Toshiki Toma hættur við að hætta að vera Vinstri grænn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2020 14:33 Toshiki segir fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hafa fengið sig til að verða Vinstri grænn á nýjan leik. Vísir/Vilhelm Toshkiki Toma, prestur innflytjenda, segist ætla að vera áfram í Vinstri hreyfingunni grænu framboði eftir hálftímalangt samtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formann VG í gær. Hann segist hafa fundið fyrir trausti í garð VG í hjarta sínu og sé því hættur við að segja sig úr flokknum. Toshiki greindi frá því á dögunum að hann ætlaði að segja sig úr flokknum. Ástæðuna sagði Toshiki vera stöðuga bylgju kúgunar og óréttlætis dómsmálayfirvalda í garð hælisleitenda undanfarin ár. Þar sagði hann áhugaleysi Vinstri grænna komið yfir mörk sín. Viku síðar er komið annað hljóð í strokkinn. Toshiki greinir frá því á Facebook að margir í VG hafi haft samband við sig síðustu daga og beðið um nánari ástæðu þess að hann skráði sig úr flokknum. Toshiki hefur mætt á mótmæli No Borders vegna umsókna hælisleitenda.Vísir/Vilhelm „Næstum allir voru til að hlusta á mig, fremur en að skamma mig eða kvarta. Ég var mjög þakklátur fyrir það viðhorf.“ Grunnur alls sé að hlusta á fólkið og honum hafi fundist það vanta hjá VG. Katrín Jakobsdóttir hafi svo boðið honum á fund, til að hlusta á hann. Katrín hafi viðurkennt mikilvægi þess að hlusta á raddir úr grasrótinni. Þau hafi meðal annars rætt um hvað hægt væri að gera til að raddir rótarinnar næðu betur eyrum ráðamanna. Toshiki segist hafa lagt til nokkrar úrbætur og Katrín þegið þær með þökkum. „Þannig fæ ég áþreifanlegt tækifæri með því að halda áfram í VG meira en að fara úr honum rétt núna. Ég fann að traust á fólk í VG var ennþá eftir inni í mér, því ætla ég að gefa mér annað tækifæri að vera með VG.“ Jæja. Það er ef til vill lögmál veraldar manna að virðuleikur manns skaðast þegar maður segir: ,,hætta að hætta". Ég...Posted by Toshiki Toma on Tuesday, October 13, 2020 Vinstri græn Hælisleitendur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Toshkiki Toma, prestur innflytjenda, segist ætla að vera áfram í Vinstri hreyfingunni grænu framboði eftir hálftímalangt samtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formann VG í gær. Hann segist hafa fundið fyrir trausti í garð VG í hjarta sínu og sé því hættur við að segja sig úr flokknum. Toshiki greindi frá því á dögunum að hann ætlaði að segja sig úr flokknum. Ástæðuna sagði Toshiki vera stöðuga bylgju kúgunar og óréttlætis dómsmálayfirvalda í garð hælisleitenda undanfarin ár. Þar sagði hann áhugaleysi Vinstri grænna komið yfir mörk sín. Viku síðar er komið annað hljóð í strokkinn. Toshiki greinir frá því á Facebook að margir í VG hafi haft samband við sig síðustu daga og beðið um nánari ástæðu þess að hann skráði sig úr flokknum. Toshiki hefur mætt á mótmæli No Borders vegna umsókna hælisleitenda.Vísir/Vilhelm „Næstum allir voru til að hlusta á mig, fremur en að skamma mig eða kvarta. Ég var mjög þakklátur fyrir það viðhorf.“ Grunnur alls sé að hlusta á fólkið og honum hafi fundist það vanta hjá VG. Katrín Jakobsdóttir hafi svo boðið honum á fund, til að hlusta á hann. Katrín hafi viðurkennt mikilvægi þess að hlusta á raddir úr grasrótinni. Þau hafi meðal annars rætt um hvað hægt væri að gera til að raddir rótarinnar næðu betur eyrum ráðamanna. Toshiki segist hafa lagt til nokkrar úrbætur og Katrín þegið þær með þökkum. „Þannig fæ ég áþreifanlegt tækifæri með því að halda áfram í VG meira en að fara úr honum rétt núna. Ég fann að traust á fólk í VG var ennþá eftir inni í mér, því ætla ég að gefa mér annað tækifæri að vera með VG.“ Jæja. Það er ef til vill lögmál veraldar manna að virðuleikur manns skaðast þegar maður segir: ,,hætta að hætta". Ég...Posted by Toshiki Toma on Tuesday, October 13, 2020
Vinstri græn Hælisleitendur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira