Sex smit rakin til morgunsunds á Hrafnagili Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2020 17:40 Sundlaugin Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Mynd/NorthIceland.is Svo virðist sem rekja megi uppruna covid-19 smits í sex af þeim átta tilfellum, sem staðfest hafa verið í Eyjafjarðarsveit, til sundlaugarinnar á Hrafnagili í byrjun síðustu viku. Smitrakningarteymi vinnur nú að rakningu en svo virðist sem hægt sé að rekja þau flest saman að því er fram kemur í tilkynningu frá sveitarfélaginu. „Það er ákveðinn hópur sem að mætir reglulega í morgunsund, svona einangraður hópur, sem að hefur lent í þessu smiti og vonandi eru tilfellin tiltölulega einangruð út frá því,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit í samtali við Vísi. Hann segir þau smit sem upp hafa komið í sveitarfélaginu til þessa ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi þess. „Það fór eitt smit af stað föstudaginn síðasta og þá ákváðum við strax að herða aðgerðir hjá okkur af því þetta er svo lítið samfélag og þá jukum við við sóttvarnir í skólunum og drógum úr samgangi og lokuðum meðal annars á sundlaugina fyrir klukkan fjögur, það er að segja á meðan skólatími var,“ segir Finnur. „Þessi tilfelli sem eru að koma upp núna eru ekki að hafa áhrif umfram það, alla veganna ekki að svo stöddu. Við vinnum bara mjög náið með aðgerðastjórninni hérna fyrir norðan og þeir hjálpa okkur að taka ákvarðanir ef að við þurfum að bregðast meira við.“ Ekki hafi að svo stöddu þótt tilefni til þess að loka sundlauginni. „Af því að þetta er svo einangrað, og það einangrað við ákveðinn hóp og ákveðinn tíma skilst mér, þannig að þeir hafa rekið það á mjög afmarkaðan tíma á mjög afmarkaðan hátt,“ segir Finnur. Næstu dagar muni leiða það betur í ljós hvort þeim muni fjölga sem reynist smitaðir eða sem þurfi að fara í sóttkví. Þá er honum ekki kunnugt um nein tilfelli meðal barna, foreldra eða kennara í leik- og grunnskóla. Nokkur börn og foreldrar séu þó í sóttkví. Eyjafjarðarsveit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Svo virðist sem rekja megi uppruna covid-19 smits í sex af þeim átta tilfellum, sem staðfest hafa verið í Eyjafjarðarsveit, til sundlaugarinnar á Hrafnagili í byrjun síðustu viku. Smitrakningarteymi vinnur nú að rakningu en svo virðist sem hægt sé að rekja þau flest saman að því er fram kemur í tilkynningu frá sveitarfélaginu. „Það er ákveðinn hópur sem að mætir reglulega í morgunsund, svona einangraður hópur, sem að hefur lent í þessu smiti og vonandi eru tilfellin tiltölulega einangruð út frá því,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit í samtali við Vísi. Hann segir þau smit sem upp hafa komið í sveitarfélaginu til þessa ekki hafa teljandi áhrif á starfsemi þess. „Það fór eitt smit af stað föstudaginn síðasta og þá ákváðum við strax að herða aðgerðir hjá okkur af því þetta er svo lítið samfélag og þá jukum við við sóttvarnir í skólunum og drógum úr samgangi og lokuðum meðal annars á sundlaugina fyrir klukkan fjögur, það er að segja á meðan skólatími var,“ segir Finnur. „Þessi tilfelli sem eru að koma upp núna eru ekki að hafa áhrif umfram það, alla veganna ekki að svo stöddu. Við vinnum bara mjög náið með aðgerðastjórninni hérna fyrir norðan og þeir hjálpa okkur að taka ákvarðanir ef að við þurfum að bregðast meira við.“ Ekki hafi að svo stöddu þótt tilefni til þess að loka sundlauginni. „Af því að þetta er svo einangrað, og það einangrað við ákveðinn hóp og ákveðinn tíma skilst mér, þannig að þeir hafa rekið það á mjög afmarkaðan tíma á mjög afmarkaðan hátt,“ segir Finnur. Næstu dagar muni leiða það betur í ljós hvort þeim muni fjölga sem reynist smitaðir eða sem þurfi að fara í sóttkví. Þá er honum ekki kunnugt um nein tilfelli meðal barna, foreldra eða kennara í leik- og grunnskóla. Nokkur börn og foreldrar séu þó í sóttkví.
Eyjafjarðarsveit Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira