Fátækum neitað um réttlæti Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 12. október 2020 09:00 „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti.“ Þetta sagði Alþingiskonan Katrín Jakobsdóttir í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra 13. september 2017, skömmu fyrir síðustu þingkosningar. „Núverandi áætlanir þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr gera ráð fyrir því að öryrkjar og aldraðir eigi að halda áfram að hokra og búa við skammarleg kjör,“ hélt þingkonan áfram. Tíu vikum síðar varð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Ríkisstjórnin tók við mjög góðu búi – staða ríkissjóðs var sterk, skuldir lágar og hagvöxtur mikill. Það var því ekki að ástæðulausu að öryrkjar bundu miklar vonir við hinn nýja forsætisráðherra. Var biðin eftir réttlæti loks á enda? Myndi félagshyggjukonan Katrín Jakobsdóttir standa við stóru orðin? Svikin loforð Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur olli öryrkjum gríðarlegum vonbrigðum. Meðan ríkissjóður var rekinn með 48 milljarða króna afgangi sáust í frumvarpinu engin merki um efndir á fögrum fyrirheitum þingkonunnar Katrínar Jakobsdóttur um réttlæti fyrir fátækt fólk. Í stað þess að nýta hina sterku stöðu ríkissjóðs í þágu réttlætis fyrir fátækt fólk lagði Katrín fram nákvæmlega sömu áætlun og hún gagnrýndi réttilega fyrr um haustið. Enn mátti fátækt fólk bíða eftir réttlæti. Síðan þá hefur bilið milli örorkulífeyris og lágmarkslauna haldið áfram að breikka. Í síðustu viku lagði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fram sitt fjórða og síðasta fjárlagafrumvarp á kjörtímabilinu. Verði það samþykkt óbreytt verður óskertur lífeyrir almannatrygginga orðinn 86 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun á næsta ári. Ráðstöfunartekjur öryrkja verða 233 þúsund krónur á mánuði. Katrín hefur fjórum sinnum fengið tækifæri til að binda enda á bið öryrkja eftir réttlæti. Fjórum sinnum hefur hún valið að gera það ekki. Viðbrögð öryrkja við fjárlagafrumvarpinu eru sár vonbrigði – fjórða árið í röð. Stjórn Þroskahjálpar segir að „verði frumvarpið og áætlunin samþykkt óbreytt af Alþingi þýðir það að örorkulífeyrisþegar dragast enn meira aftur úr hvað lífskjör varðar og eru dæmdir til áframhaldandi fátæktar.“Öryrkjabandalagið lýsir sömuleiðis yfir „gríðarlegum vonbrigðum með að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætli öryrkjum áfram að treysta á matargjafir til að lifa af.“ Sorgleg arfleifð „Þegar þetta fátæka fólk er beðið um að bíða eftir réttlætinu er verið að neita því um réttlæti,“ sagði þingkonan Katrín Jakobsdóttir í fyrrnefndri ræðu á Alþingi 13. september 2017. Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti.“ Þetta sagði Alþingiskonan Katrín Jakobsdóttir í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra 13. september 2017, skömmu fyrir síðustu þingkosningar. „Núverandi áætlanir þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr gera ráð fyrir því að öryrkjar og aldraðir eigi að halda áfram að hokra og búa við skammarleg kjör,“ hélt þingkonan áfram. Tíu vikum síðar varð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Ríkisstjórnin tók við mjög góðu búi – staða ríkissjóðs var sterk, skuldir lágar og hagvöxtur mikill. Það var því ekki að ástæðulausu að öryrkjar bundu miklar vonir við hinn nýja forsætisráðherra. Var biðin eftir réttlæti loks á enda? Myndi félagshyggjukonan Katrín Jakobsdóttir standa við stóru orðin? Svikin loforð Fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur olli öryrkjum gríðarlegum vonbrigðum. Meðan ríkissjóður var rekinn með 48 milljarða króna afgangi sáust í frumvarpinu engin merki um efndir á fögrum fyrirheitum þingkonunnar Katrínar Jakobsdóttur um réttlæti fyrir fátækt fólk. Í stað þess að nýta hina sterku stöðu ríkissjóðs í þágu réttlætis fyrir fátækt fólk lagði Katrín fram nákvæmlega sömu áætlun og hún gagnrýndi réttilega fyrr um haustið. Enn mátti fátækt fólk bíða eftir réttlæti. Síðan þá hefur bilið milli örorkulífeyris og lágmarkslauna haldið áfram að breikka. Í síðustu viku lagði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fram sitt fjórða og síðasta fjárlagafrumvarp á kjörtímabilinu. Verði það samþykkt óbreytt verður óskertur lífeyrir almannatrygginga orðinn 86 þúsund krónum lægri en lágmarkslaun á næsta ári. Ráðstöfunartekjur öryrkja verða 233 þúsund krónur á mánuði. Katrín hefur fjórum sinnum fengið tækifæri til að binda enda á bið öryrkja eftir réttlæti. Fjórum sinnum hefur hún valið að gera það ekki. Viðbrögð öryrkja við fjárlagafrumvarpinu eru sár vonbrigði – fjórða árið í röð. Stjórn Þroskahjálpar segir að „verði frumvarpið og áætlunin samþykkt óbreytt af Alþingi þýðir það að örorkulífeyrisþegar dragast enn meira aftur úr hvað lífskjör varðar og eru dæmdir til áframhaldandi fátæktar.“Öryrkjabandalagið lýsir sömuleiðis yfir „gríðarlegum vonbrigðum með að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ætli öryrkjum áfram að treysta á matargjafir til að lifa af.“ Sorgleg arfleifð „Þegar þetta fátæka fólk er beðið um að bíða eftir réttlætinu er verið að neita því um réttlæti,“ sagði þingkonan Katrín Jakobsdóttir í fyrrnefndri ræðu á Alþingi 13. september 2017. Sorgleg er sú arfleifð forsætisráðherrans Katrínar Jakobsdóttur að hafa neitað þessu fátæku fólki um réttlæti í heilt kjörtímabil í viðbót. Höfundur er jafnaðarmaður.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun