Fékk meira en 216 milljónir á hvern leik sem hann spilaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 13:01 Le'Veon Bell þarf ekki að kvarta mikið yfir launum sem hann fékk frá New York Jets þótt að tækifærin inn á vellinum hafi oft verið furðuleg. Getty/Mark Brown NFL-liðið New York Jets lét óvænt hlauparann Le'Veon Bell fara í nótt en hann var aðeins á öðru tímabilinu á fjögurra ára risasamningi sínum við félagið. Það hefur gengið á ýmsu í sambandi New York Jets við hlauparann sinn Le'Veon Bell og í nótt voru báðir aðilar greinilega búnir að fá nóg. New York Jets sagði upp samningi Le'Veon Bell og eftir aðeins nokkra daga má hann semja við hvaða lið sem er í NFL-deildinni. Le'Veon Bell var súperstjarna í NFL-deildinni þegar hann ákvað að sitja heilt tímabil hjá Pittsburgh Steelers af því að félagið vildi ekki gera við hann stóran samning. Le'Veon Bell made $28M in 18 games with the New York Jets. Gamble Won buff.ly/34XrDkDPosted by Sports Illustrated on Þriðjudagur, 13. október 2020 Á endanum fékk hann 52,5 milljón dollara fjögurra ára samning hjá New York Jets en hann hefur aldrei verið nálægt því að sýna það sama og gerði hann að stórstjörnu hjá Pittsburgh Steelers á árunum 2013 til 2017. Leikkerfi New York Jets hentaði Le'Veon Bell ekki vel og þjálfarinn Adam Gase var á móti samningnum frá fyrsta degi. Adam Gase virtist líka vinna gegn stjörnuleikmanninum sem fékk skrýtin tækifæri hjá honum. Á endanum kallaði Bell eftir að vera að skipt frá félaginu en það var bara ekkert félags sem vildi gleypa þennan risasamning hans. Samningur Bell var nefnilega ekki góð fjárfesting fyrir New York Jets því frammistaðan hefur verið slök og hún hefur heldur betur kostað sitt. Le Veon Bell s release leaves behind $15M of dead cap in 2020, & another $4M in 2021 to the #Jets. Bell earned $28M across 18 games played for NY. https://t.co/fSW1DKQWyS https://t.co/DT7pBEkMgB— Spotrac (@spotrac) October 14, 2020 Le'Veon Bell fékk alls 28 milljónir dollara í vasann fyrir þetta eina og hálfa tímabil eða 3,9 milljarða íslenskra króna. Hann var þegar búinn að missa af þremur leikjum á þessari leiktíð vegna meiðsla. Bell náði að spila átján leiki fyrir New York Jets liðið sem þýðir að hann fékk 216 milljónir íslenskra króna fyrir hvern leik sem hann spilaði fyrir félagið. Næsta á dagskrá hjá Le'Veon Bell er að finna sér annað lið og það eru örugglega mörg lið sem eru tilbúin að gera nýjan samning við hann þrátt fyrir að ekkert lið vildi taka yfir inn. Bell ætti enn að geta sýnt ýmislegt hjá liði sem spilar betra kerfi og er ekki með þjálfara sem er á móti honum. Hvaða lið það verður er spennandi að sjá. NFL Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
NFL-liðið New York Jets lét óvænt hlauparann Le'Veon Bell fara í nótt en hann var aðeins á öðru tímabilinu á fjögurra ára risasamningi sínum við félagið. Það hefur gengið á ýmsu í sambandi New York Jets við hlauparann sinn Le'Veon Bell og í nótt voru báðir aðilar greinilega búnir að fá nóg. New York Jets sagði upp samningi Le'Veon Bell og eftir aðeins nokkra daga má hann semja við hvaða lið sem er í NFL-deildinni. Le'Veon Bell var súperstjarna í NFL-deildinni þegar hann ákvað að sitja heilt tímabil hjá Pittsburgh Steelers af því að félagið vildi ekki gera við hann stóran samning. Le'Veon Bell made $28M in 18 games with the New York Jets. Gamble Won buff.ly/34XrDkDPosted by Sports Illustrated on Þriðjudagur, 13. október 2020 Á endanum fékk hann 52,5 milljón dollara fjögurra ára samning hjá New York Jets en hann hefur aldrei verið nálægt því að sýna það sama og gerði hann að stórstjörnu hjá Pittsburgh Steelers á árunum 2013 til 2017. Leikkerfi New York Jets hentaði Le'Veon Bell ekki vel og þjálfarinn Adam Gase var á móti samningnum frá fyrsta degi. Adam Gase virtist líka vinna gegn stjörnuleikmanninum sem fékk skrýtin tækifæri hjá honum. Á endanum kallaði Bell eftir að vera að skipt frá félaginu en það var bara ekkert félags sem vildi gleypa þennan risasamning hans. Samningur Bell var nefnilega ekki góð fjárfesting fyrir New York Jets því frammistaðan hefur verið slök og hún hefur heldur betur kostað sitt. Le Veon Bell s release leaves behind $15M of dead cap in 2020, & another $4M in 2021 to the #Jets. Bell earned $28M across 18 games played for NY. https://t.co/fSW1DKQWyS https://t.co/DT7pBEkMgB— Spotrac (@spotrac) October 14, 2020 Le'Veon Bell fékk alls 28 milljónir dollara í vasann fyrir þetta eina og hálfa tímabil eða 3,9 milljarða íslenskra króna. Hann var þegar búinn að missa af þremur leikjum á þessari leiktíð vegna meiðsla. Bell náði að spila átján leiki fyrir New York Jets liðið sem þýðir að hann fékk 216 milljónir íslenskra króna fyrir hvern leik sem hann spilaði fyrir félagið. Næsta á dagskrá hjá Le'Veon Bell er að finna sér annað lið og það eru örugglega mörg lið sem eru tilbúin að gera nýjan samning við hann þrátt fyrir að ekkert lið vildi taka yfir inn. Bell ætti enn að geta sýnt ýmislegt hjá liði sem spilar betra kerfi og er ekki með þjálfara sem er á móti honum. Hvaða lið það verður er spennandi að sjá.
NFL Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga