Fylkir með sannfærandi sigur Bjarni Bjarnason skrifar 13. október 2020 21:01 Þrettánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins var GOAT gegn stórveldi Fylkis. Þrátt fyrir að GOAT hafi verið á heimavelli dugði það ekki til að stöðva Fylkismenn en þeir sigruðu leikinn 16 – 8. Heimavallarlið GOAT hóf leikinn í sókn (terrorist) og kom undirbúningurinn þeim vel af stað. Fyrst loturnar lágu fyrir GOAT er þeir sóttu á Fylkismenn sem gekk illa að yfirtaka sprengjusvæðin eftir að hafa misst þau. Eftir fimmtu lotu þéttu Fylkismenn vörnin og breyttist gangur leiksins. Fylkismaðurinn MonteLiciouz (Andri Freyr Reynisson) var veggurinn sem sóknir GOAT brotnuðu ítrekað á. Hann bæði opnaði lotur með fellum sem tóku bitið úr sóknarleik GOAT og átti mikilvægar fellur í yfirtökum eftir að sprengjan var komin niður. Var staðan í hálfleik Fylkir 9 – 6 GOAT. Liðsmenn GOAT hófu seinni hálfleik með góðum varnarleik sem skilaði þeim fyrstu tveimur lotunum. Fljótt fundu Fylkismenn þó taktinn og nýttu glufur á vörninni lotu eftir lotu. Þó MonteLiciouz (Andri Freyr Reynisson) hafi verið í fararbroddi kom mikil breidd Fylkisliðsins í ljós. Þeir gáfu GOAT engin færi á að komast aftur inn í leikinn og luku honum að krafti. Lokastaðan Fylkir 16 – 8 GOAT. Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti
Þrettánda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram fyrr í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins var GOAT gegn stórveldi Fylkis. Þrátt fyrir að GOAT hafi verið á heimavelli dugði það ekki til að stöðva Fylkismenn en þeir sigruðu leikinn 16 – 8. Heimavallarlið GOAT hóf leikinn í sókn (terrorist) og kom undirbúningurinn þeim vel af stað. Fyrst loturnar lágu fyrir GOAT er þeir sóttu á Fylkismenn sem gekk illa að yfirtaka sprengjusvæðin eftir að hafa misst þau. Eftir fimmtu lotu þéttu Fylkismenn vörnin og breyttist gangur leiksins. Fylkismaðurinn MonteLiciouz (Andri Freyr Reynisson) var veggurinn sem sóknir GOAT brotnuðu ítrekað á. Hann bæði opnaði lotur með fellum sem tóku bitið úr sóknarleik GOAT og átti mikilvægar fellur í yfirtökum eftir að sprengjan var komin niður. Var staðan í hálfleik Fylkir 9 – 6 GOAT. Liðsmenn GOAT hófu seinni hálfleik með góðum varnarleik sem skilaði þeim fyrstu tveimur lotunum. Fljótt fundu Fylkismenn þó taktinn og nýttu glufur á vörninni lotu eftir lotu. Þó MonteLiciouz (Andri Freyr Reynisson) hafi verið í fararbroddi kom mikil breidd Fylkisliðsins í ljós. Þeir gáfu GOAT engin færi á að komast aftur inn í leikinn og luku honum að krafti. Lokastaðan Fylkir 16 – 8 GOAT.
Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti