Sýknaður af skattsvikaákæru eftir áratug Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2020 08:26 Bjarni Ákason, fjárfestir, var í gær sýknaður af ákæru um skattsvik en málið má rekja allt aftur til ársins 2007. Vísir/Vilhelm Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, var í gær sýknaður í héraðsdómi af ákæru héraðssaksóknara þess efnis að hafa komið 44 milljónum króna undan skatti. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag þar sem einnig er rætt við Bjarna. Hann er ósáttur við framgöngu yfirvalda í málinu, ekki hvað síst vegna þess hversu langan tíma málið hefur tekið en það má rekja allt aftur til ársins 2007. Í samtali við Morgunblaðið segir Bjarni upphaf málsins vera þegar tvítalið var á hann og fyrirtæki í hans eigu á árunum 2007-2009. Þegar það hafi komið í ljós hafi endurskoðendur hans sent bréf til ríkisskattstjóra og óskað eftir leiðréttingu vegna eigin mistaka. „Ég hafði sjálfur frumkvæði á leiðréttingu framtalanna á sínum tíma, en það virðist hafa sett málið af stað, sem er vonandi að ljúka núna, rúmum áratug síðar,“ segir Bjarni við Morgunblaðið en hann sagði einnig frá málinu í færslu á Facebook í gær sem sjá má hér fyrir neðan. Í gær fékk ég skilaboð frá lögmanni mínum um að dæmt yrði í Hérðasdómi í fyrramálið í máli Héraðssaksóknara gegn...Posted by Bjarni Ákason on Thursday, October 15, 2020 Kemur til greina að stefna ríkinu fyrir „glórulausa óvissuferð“ Bjarni segir að eftir sex ár hafi ríkisskattstjóri fallist á að leiðrétta framtal fyrirtækisins en ekki framtal hans sjálfs. Málið hafi verið sent áfram til skattrannsóknarstjóra sem svo sendi það til héraðssaksóknara. Í millitíðinni fékk Bjarni hins vegar tvær leiðréttingar frá yfirskattanefnd og endurgreiðslur í samræmi við það. Hann kveðst hafa orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna málsins, enda kosti hvert lögmannsbréf pening. Hann hafi til að mynda þurft að selja frá sér eignir vegna þessa. Bjarni telur þó að kostnaður hins opinbera við málið sé mun meiri en kostnaður hans. Hann er glaður yfir sýknudómnum en gramur ríkinu fyrir að hafa „djöflast á mér og minni fjölskyldu í heilan áratug yfir skattskýrslu sem ég bað sjálfur um leiðréttingu á,“ líkt og haft er eftir honum í Morgunblaðinu. Hann bíður nú ákvörðunar ríkissaksóknara hvort áfrýjað verði í málinu eða ekki. Þegar það hið opinbera ljúki síðan málinu kveðst hann ætla að sjá hvort hann „stefni ríkinu fyrir þessa glórulausu óvissuferð.“ Dómsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Sjá meira
Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, var í gær sýknaður í héraðsdómi af ákæru héraðssaksóknara þess efnis að hafa komið 44 milljónum króna undan skatti. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag þar sem einnig er rætt við Bjarna. Hann er ósáttur við framgöngu yfirvalda í málinu, ekki hvað síst vegna þess hversu langan tíma málið hefur tekið en það má rekja allt aftur til ársins 2007. Í samtali við Morgunblaðið segir Bjarni upphaf málsins vera þegar tvítalið var á hann og fyrirtæki í hans eigu á árunum 2007-2009. Þegar það hafi komið í ljós hafi endurskoðendur hans sent bréf til ríkisskattstjóra og óskað eftir leiðréttingu vegna eigin mistaka. „Ég hafði sjálfur frumkvæði á leiðréttingu framtalanna á sínum tíma, en það virðist hafa sett málið af stað, sem er vonandi að ljúka núna, rúmum áratug síðar,“ segir Bjarni við Morgunblaðið en hann sagði einnig frá málinu í færslu á Facebook í gær sem sjá má hér fyrir neðan. Í gær fékk ég skilaboð frá lögmanni mínum um að dæmt yrði í Hérðasdómi í fyrramálið í máli Héraðssaksóknara gegn...Posted by Bjarni Ákason on Thursday, October 15, 2020 Kemur til greina að stefna ríkinu fyrir „glórulausa óvissuferð“ Bjarni segir að eftir sex ár hafi ríkisskattstjóri fallist á að leiðrétta framtal fyrirtækisins en ekki framtal hans sjálfs. Málið hafi verið sent áfram til skattrannsóknarstjóra sem svo sendi það til héraðssaksóknara. Í millitíðinni fékk Bjarni hins vegar tvær leiðréttingar frá yfirskattanefnd og endurgreiðslur í samræmi við það. Hann kveðst hafa orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna málsins, enda kosti hvert lögmannsbréf pening. Hann hafi til að mynda þurft að selja frá sér eignir vegna þessa. Bjarni telur þó að kostnaður hins opinbera við málið sé mun meiri en kostnaður hans. Hann er glaður yfir sýknudómnum en gramur ríkinu fyrir að hafa „djöflast á mér og minni fjölskyldu í heilan áratug yfir skattskýrslu sem ég bað sjálfur um leiðréttingu á,“ líkt og haft er eftir honum í Morgunblaðinu. Hann bíður nú ákvörðunar ríkissaksóknara hvort áfrýjað verði í málinu eða ekki. Þegar það hið opinbera ljúki síðan málinu kveðst hann ætla að sjá hvort hann „stefni ríkinu fyrir þessa glórulausu óvissuferð.“
Dómsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Sjá meira