Nadal ekki enn tapað úrslitum á leir | Jafnar met Federer | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 16:30 Nadal fagnar sigrinum. Shaun Botterill/Getty Images Spánverjinn Rafael Nadal jafnaði met Roger Federer í dag er hann vann sinn 20. risatitil í einliðaleik karla í tennis. Nadal, eða Konungur leirsins eins og hann er kallaður, lagði Serbann Novak Djokovic í úrslitum Opna franska meistaramótsins í dag. Nadal er í öðru sæti heimslistans á meðan Djokovic trónir á toppnum. Það sást þó ekki á spilamennskunni í dag en Nadal lék nær fullkominn leik frá upphafi til enda. Hann vann öll þrjú sett dagsins, 6-0, 6-2 og 7-5, og tryggði sér þar með sinn 13. sigur á Roland Garros-vellinum í París. How it started: How it's going: @RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/6zfBuKADun— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 Hinn 34 ára gamli Nadal hefur alls komist 13. sinnum í úrslit á Opna franska meistaramótinu og haft betur öll 13 skiptin. Þar varð engin breyting á í dag en ýmsir sérfræðingar töldu að Djokovic myndi enda einokun Nadal á Roland-Garros. Var þetta fyrsta tap hins 33 ára gamla Djokovic á árinu. Hann var dæmdur úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í september svo tæknilega séð tapaði hann ekki þeim leik. Is it possible for tennis to be too much fun? @RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/wW01bNE5VS— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 Eins og áður sagði þá var Nadal að jafna met Federer er varðar heildarfjölda titla í einliðaleik. Báðir eiga nú 20 risatitla en Djokovic er í þriðja sæti með 18 slíka. „Sigur hér skiptir mig öllu máli. Ég hugsaði ekki um 20. titilinn eða að jafna Roger, fyrir me´r snýst þetta bara um að vinna á Roland Garros,“ sagði Nadal eftir leik sem varð einnig fyrstur í sögunni til að vinna 100 einliðaleiki á hinum fornfræga velli. The King's Speech"For me winning here another time is I even cannot say a dream. It's something that's out of my better thoughts."@RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/OA9P0OvfkQ— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 „Mikilvægustu augnablik ferilsins hafa öll komið á þessum velli. Að spila hér er allur sá innblástur sem ég þarf og ástarsaga mín við borgina og völlinn er ógleymanleg,“ sagði hinn magnaði Nadal að lokum. Tennis Spánn Frakkland Tengdar fréttir Skráði sig í sögubækurnar með sigri á Opna franska | Myndband Hin pólska Iga Świątek skráði sig í sögubækurnar er hún varð fyrst allra Pólverja til að vinna risamót í tennis. 10. október 2020 16:10 Tveir bestu mætast í úrslitum | Myndband Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. 9. október 2020 22:31 Nadal í úrslit á Opna franska enn og aftur | Myndband Rafael Nadal er kominn í úrslit Opna franska meistaramótsins í tennis í 13. skipti á ferlinum. Hann lagði Diego Schwartzmann í undanúrslitum fyrr í dag. 9. október 2020 18:00 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Spánverjinn Rafael Nadal jafnaði met Roger Federer í dag er hann vann sinn 20. risatitil í einliðaleik karla í tennis. Nadal, eða Konungur leirsins eins og hann er kallaður, lagði Serbann Novak Djokovic í úrslitum Opna franska meistaramótsins í dag. Nadal er í öðru sæti heimslistans á meðan Djokovic trónir á toppnum. Það sást þó ekki á spilamennskunni í dag en Nadal lék nær fullkominn leik frá upphafi til enda. Hann vann öll þrjú sett dagsins, 6-0, 6-2 og 7-5, og tryggði sér þar með sinn 13. sigur á Roland Garros-vellinum í París. How it started: How it's going: @RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/6zfBuKADun— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 Hinn 34 ára gamli Nadal hefur alls komist 13. sinnum í úrslit á Opna franska meistaramótinu og haft betur öll 13 skiptin. Þar varð engin breyting á í dag en ýmsir sérfræðingar töldu að Djokovic myndi enda einokun Nadal á Roland-Garros. Var þetta fyrsta tap hins 33 ára gamla Djokovic á árinu. Hann var dæmdur úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í september svo tæknilega séð tapaði hann ekki þeim leik. Is it possible for tennis to be too much fun? @RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/wW01bNE5VS— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 Eins og áður sagði þá var Nadal að jafna met Federer er varðar heildarfjölda titla í einliðaleik. Báðir eiga nú 20 risatitla en Djokovic er í þriðja sæti með 18 slíka. „Sigur hér skiptir mig öllu máli. Ég hugsaði ekki um 20. titilinn eða að jafna Roger, fyrir me´r snýst þetta bara um að vinna á Roland Garros,“ sagði Nadal eftir leik sem varð einnig fyrstur í sögunni til að vinna 100 einliðaleiki á hinum fornfræga velli. The King's Speech"For me winning here another time is I even cannot say a dream. It's something that's out of my better thoughts."@RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/OA9P0OvfkQ— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 „Mikilvægustu augnablik ferilsins hafa öll komið á þessum velli. Að spila hér er allur sá innblástur sem ég þarf og ástarsaga mín við borgina og völlinn er ógleymanleg,“ sagði hinn magnaði Nadal að lokum.
Tennis Spánn Frakkland Tengdar fréttir Skráði sig í sögubækurnar með sigri á Opna franska | Myndband Hin pólska Iga Świątek skráði sig í sögubækurnar er hún varð fyrst allra Pólverja til að vinna risamót í tennis. 10. október 2020 16:10 Tveir bestu mætast í úrslitum | Myndband Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. 9. október 2020 22:31 Nadal í úrslit á Opna franska enn og aftur | Myndband Rafael Nadal er kominn í úrslit Opna franska meistaramótsins í tennis í 13. skipti á ferlinum. Hann lagði Diego Schwartzmann í undanúrslitum fyrr í dag. 9. október 2020 18:00 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Skráði sig í sögubækurnar með sigri á Opna franska | Myndband Hin pólska Iga Świątek skráði sig í sögubækurnar er hún varð fyrst allra Pólverja til að vinna risamót í tennis. 10. október 2020 16:10
Tveir bestu mætast í úrslitum | Myndband Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. 9. október 2020 22:31
Nadal í úrslit á Opna franska enn og aftur | Myndband Rafael Nadal er kominn í úrslit Opna franska meistaramótsins í tennis í 13. skipti á ferlinum. Hann lagði Diego Schwartzmann í undanúrslitum fyrr í dag. 9. október 2020 18:00