Trump sagður reyna að hindra aðgang annarra þjóða að bóluefni Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2020 20:50 Donald Trump fundaði á dögunum með manni sem nú hefur greinst með kórónuveiru. Getty/Tasos Katopodis Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. Breski miðilinn The Guardian greinir frá þessu og vísar í þýska dagblaðið Die Welt. Þar segir að þýsk stjórnvöld berjist nú gegn yfirtöku Bandaríkjamanna á fyrirtækinu sem beri nafnið CureVac. Þýska blaðið hefur eftir heimildarmanni sínum að Trump vilji nú leggja allt í sölurnar til þess að tryggja bandarískum stjórnvöldum aðgang að bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Ef marka má heimildarmann Die Welt vill Trump að bóluefnið verði einungis notað heima fyrir og hyggst hann ekki veita öðrum ríkjum aðgang að því. Þýsk stjórnvöld eru sögð hafa brugðist við fregnunum með því að bjóða fyrirtækinu ónefndan fjárhagslegan hvata og reyna með því að koma í veg fyrir að það færi rannsóknar- og þróunarvinnu sína til Bandaríkjanna. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, sagði að yfirtaka Bandaríkjastjórnar á CureVac komi ekki til greina. Fyrirtækið myndi einungis þróa bóluefni fyrir alla heimbyggðina en ekki einstaka ríki. Í yfirlýsingu frá talsmanni ráðuneytisins kemur fram að stjórnvöld í Þýskalandi hafi mikinn áhuga á þeim bóluefnum sem séu nú í þróun í Þýskalandi og Evrópu. Þau hafi í ljósi þessa verið í öflugum samskiptum við fyrirtækið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Ringulreið á bandarískum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01 Ekkert verður af fundi með bandaríska utanríkisráðherranum Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna ætluðu að hittast í Washington-borg í vikunni til að ræða ferðabann á Evrópu. Fundinum var aflýst vegna ferðabannsins. 15. mars 2020 07:15 Trump bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna kórónuveirunnar Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefur gefið sýni sem nú er rannsakað með tilliti til þess hvort forsetinn hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 17:25 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. Breski miðilinn The Guardian greinir frá þessu og vísar í þýska dagblaðið Die Welt. Þar segir að þýsk stjórnvöld berjist nú gegn yfirtöku Bandaríkjamanna á fyrirtækinu sem beri nafnið CureVac. Þýska blaðið hefur eftir heimildarmanni sínum að Trump vilji nú leggja allt í sölurnar til þess að tryggja bandarískum stjórnvöldum aðgang að bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Ef marka má heimildarmann Die Welt vill Trump að bóluefnið verði einungis notað heima fyrir og hyggst hann ekki veita öðrum ríkjum aðgang að því. Þýsk stjórnvöld eru sögð hafa brugðist við fregnunum með því að bjóða fyrirtækinu ónefndan fjárhagslegan hvata og reyna með því að koma í veg fyrir að það færi rannsóknar- og þróunarvinnu sína til Bandaríkjanna. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, sagði að yfirtaka Bandaríkjastjórnar á CureVac komi ekki til greina. Fyrirtækið myndi einungis þróa bóluefni fyrir alla heimbyggðina en ekki einstaka ríki. Í yfirlýsingu frá talsmanni ráðuneytisins kemur fram að stjórnvöld í Þýskalandi hafi mikinn áhuga á þeim bóluefnum sem séu nú í þróun í Þýskalandi og Evrópu. Þau hafi í ljósi þessa verið í öflugum samskiptum við fyrirtækið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Ringulreið á bandarískum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01 Ekkert verður af fundi með bandaríska utanríkisráðherranum Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna ætluðu að hittast í Washington-borg í vikunni til að ræða ferðabann á Evrópu. Fundinum var aflýst vegna ferðabannsins. 15. mars 2020 07:15 Trump bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna kórónuveirunnar Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefur gefið sýni sem nú er rannsakað með tilliti til þess hvort forsetinn hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 17:25 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Ringulreið á bandarískum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01
Ekkert verður af fundi með bandaríska utanríkisráðherranum Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna ætluðu að hittast í Washington-borg í vikunni til að ræða ferðabann á Evrópu. Fundinum var aflýst vegna ferðabannsins. 15. mars 2020 07:15
Trump bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna kórónuveirunnar Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefur gefið sýni sem nú er rannsakað með tilliti til þess hvort forsetinn hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 17:25