Hafið braut Þór Bjarni Bjarnason skrifar 13. október 2020 23:27 Þrettánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lokaleikur kvöldsins var Þór gegn Hafinu. Voru Þórsararnir á heimavelli og völdu þeir kortið Dust2. Gekk þeim vel að troða öldurnar í Hafinu sem þó sigraði jafnan leik að lokum 16 – 14. Þórsararnir klifu brattann í fyrstu lotum leiksins. Eftir tvísýna fyrstu lotu sem Hafið hreinsaði snyrtilega upp virtist kortið vera læst með þéttum varnarleik (counter-terrorist) Hafsins. Fyrsta lota Þórs fékkst með þrekvirki ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson). Var hann einn eftir á móti þremur leikmönnum Hafsins, með sprengjuna tifandi sóttu þeir á hann en felldi hann þá alla. Þórsarar nýttu meðbyrinn vel, með mikilli kænsku þvinguðu þeir Hafið til að aðlaga vörnina að sóknarleiknum. En ítrekað settu þeir mikla pressu löngu leiðina á svæði A og varð Hafið að stilla upp gegn því með tilheyrandi tilfæringum og skapaði þetta glufur á vörninni. Hlutirnir litu vel út fyrir Þór sem var að spila vörnina í sundur þar til þeir skullu á peter (Pétur Örn Helgason). Hann stóð sem klettur á svæði B og braut sóknina með 4 fellum. Sló þetta Þórsarana útaf laginu sem þó náðu einungis að kroppa tvær lotur til viðbótar gegn þéttri vörn Hafsins. Staðan í hálfleik Hafið 9 – 6 Þór. Vörn Þórs var þétt frá fyrstu lotu seinni hálfleiks. Liðsmenn Hafsins skullu á henni ítrekað en gekk ekki að brjóta hana upp. Það var fyrir hendingu að Hafið komst gegnum vörn Þórs og náði sér í lotu. Þórsararnir voru þó fljótir að þétta vörnina og virtist vörnina ætla að halda þar til staðan var 14 – 12 Þór í vil. Er sigurinn var við það að renna þeim úr greipum kafaði Hafið djúpt. Maður Hafsins peter (Pétur Örn Helgason) sem hafði farið hamförum í leiknum hingað til og keyrt ófáar loturnar heim lét sig ekki vanta er þeir hertu á sóknarleiknum. Með viljastyrk og stáltaugum breytti Hafið gangi leiksins og tókst þeim að merja sigur úr hnífjöfnum leik. Lokastaðan Hafið 16 – 14 Þór. Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Þrettánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Lokaleikur kvöldsins var Þór gegn Hafinu. Voru Þórsararnir á heimavelli og völdu þeir kortið Dust2. Gekk þeim vel að troða öldurnar í Hafinu sem þó sigraði jafnan leik að lokum 16 – 14. Þórsararnir klifu brattann í fyrstu lotum leiksins. Eftir tvísýna fyrstu lotu sem Hafið hreinsaði snyrtilega upp virtist kortið vera læst með þéttum varnarleik (counter-terrorist) Hafsins. Fyrsta lota Þórs fékkst með þrekvirki ADHD (Kristófer Daði Kristjánsson). Var hann einn eftir á móti þremur leikmönnum Hafsins, með sprengjuna tifandi sóttu þeir á hann en felldi hann þá alla. Þórsarar nýttu meðbyrinn vel, með mikilli kænsku þvinguðu þeir Hafið til að aðlaga vörnina að sóknarleiknum. En ítrekað settu þeir mikla pressu löngu leiðina á svæði A og varð Hafið að stilla upp gegn því með tilheyrandi tilfæringum og skapaði þetta glufur á vörninni. Hlutirnir litu vel út fyrir Þór sem var að spila vörnina í sundur þar til þeir skullu á peter (Pétur Örn Helgason). Hann stóð sem klettur á svæði B og braut sóknina með 4 fellum. Sló þetta Þórsarana útaf laginu sem þó náðu einungis að kroppa tvær lotur til viðbótar gegn þéttri vörn Hafsins. Staðan í hálfleik Hafið 9 – 6 Þór. Vörn Þórs var þétt frá fyrstu lotu seinni hálfleiks. Liðsmenn Hafsins skullu á henni ítrekað en gekk ekki að brjóta hana upp. Það var fyrir hendingu að Hafið komst gegnum vörn Þórs og náði sér í lotu. Þórsararnir voru þó fljótir að þétta vörnina og virtist vörnina ætla að halda þar til staðan var 14 – 12 Þór í vil. Er sigurinn var við það að renna þeim úr greipum kafaði Hafið djúpt. Maður Hafsins peter (Pétur Örn Helgason) sem hafði farið hamförum í leiknum hingað til og keyrt ófáar loturnar heim lét sig ekki vanta er þeir hertu á sóknarleiknum. Með viljastyrk og stáltaugum breytti Hafið gangi leiksins og tókst þeim að merja sigur úr hnífjöfnum leik. Lokastaðan Hafið 16 – 14 Þór.
Þór Akureyri Vodafone-deildin Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira