Borgarlínan er samfélagslega arðbær Lilja Guðríður Karlsdóttir skrifar 13. október 2020 07:00 Sameiginlegir sjóðir skattgreiðenda eru takmörkuð auðlind og því mikilvægt fyrir stjórnvöld að forgangsraða verkefnum. Í efnahagslegri greiningu OECD á Íslandi árið 2019 var ein helsta ráðleggingin til að bæta opinberar fjárfestingar sú að framkvæma ítarlega félagshagfræðilega greiningu (arðsemismat) áður en ráðist er í stór innviðaverkefni. Nú er slíkri greiningu á fyrsta áfanga Borgarlínunnar lokið en samkvæmt henni mun verkefnið skila samfélagslegum ábata sem nemur 26 milljörðum króna umfram kostnað. Innri arðsemi er metin rétt tæp 7% að raunvirði. Hvað er félagshagfræðileg greining? Félagshagfræðileg greining (en. Socioeconomic analysis) metur kostnað og ábata verkefnis og lýsir þeim áhrifum sem ólíkir aðilar eða þættir verða fyrir, t.d. notendur, yfirvöld, helstu ferðamátar og umhverfið. Þannig næst heildrænt og samanburðarhæft mat á arðsemi verkefnis sem skoðað er: Ef ábatinn er meiri en kostnaðurinn þá er almennt talið fýsilegt að framkvæma verkefnið. Þeir þættir sem metnir voru í félagshagfræðilegri greiningu á Borgarlínunni voru stofnkostnaður, rekstrarkostnaður, tekjur, ferðatímasparnaður, ferðakostnaður, slysakostnaður, CO2 útblástur, mengun og hávaði. Greiningin var unnin af verkfræðistofunni Mannviti og dönsku ráðgjafastofunni COWI samkvæmt leiðbeiningum Evrópusambandsins en reiknilíkanið sem notast var við er þróað af danska samgönguráðuneytinu. 26 milljarða samfélagslegur ábati Helstu niðurstöður félagshagfræðilegu greiningarinnar á fyrsta áfanga Borgarlínu er að verkefnið er samfélagslega arðbært: Samfélagslegur ábati verkefnisins er metinn tæpir 26 milljarðar króna að núvirði umfram stofn- og rekstrarkostnað á því 30 ára tímabili sem greiningin nær yfir. Innri arðsemi verkefnisins er metin rétt tæp 7%. Þar sem verkefnið er ennþá á frumdragastigi, og því enn töluverð óvissa í forsendum, var næmnigreining unnin á þónokkrum þáttum í þeim tilgangi að skoða hvaða áhrif það hefur á niðurstöður félagshagfræðilegu greiningarinnar ef tilteknar forsendur breytast eftir því sem verkefninu vindur fram, t.d. ef rekstrarkostnaður myndi hækka um helming, ef stofnkostnaður myndi hækka um fjórðung eða ef árleg umferðaraukning á höfuðborgarsvæðinu yrði meiri eða minni en gert var ráð fyrir. Niðurstöður næmnigreiningarinnar voru skýrar og sýndu að verkefnið hélst samfélagslega arðsamt þrátt fyrir breytingar á öllum þáttum næmnigreiningarinnar. Jákvæðar niðurstöður fyrir samfélag og umhverfi Félagshagfræðilega greiningin gefur sterklega til kynna að Borgarlínan muni reynast jákvæð fyrir bæði samfélagið og umhverfið sem er mikið ánægjuefni. Stefnt er að því að framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjast á þarnæsta ári og ég hvet alla áhugasama um að kynna sér verkefnið nánar á www.borgarlinan.is en þar er meðal annars að finna félagshagfræðilegu greininguna í heild sinni ásamt öðru ítarefni. Höfundur er samgönguverkfræðingur á Verkefnastofu Borgarlínunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Sameiginlegir sjóðir skattgreiðenda eru takmörkuð auðlind og því mikilvægt fyrir stjórnvöld að forgangsraða verkefnum. Í efnahagslegri greiningu OECD á Íslandi árið 2019 var ein helsta ráðleggingin til að bæta opinberar fjárfestingar sú að framkvæma ítarlega félagshagfræðilega greiningu (arðsemismat) áður en ráðist er í stór innviðaverkefni. Nú er slíkri greiningu á fyrsta áfanga Borgarlínunnar lokið en samkvæmt henni mun verkefnið skila samfélagslegum ábata sem nemur 26 milljörðum króna umfram kostnað. Innri arðsemi er metin rétt tæp 7% að raunvirði. Hvað er félagshagfræðileg greining? Félagshagfræðileg greining (en. Socioeconomic analysis) metur kostnað og ábata verkefnis og lýsir þeim áhrifum sem ólíkir aðilar eða þættir verða fyrir, t.d. notendur, yfirvöld, helstu ferðamátar og umhverfið. Þannig næst heildrænt og samanburðarhæft mat á arðsemi verkefnis sem skoðað er: Ef ábatinn er meiri en kostnaðurinn þá er almennt talið fýsilegt að framkvæma verkefnið. Þeir þættir sem metnir voru í félagshagfræðilegri greiningu á Borgarlínunni voru stofnkostnaður, rekstrarkostnaður, tekjur, ferðatímasparnaður, ferðakostnaður, slysakostnaður, CO2 útblástur, mengun og hávaði. Greiningin var unnin af verkfræðistofunni Mannviti og dönsku ráðgjafastofunni COWI samkvæmt leiðbeiningum Evrópusambandsins en reiknilíkanið sem notast var við er þróað af danska samgönguráðuneytinu. 26 milljarða samfélagslegur ábati Helstu niðurstöður félagshagfræðilegu greiningarinnar á fyrsta áfanga Borgarlínu er að verkefnið er samfélagslega arðbært: Samfélagslegur ábati verkefnisins er metinn tæpir 26 milljarðar króna að núvirði umfram stofn- og rekstrarkostnað á því 30 ára tímabili sem greiningin nær yfir. Innri arðsemi verkefnisins er metin rétt tæp 7%. Þar sem verkefnið er ennþá á frumdragastigi, og því enn töluverð óvissa í forsendum, var næmnigreining unnin á þónokkrum þáttum í þeim tilgangi að skoða hvaða áhrif það hefur á niðurstöður félagshagfræðilegu greiningarinnar ef tilteknar forsendur breytast eftir því sem verkefninu vindur fram, t.d. ef rekstrarkostnaður myndi hækka um helming, ef stofnkostnaður myndi hækka um fjórðung eða ef árleg umferðaraukning á höfuðborgarsvæðinu yrði meiri eða minni en gert var ráð fyrir. Niðurstöður næmnigreiningarinnar voru skýrar og sýndu að verkefnið hélst samfélagslega arðsamt þrátt fyrir breytingar á öllum þáttum næmnigreiningarinnar. Jákvæðar niðurstöður fyrir samfélag og umhverfi Félagshagfræðilega greiningin gefur sterklega til kynna að Borgarlínan muni reynast jákvæð fyrir bæði samfélagið og umhverfið sem er mikið ánægjuefni. Stefnt er að því að framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjast á þarnæsta ári og ég hvet alla áhugasama um að kynna sér verkefnið nánar á www.borgarlinan.is en þar er meðal annars að finna félagshagfræðilegu greininguna í heild sinni ásamt öðru ítarefni. Höfundur er samgönguverkfræðingur á Verkefnastofu Borgarlínunnar.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun