Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík 2022 í stað 2020 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2020 08:59 Juliette Binoche tekur hér við heiðursverðlaunum Evrópsku kvikmyndaakademíunnar á verðlaunahátíðinni í fyrra. Getty/Clemens Bilan - Pool/ Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2020 sem halda átti í Reykjavík í desember verður haldin rafrænt og án áhorfenda í Berlín þann 12. desember næstkomandi. Í staðinn verða Evrópsku kvikmyndaverðlaunin veitt í Reykjavík í desember árið 2022. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Evrópsku kvikmyndaakademíunni en ákvörðunin er tekin í ljósi kórónuveirufaraldursins. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé tekin í fullu og góðu samráði við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, og Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Venju samkvæmt mun hátíðin fara fram í Berlín á næsta ári þar sem hún er haldin annað hvert ár og hitt árið er hún svo haldin í einhverri evrópskri borg, líkt og átti að gera í ár. Í tilkynningunni segir að kórónuveirufaraldurinn hafi mikil áhrif á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin líkt og aðra viðburði um heim allan. Þannig verða tilnefningar til verðlaunanna einnig tilkynntar rafrænt og þá vinnur Evrópska kvikmyndaakademían að því að halda viðburði rafrænt í tengslum við verðlaunahátíðina sjálfa. Haft er eftir Mike Downey, formanni Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, að ákvörðunin um að halda hátíðina rafrænt hafi ekki verið auðveld. Hann vonist hins vegar til þess að það verði að halda enn betri viðburð á Íslandi árið 2022 þegar heimurinn hafi vonandi sigrast á Covid-19. Undir þetta taka bæði Lilja og Dagur í tilkynningunni. „Við erum bjartsýn og spennt að vinna með Evrópsku kvikmyndaakademíunni að skipulagningu verðlaunahátíðarinnar árið 2022 og vonumst til að sjá ykkur öll í Reykjavík eftir tvö ár,“ segir Lilja. „Þetta er eina skynsamlega ákvörðunin sem hægt er að taka á þessum tímapunkti. Að tveimur árum liðnum höfum við vonandi sigrast á veirunni og það verður bara meira spennandi að halda þennan frábæra viðburð í Hörpu, okkar fallegu tónlistar- og ráðstefnuhöll,” segir Dagur. Bíó og sjónvarp Reykjavík Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Menning Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2020 sem halda átti í Reykjavík í desember verður haldin rafrænt og án áhorfenda í Berlín þann 12. desember næstkomandi. Í staðinn verða Evrópsku kvikmyndaverðlaunin veitt í Reykjavík í desember árið 2022. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Evrópsku kvikmyndaakademíunni en ákvörðunin er tekin í ljósi kórónuveirufaraldursins. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé tekin í fullu og góðu samráði við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, og Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Venju samkvæmt mun hátíðin fara fram í Berlín á næsta ári þar sem hún er haldin annað hvert ár og hitt árið er hún svo haldin í einhverri evrópskri borg, líkt og átti að gera í ár. Í tilkynningunni segir að kórónuveirufaraldurinn hafi mikil áhrif á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin líkt og aðra viðburði um heim allan. Þannig verða tilnefningar til verðlaunanna einnig tilkynntar rafrænt og þá vinnur Evrópska kvikmyndaakademían að því að halda viðburði rafrænt í tengslum við verðlaunahátíðina sjálfa. Haft er eftir Mike Downey, formanni Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, að ákvörðunin um að halda hátíðina rafrænt hafi ekki verið auðveld. Hann vonist hins vegar til þess að það verði að halda enn betri viðburð á Íslandi árið 2022 þegar heimurinn hafi vonandi sigrast á Covid-19. Undir þetta taka bæði Lilja og Dagur í tilkynningunni. „Við erum bjartsýn og spennt að vinna með Evrópsku kvikmyndaakademíunni að skipulagningu verðlaunahátíðarinnar árið 2022 og vonumst til að sjá ykkur öll í Reykjavík eftir tvö ár,“ segir Lilja. „Þetta er eina skynsamlega ákvörðunin sem hægt er að taka á þessum tímapunkti. Að tveimur árum liðnum höfum við vonandi sigrast á veirunni og það verður bara meira spennandi að halda þennan frábæra viðburð í Hörpu, okkar fallegu tónlistar- og ráðstefnuhöll,” segir Dagur.
Bíó og sjónvarp Reykjavík Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Menning Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira