Arnar beint í smitpróf og lögfræðingurinn sér um boltakrakkana Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2020 12:24 Íslenska landsliðið á æfingu á Laugardalsvelli í hádeginu í gær. Eftir æfinguna var allt starfslið landsliðsins sett í sóttkví. VÍSIR/VILHELM Arnar Þór Viðarsson er mættur til landsins frá Lúxemborg þar sem hann stýrði U21-landsliði Íslands til sigurs í gær. Hann mun stýra Íslandi gegn besta landsliði heims, Belgíu, á Laugardalsvelli kl. 18.45 í kvöld. Allir þeir sem venjulega starfa með leikmönnum karlalandsliðsins í fótbolta á leikdegi; Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, aðrir þjálfarar, sjúkraþjálfarar, læknir og fleiri, eru í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni liðsins. Þessi hópur verður því ekki til taks í kvöld en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið hafa verið við þessu búið og gert lista yfir varamenn í öll störf. Arnar þurfti að flýta sér til landsins og fór í smitpróf vegna kórónuveirunnar snemma í morgun. Reynist sýnið neikvætt verður hann við stjórnvölinn hjá A-landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld, ásamt Davíð Snorra Jónassyni. „Arnar er í vinnusóttkví eins og allt belgíska liðið sem kom í gær, sem og dómararnir og eftirlitsmenn UEFA. Hann má því vera á Laugardalsvelli og við erum með staðfestingu frá yfirvöldum um að þetta sé heimilt. Arnar fór í test snemma í morgun og bíður niðurstöðu þess áður en hann fer inn í hópinn. Það sama á við um alla þá sem eru að koma inn í starfshópinn,“ segir Klara. Excel-skjalið með varamönnum var klárt Landsliðsmennirnir verða því ekki án sjúkraþjálfara eða læknis í kvöld ef á þarf að halda, enda banna alþjóðlegra knattspyrnureglur slíkt: „Við vorum búin að stilla upp Excel-skjali með varamönnum í allar stöður. Ég viðurkenni það þó að hugmyndaflug okkar náði ekki til þess að allur mannskapurinn þyrfti að fara í sóttkví. Við lærum af því.“ Að fjölmörgu öðru er að huga til að landsleikurinn geti farið fram og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið í starfsliði KSÍ, sem ekki eru í sóttkví, komnir í störf sem þeir eru ekki vanir að sinna: „Ég er ekki viss um að það sé þannig hjá mörgum knattspyrnusamböndum í Evrópu að lögfræðingur sambandsins muni sjá um boltakrakkana, dómarastjórinn hafi umsjón með aðalinnganginum og svo framvegis. Það eru allar hendur á dekki.“ Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Segir Belga verða að vinna til að fá úrslitaleik gegn Englendingum Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. 13. október 2020 23:01 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson er mættur til landsins frá Lúxemborg þar sem hann stýrði U21-landsliði Íslands til sigurs í gær. Hann mun stýra Íslandi gegn besta landsliði heims, Belgíu, á Laugardalsvelli kl. 18.45 í kvöld. Allir þeir sem venjulega starfa með leikmönnum karlalandsliðsins í fótbolta á leikdegi; Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, aðrir þjálfarar, sjúkraþjálfarar, læknir og fleiri, eru í sóttkví eftir að smit greindist hjá starfsmanni liðsins. Þessi hópur verður því ekki til taks í kvöld en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið hafa verið við þessu búið og gert lista yfir varamenn í öll störf. Arnar þurfti að flýta sér til landsins og fór í smitpróf vegna kórónuveirunnar snemma í morgun. Reynist sýnið neikvætt verður hann við stjórnvölinn hjá A-landsliðinu í fyrsta sinn í kvöld, ásamt Davíð Snorra Jónassyni. „Arnar er í vinnusóttkví eins og allt belgíska liðið sem kom í gær, sem og dómararnir og eftirlitsmenn UEFA. Hann má því vera á Laugardalsvelli og við erum með staðfestingu frá yfirvöldum um að þetta sé heimilt. Arnar fór í test snemma í morgun og bíður niðurstöðu þess áður en hann fer inn í hópinn. Það sama á við um alla þá sem eru að koma inn í starfshópinn,“ segir Klara. Excel-skjalið með varamönnum var klárt Landsliðsmennirnir verða því ekki án sjúkraþjálfara eða læknis í kvöld ef á þarf að halda, enda banna alþjóðlegra knattspyrnureglur slíkt: „Við vorum búin að stilla upp Excel-skjali með varamönnum í allar stöður. Ég viðurkenni það þó að hugmyndaflug okkar náði ekki til þess að allur mannskapurinn þyrfti að fara í sóttkví. Við lærum af því.“ Að fjölmörgu öðru er að huga til að landsleikurinn geti farið fram og eru allir þeir sem vettlingi geta valdið í starfsliði KSÍ, sem ekki eru í sóttkví, komnir í störf sem þeir eru ekki vanir að sinna: „Ég er ekki viss um að það sé þannig hjá mörgum knattspyrnusamböndum í Evrópu að lögfræðingur sambandsins muni sjá um boltakrakkana, dómarastjórinn hafi umsjón með aðalinnganginum og svo framvegis. Það eru allar hendur á dekki.“
Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Segir Belga verða að vinna til að fá úrslitaleik gegn Englendingum Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. 13. október 2020 23:01 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07
Segir Belga verða að vinna til að fá úrslitaleik gegn Englendingum Axel Witsel, miðjumaður Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og belgíska landsliðsins, ræddi við Vísi fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hann segir að Belgar verði að vinna þar sem þeir töpuðu gegn Englandi um helgina. 13. október 2020 23:01
Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40
Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16