur í aðdáendaklúbbnum. Ekki aftur snúið „Ég byrjaði að fylgjast með þessu bara sem krakki eiginlega. Man fyrst eftir að hafa horft á seríuna hennar Tristu sem var fyrsta Bachelorettan en svo svona með pásum í gegnum árin. Byrjaði að fylgjast með af einhverri alvöru aftur þegar Chris var Bachelor og hef horft síðan,“ segir Lilja. „Ég byrjaði mjög seint, fannst þetta alltaf svo asnalegt. Svo sannfærðu samstarfsfélagar mig um að horfa á seríuna hennar Beccu K og síðan þá hef ég verið fíkill,“ segir Unnur. Lilja horfir líka á aukaþáttaraðirnar en hefur samt ekki enn horft á Bachelor Winter Games. Unnur segir að því miður horfi hún líka á alla þættina. „Ég þori ekki að telja klukkutímana á ári sem fara í að horfa á þetta fólk kyssast, rífast og gráta.“ Hún horfir ekki á Bachelor frá öðrum löndum. „Ég er of upptekin við að horfa á draslið sem Netflix framleiðir. Í kófinu horfði ég á Love is Blind, Too Hot Too Handle og allt það ógeð. Elska það,“ viðurkennir Unnur. Lilja er byrjuð að horfa á Bachelor Australia og ræða þær um það í fyrsta þætti hlaðvarpsins. Hætta saman þegar slökkt er á myndavélunum Unnur er ekki með ákveðna keppendur í uppáhaldi, en segir að Peter Weber sé neðst á hennar lista. Mikið drama fylgdi þáttaröð flugmannsins eins og fjallað var um hér á Vísi. „Uppáhalds Bachelor er örugglega Ben Higgins fannst hann bara svo skemmtilegur og serían hans ein af mínum uppáhalds. En svo er Nick Viall auðvitað líka í toppnum. Uppáhalds bachelorette held ég að verði að vera Trista, hún er drottningin í þessum leik ruddi brautina fyrir allar hinar sem á eftir komu,“ segir Lilja. Parið JoJo og Jordan er í miklu uppáhaldi hjá henni. „En svona allra uppáhalds myndi ég segja að væru Paradise pörin Tanner og Jade annars vegar og Caelynn og Dean hins vegar.“ Unnur tekur undir og segir að Caelynn og Dean hafi komið skemtilega á óvart og það sé gaman að fylgjast með þeim. „Annars eru svo rosalega fá pör eftir því þetta fólk hættir allt saman þegar myndavélarnar eru ekki lengur á þeim.“ Það er margt við þættina sem þær hafa gaman af, eins og hlustendur þáttanna munu komast að. „Dramað, klárlega verður að vera nóg af því,“ segir Lilja. Unnur bætir við að það sem henni finnist í raun skemmtilegast sé að ræða þættina við annað fólk. „Gera grín að dramanu og sameinast yfir hatrinu á „the villain“ í hverri seríu.“ Clare Crawley leitar að ástinni í nýjustu þáttaröðinni af The Bachelorette.ABC Keppendur af öllum stærðum og gerðum Þær eru sammála um að það þurfi meiri fjölbreytileika inn í þessa þætti. „Það þarf klárlega fjölbreyttara fólk á skjáinn. Það var gott skref að hafa aðeins eldri Bachelorette í ár, en það er skammarlegt hvað þau hafa staðið sig illa þegar kemur að því að bjóða fjölbreyttari týpum á svæðið,“ segir Unnur. „Ég væri alveg til í að sjá fólk af öllum stærðum og gerðum valið inn í þættina. Væri flott ef ABC mynd brjóta staðalmyndirnar aðeins og fá inn fjölbreyttari hóp keppanda,“ segir Lilja. Þær fagna því að næsti Bachelor verði Matt James. Hann hefur ekki keppt í þáttunum áður, hann átti að keppast um hjarta Claire í þáttaröðinni sem nú er í sýningu, en það breyttist allt þegar tafir urðu á tökum vegna heimsfaraldursins. Hver raunverulega ástæðan er, mun eflaust koma í ljós í þáttunum. Lilja er spennt að sjá hann fóta sig í þessu hlutverki piparsveinsins. „Hann hefur auðvitað ekki komið við sögu áður í neinni seríu svo þetta er svolítið nýtt. Ég held að þetta verði skemmtilegt, hann er allavega mjög skemmtilegur á samfélagsmiðlum svo það lofar góðu.