Lögregla og Neyðarlína í nánara samstarf Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. október 2020 19:01 Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða hjá Neyðarlínunni, eftir að ábending sem barst um eldsvoða við Torfastaði á föstudag lenti milli skips og bryggju. Hönnunargalli í tölvukerfi hefur sömuleiðis verið lagfærður. „Þetta lýsti sér í því að ef lögreglumenn voru uppteknir í símtölum og símtal kom inn þá birtist það ekki á svokölluðum verkefnalista hjá þeim, þannig að þeir gátu ekki séð símtalið né hringt til baka,“ segir Gylfi Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fjarskiptamiðstöð lögreglu. Mikið álag var á fjarskiptamiðstöðinni þetta kvöld en undir eðlilegum kringumstæðum er hringt í þá sem ná ekki í gegn, auk þess sem Neyðarlinu ber að tilkynna slökkviliði sérstaklega um eldsvoða. Hins vegar var hvorki hringt til baka né slökkviliði tilkynnt um atvikið. Gylfi segir að álagið sé mismikið, málin séu mistímafrek, en að það sé aldrei undirmannað. Hann harmi þetta atvik en að búið sé að grípa til varúðarráðstafana. „Núna í þessari viku ætlum við að hefja prufufasa þannig að neyðarvörður og lögreglumaður sitji saman að svara. Eftir þennan prufufasa ætlum við að fara lengra og það verður þannig að símsvörun og móttaka verkefna, sem tengjast lögreglu, verða á einni hendi hjá Neyðarlínunni,“ segir Gylfi. Það sem af er ári hafa sjötíu þúsund símtöl borist fjarskiptamiðstöðinni og meðalsvartími er um 8,4 sekúndur. Lögreglan Tengdar fréttir Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29 Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða hjá Neyðarlínunni, eftir að ábending sem barst um eldsvoða við Torfastaði á föstudag lenti milli skips og bryggju. Hönnunargalli í tölvukerfi hefur sömuleiðis verið lagfærður. „Þetta lýsti sér í því að ef lögreglumenn voru uppteknir í símtölum og símtal kom inn þá birtist það ekki á svokölluðum verkefnalista hjá þeim, þannig að þeir gátu ekki séð símtalið né hringt til baka,“ segir Gylfi Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fjarskiptamiðstöð lögreglu. Mikið álag var á fjarskiptamiðstöðinni þetta kvöld en undir eðlilegum kringumstæðum er hringt í þá sem ná ekki í gegn, auk þess sem Neyðarlinu ber að tilkynna slökkviliði sérstaklega um eldsvoða. Hins vegar var hvorki hringt til baka né slökkviliði tilkynnt um atvikið. Gylfi segir að álagið sé mismikið, málin séu mistímafrek, en að það sé aldrei undirmannað. Hann harmi þetta atvik en að búið sé að grípa til varúðarráðstafana. „Núna í þessari viku ætlum við að hefja prufufasa þannig að neyðarvörður og lögreglumaður sitji saman að svara. Eftir þennan prufufasa ætlum við að fara lengra og það verður þannig að símsvörun og móttaka verkefna, sem tengjast lögreglu, verða á einni hendi hjá Neyðarlínunni,“ segir Gylfi. Það sem af er ári hafa sjötíu þúsund símtöl borist fjarskiptamiðstöðinni og meðalsvartími er um 8,4 sekúndur.
Lögreglan Tengdar fréttir Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29 Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29
Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34
Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20