“ Unnur hefur ekki kynnt sér hann vel en segir að það lofi góðu að hann er vinur Tyler C, sem keppti í síðustu þáttaröð af Bachelorette og var í miklu uppáhaldi hjá Bachelor Nation, en það er aðdáendahópurinn kallaður um allan heim. „Við elskum Tyler C. Það er líka svo frábært að fá loksins svartan Bachelor, það hefur ekki gerst áður.“ Heilög stund í hverri viku Þær segja að nýja þáttaröðin af Bachelorette fari hægt af stað líkt og þessir þættir geri venjulega. Fyrsti þátturinn fer yfirleitt í að kynnast þeim sem keppast um að vinna hjartað á The Bachelor eða The Bachelorette hverju sinni. „Mennirnir og Clare, eða Klara eins og við kjósum að kalla hana, lofa mjög góðu. Við erum allavega báðar spenntar fyrir seríunni.“ Þær eiga von á miklu drama enda hafi allt efni sem ABC hefur gefið út til þessa gefið það sterklega til kynna. Lilja horfir alltaf á þættina með frænku sinni og Unnur horfir með vinkonunum, það geri það svo miklu skemmtilegra. „Það eru allavega alltaf ákveðin kvöld í viku frátekin fyrir þetta og ég sé það ekkert breytast í náinni framtíð allavega,“ segir Lilja. Unnur segir að þetta sé heilög stund í hverri viku. „Þetta er eins og ég ímynda mér að fólk upplifi þegar það fer í messu.“ Þær höfðu báðar íhugað í sitthvoru lagi að byrja með hlaðvarp um þættina, þegar þær bjuggu í sitthvoru landinu. Þegar Unnur kom heim í sumar vegna heimsfaraldursins ákvað Lilja að hafa samband og stinga upp á því að þær gerðu þetta saman. „Við erum báðar miklir aðdáendur þáttanna og langaði til þess að geta spjallað um þetta við einhvern án þess að fá svarið ,,og hvað?“ til baka. Áhuginn á Bachelor o gBachelorette á Íslandi er meiri en mann grunar og okkur fannst kominn tími til að sá hópur fengi eitthvað fyrir sinn snúð.“ Æsingur í kringum hvern þátt Lilja segir að samstarfið fari vel af stað. „Okkur kom strax svo vel saman. Við höfðum svo í framhaldi samband við Kiwi sem sjá um framleiðslu á þáttunum með okkur. Fantasíusvítan varð fyrir valinu því við vildum hafa nafnið tengt Bachelor og Bachelorette án þess að vera of bókstaflegt. Fantasy suites þættirnir eru líka alltaf langskemmtilegastir.“ Þær hvetja hlustendur til að merkja #fantasíusvítan á Twitter því þær ætla að gera upp hvern þátt en líka gera auka þætti þar sem þær lesa upp skemmtileg tíst í bland við umræðuna um allt helsta slúðrið. Þættirnir eru bæði á efnisveitum eins og Spotify en einnig sem myndbönd á Youtube fyrir þá sem vilja horfa á þær ræða þættina. Þær eru svo einnig á Instagram undir nafninu @fantasiusvitan. „Í upphitunar þættinum sem er kominn á allar helstu streymisveitur förum við yfir það sem við vitum um seríuna hennar Klöru, ræðum aðeins fyrri seríur, förum yfir samband Hönnu Brown og Tyler C og gefum sjokkerandi staðreynd um Bachelorette Australia.“ Þær benda á að aðdáendahópurinn á Íslandi sé mjög stór. „Unnur rekur eina svoleiðis grúbbu sem heitir Piparsveinar & Piparmeyjar og þar er alltaf mikill æsingur í kringum hvern þátt,“ segir Lilja. „Okkur finnst sjálfum svo gaman að hlusta á hlaðvörp í spjallformi, þar sem fólk er að nördast yfir mismikilvægum málefnum, ræða það sem þeim finnst fyndið og fá gesti í settið. Okkur fannst vanta þannig á íslensku, því hópurinn hér er svo stór og stútfullur af fyndnu fólki. Það sem gerir okkar líka ólíkt er að það er tekið upp á myndformi líka, svo fólk getur horft á okkur á Youtube ef það vill.“ Hér fyrir neðan má hlusta á nýjasta þáttinn af nýja hlaðvarpinu Fantasíusvítan. Forfallin aðdáandi Vigdís Diljá Óskarsdóttir heldur úti hlaðvarpinu Piparinn, sem finna má á helstu hlaðvarpsveitum. Hún væri til í að sjá aðra þáttaröð af Íslenska bachelornum, en þættirnir voru gerðir fyrir fimmtán árum. Þættina tekur hún upp í fataskápnum heima hjá sér til þess að fá betri hljóðeinangrun og er ekki með mikið tilstand í kringum þættina. „Frá því ég ákvað að taka af skarið og gera þetta podcast, liðu tveir sólarhringar og þá var fyrsti þáttur kominn í loftið,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. Hún segist vera forfallinn Bachelor aðdáandi, en hafði samt áður fordóma gagnvart þessum þáttum. „Ég sá oft þætti þegar ég var krakki en fylgdist ekkert með þeim. Ég var alltaf með smá fordóma fyrir þessum þáttum, þetta væri bara lélegt raunveruleikasjónvarp og ekkert varið í það. Ég hafði líka bara ekki tíma til að horfa á sjónvarp en svo í fæðingarorlofinu datt ég eiginlega óvart í þetta. Þá var Becca Bachelorette, árið 2018. Síðan þá er ég búin að sökkva mér í þetta og er alveg forfallin Bachelor aðdáandi.“ Vigdís horfir líka á aukaþáttaraðirnar sem hafa verið gerðar út frá Bachelor og segir að þær séu oft mjög skemmtilegar. „Ég elska Paradise og finnst það „set up“ á margan hátt skemmtilegra en orginallinn. Ég horfi samt ekki á þetta allt, það kom til dæmis einhver hliðarafurð af Bachelor sem heitir Listen to your Heart og var bara ekki að gera neitt fyrir mig svo ég sleppti því horfa á hana.“ Hún hefur þó ekki gengið það langt að horfa á Bachelor þætti frá öðrum löndum en Bandaríkjunum. „Nei ég hef nú ekki gerst svo gróf, ég hef séð að ástralski Bachelorinn er vinsæll hjá þeim allra hörðustu hér á Íslandi en ég er ekki komin á þá lest. Eina „erlenda“ serían sem ég hef séð er bara sú íslenska. Plís, getum við endurvakið þá veislu.“ Mikilvægt að sýna fjölbreytileikann Uppáhalds parið hennar Vigdísar varð einmitt til í Bachelor in Paradise, þar sem fyrrum Bachelor og Bachelorette keppendur fá annað tækifæri til þess að reyna að finna ástina. „Ég er svo sjúk í góðar sögur og fólk sem fer ótroðnar slóðir svo ég verð að segja Demi og Kristian. Þær eru fyrsta „hinsegin“ parið sem hefur komið út úr þessum þáttum. Demi var keppandi í Bachelor og var boðið í Paradise en hafði áttað sig á því í millitíðinni að hún væri kannski ekki jafn gagnkynhneigð og hún hélt og eignaðist kærustu. Hún fékk svo að taka kærustuna með Paradise og þær enduðu á að trúlofa sig þar. Ótrúlega gaman og mikilvægt að sýna fjölbreytileikann. Þó þær hafi hætt saman eftir þættina. Þær verða held ég alltaf mitt uppáhalds par.“ Vigdís segist gera sér grein fyrir því að þættirnir séu alls ekki smekkur allra. „Skemmtanagildið er náttúrulega mjög mikið, að fá að fylgjast með fólki berskjalda sig fyrir milljónum manna í þeirri von um að finna ástina á örfáum vikum í raunveruleikasjónvarpi er bara svo galin pæling að maður verður að horfa. Maður situr svo oft með þykkan kjánahroll yfir öllu en þykir á sama tíma einhvern veginn svo vænt um þá sem maður fylgist með. Það er alveg erfitt að útskýra þetta fyrir þeim sem eru ekki á Bachelorlestinni en þau skilja sem skilja.“ Vigdís ásamt Bachelor klúbbnumMynd úr einkasafni Skrítið á svo marga vegu Að hennar mati er þó margt við þessa þætti sem mætti breyta og er sammála Lilju og Unnu með skort á fjölbreytni. „Mig langar rosalega að þessir þættir brjóti meira normið. Nýja serían er aðeins út fyrir kassann, Clare, sem er Bachelorette í þessari seríu, er sú elsta sem hefur verið en hún er 39 ára. Við fáum aðeins eldri menn líka og fleiri litaða menn en áður. Þættirnir hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa nánast bara hvíta keppendur en ABC, sem sýnir þáttinn, tók það allavega eitthvað aðeins til sín og næsti Bachelor verður sá fyrsti svarti. Ég myndi líka vilja sjá fleira fólk sem er ekki bara gagnkynhneigt. Kannski þyrfti einhverja aðra uppskrift af þætti til þess að vera með fólk af öllum kynhneigðum þarna að leita af ástinni, en mér finnst kominn tími á meiri fjölbreytileika í þáttunum.“ Að hennar mati var fyrsti þátturinn í nýju þáttaröðinni algjör rússíbani. „Ég vil ekki segja neitt hér ef einhver á eftir að sjá þáttinn en hann var skrítinn á svo marga vegu.“ Tekur ný við keflinu í miðri þáttaröð? Vigdís á því von á nóg af drama, sem hún ætlar sér að fara yfir í hlaðvarpinu Piparinn. „Það er stundum gert grín af því að fyrir hverja einustu seríu af Bachelor og Bachelorette er sagt að þetta sé dramatískasta serían til þessa, en ég hef á tilfinningunni að þessi verði það í alvöru. Hún verður allavega allt öðruvísi en það sem við höfum séð hingað til. Í kítlu sem var sýnd í lok þáttarins í gær gaf ABC loksins vísbendingu um að Clare muni í raun fara úr seríunni og önnur Bachelorette koma í hennar stað. Kjaftasögur um þetta hafa verið á flugi meðal Bachelor aðdáanda síðan þættirnir voru í tökum. Við vitum að Tayshia Adams tekur við keflinu en það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig þetta verður afgreitt, af hverju Clare fer, hvernig Tayshia kemur inn í þetta og hvort mennirnir sem Clare sendi heim áður en hún mætti komi aftur.“ Hún hefur þó ekki myndað sér sterka skoðun á nýja Bachelornum, en þáttaröðin er nú þegar í framleiðslu. „Ég gleðst yfir því að það sé ekki enn einn hvítur fótboltastrákur að leysa þetta verkefni en ég held ég verði að gefa honum smá stund sem Bachelor áður en ég felli einhverja dóma um hann.“ Vigdís horfir á þættina með Bachelor klúbbnum sínum og það er heilög stund hjá þeim. „Við erum næstum allar með lítil börn og elskum að fá okkar kvöld einu sinni í viku þar sem við sötrum rauðvín, borðum nammi og ræðum um þáttinn. Við vorum alls ekki allar á Bachelorlestinni þegar við byrjuðum á þessu en nú er þetta uppáhalds kvöldið okkar allra.“ Vigdís Diljá ÓskarsdóttirMynd úr einkasafni Langar að fá fyrrum keppendur í viðtal Hún hafði lengi ætlað sér að fara af stað með hlaðvarp áður en hún lét loksins verða að því. „Sko í grunninn langaði mig bara að hafa tilefni til þess að ræða Bachelor við alla, allan daginn. Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í að verða tvö ár þegar ég loksins tók af skarið. Ég var alltaf að hlusta á erlend Bachelor hlaðvörp og fannst alveg vanta svona íslenskt með aðeins „íslenskari“ skoðunum um þetta allt. Við erum oft svolítið ósammála Ameríkönum um svona hluti. Þetta er Bachelor hlaðvarp, svo það er megin þemað, en annað er kannski nokkuð óráðið bara. Til að byrja með var ég ein og fór yfir nokkur mál sem höfðu erindi á borð Bachelor hlaðvarps en nú þegar þættirnir eru komnir í sýningu mun ég fá gesti til mín og ræða hvað okkur fannst um hvern þátt fyrir sgi. Svo vonandi einhvern daginn kemur Chris Conran, keppandi úr þáttunum í viðtal til mín. Við erum búin að vera að spjalla og hann langar að koma í viðtal en er samningsbundinn ennþá. Það verður ábyggilega forvitnilegt.“ Vigdís er ótrúlega ánægð með viðbrögðin sem hlaðvarpið hefur fengið síðan það fór í loftið. „Ég heyri mjög reglulega frá fólki sem aldrei hafði nokkurn áhuga á Bachelor en er komið á lestina núna eftir að hafa hlustað á hlaðvarpið. Mér finnst það ótrúlega gaman. Svo er stór hópur Íslendinga sem elskar Bachelor og var ábyggilega á sömu skoðun og ég, að það vantaði íslenskt hlaðvarp um þetta, vegna þess að hlustunin hefur verið miklu meiri en mig grunaði að hún yrði.“ Hún segir að það geri sér ekki allir grein fyrir því hversu stór aðdáendahópur þáttanna er hér á landi. „Það er allt frá fólki sem hefur gaman af því að horfa á þættina þegar þeir byrja upp í eiturharða aðdáendur sem hafa séð allar seríur í Bandaríkjunum og víðar og hlusta á öll hlaðvörp um efnið. Það er líka ótrúlegasta fólk í þessum áðdáendahópi og erfitt að gefa einhverja ákveðna steríótýpu á þá sem horfa.“ Hér fyrir neðan má hlusta á nýjasta þáttinn af hlaðvarpinu Piparinn.
Hollywood Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Tengdar fréttir Bachelor-stjarna fer fram á nálgunarbann á fyrrverandi kærastann Cassie Randolph, sem tók þátt í 23. þáttaröð hinna geysivinsælu sjónvarpsþátta Bachelor, hefur nú sakað Colton Underwood, piparsvein þáttanna sem hún átti í sambandi við eftir að þáttunum lauk, um alvarlegt áreiti eftir að sambandi þeirra lauk. 12. september 2020 08:48 Ný Bachelorette í miðri þáttaröð? Slúðurmiðlar vestanhafs greina nú frá því að Clare Crawley sé hætt í miðjum tökum á nýjustu seríu. 3. ágúst 2020 21:27 Fyrsti svarti piparsveinninn í sögu The Bachelor Forsvarsmenn raunveruleikaþáttanna The Bachelor hafa tilkynnt næsta piparsvein og heitir hann Matt James. 12. júní 2020 14:05 Móðir piparsveinsins bálreið Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem það er í raun að verða að trúarbrögðum að fylgjast náið með þáttunum. 12. mars 2020 09:28 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Fleiri fréttir Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Sjá meira
Bachelor-stjarna fer fram á nálgunarbann á fyrrverandi kærastann Cassie Randolph, sem tók þátt í 23. þáttaröð hinna geysivinsælu sjónvarpsþátta Bachelor, hefur nú sakað Colton Underwood, piparsvein þáttanna sem hún átti í sambandi við eftir að þáttunum lauk, um alvarlegt áreiti eftir að sambandi þeirra lauk. 12. september 2020 08:48
Ný Bachelorette í miðri þáttaröð? Slúðurmiðlar vestanhafs greina nú frá því að Clare Crawley sé hætt í miðjum tökum á nýjustu seríu. 3. ágúst 2020 21:27
Fyrsti svarti piparsveinninn í sögu The Bachelor Forsvarsmenn raunveruleikaþáttanna The Bachelor hafa tilkynnt næsta piparsvein og heitir hann Matt James. 12. júní 2020 14:05
Móðir piparsveinsins bálreið Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem það er í raun að verða að trúarbrögðum að fylgjast náið með þáttunum. 12. mars 2020 09:28