26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 12:34 Golfklúbburinn Leynir á Akranesi hefur lokað fyrir skráningar annarra en félagsmeðlima klúbbsins. Golfklúbburinn Leynir/Facebook 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokað frá og með föstudeginum síðastliðnum og verða þeir lokaðir til 19. október vegna sóttvarnaráðstafana og hafa kylfingar jafnframt verið beðnir af GSÍ að leita ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið til að svala golfþorstanum. Tilmæli hafa einnig verið gefi út þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. „Tilmæli sem fólk er því miður ekki að virða“ Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir í samtali við fréttastofu að töluverður fjöldi kylfinga frá höfuðborginni hafi hætt við að koma upp á Akranes í gær til þess að spila golf. Hann segir mikilvægt að íbúar höfuðborgarsvæðisins fari eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda. „Sóttvarnayfirvöld beina þessum tilmælum til íbúa á höfuðborgarsvæðinu og það er mikilvægt að hver og einn sinni einstaklingsbundnum smitvörnum. Þetta eru tilmæli sem fólk er því miður ekki að virða,“ segir Sævar Freyr. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Vísir/Egill Þá hefur ákvörðun verið tekin af Golfklúbbnum Leyni að loka fyrir skráningu annarra en meðlima golfklúbbsins til að spila á vellinum. Formaður klúbbsins segir það þó árstíðarbundið, þó það komi í kjölfar þessa atburðar. „Það er það sem gerist á hverju hausti af því að þá þurfum við ekki að manna afgreiðsluna lengur. Þegar það eru bara félagsmenn að spila þarf ekki að innheimta vallargjöld. Þannig að það er bara bundið þessum árstíma þó það hitti þannig á að þetta komi í kjölfar þessa atburðar,“ segir O. Pétur Ottesen, formaður Golfklúbbsins Leynis. Tugir Reykvíkinga skráðir í Golfklúbbinn Leyni Hann segir þá ákvörðun þó ekki koma í veg fyrir að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu geti farið að spila á golfvellinum á Akranesi. Fjöldi kylfinga frá höfuðborgarsvæðinu séu skráðir í klúbbinn. „Það eru tugir Reykvíkinga í golfklúbbnum á Akranesi þannig að það eitt og sér myndi ekki útiloka að fólk kæmi frá Reykjavík á Akranes til að spila. Þannig að það er ekki hægt að hafa þessa umræðu alveg svarta og hvíta.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir baðst í gær afsökunar á því að hafa farið í golf í gær á golfvellinum í Hveragerði þrátt fyrir tilmæli sóttvarnalæknis. Hún sagði það óafsakanlegt af hennar hálfu að hafa farið í golf í Hveragerði í ljósi þeirra tilmæla að íbúar höfuðborgarsvæðisins fari ekki í golf utan höfuðborgarsvæðisins. Kylfingar fóru eftir sóttvarnareglum á vellinum Sævar Freyr segir atburði gærdagsins hljóta að brýna fyrir fólki að framfylgja sóttvarnatilmælum. „Ég held að þetta brýni bara fyrir okkur öllum að fylgja tilmælum og það á ekki að þurfa að grípa til úrræða þar sem eru lokanir til að þjónustu sé ekki haldið út. Fólk á að fylgja tilmælunum og sýna ábyrgð það er það sem ég hvet alla til að sýna,“ segir Sævar Freyr. Undir þetta tekur Pétur. Hann líti það alltaf alvarlegum augum þegar fólk fari ekki eftir þeim tilmælum sem gefin hafi verið út. Hann hafi þó sjálfur verið á golfvellinum á Akranesi í gær og hafi orðið þess áskynja að allir kylfingar sem þar voru staddir hafi farið eftir sóttvarnareglum. „Ég gat ekki betur séð en þeir kylfingar sem þar voru væru að uppfylla allar þær ströngustu kröfur sem settar eru í þessum undarlegu aðstæðum sem við erum í. Í ljósi þess sem ég varð áskynja þar hef ég ekki áhyggjur af þessu, allavega ekki þarna í gær,“ segir Pétur. Þá segir hann að allur sameiginlegur búnaður hafi verið tekinn úr notkun. Flaggstangir, hrífur, snyrtingu hafi verið lokað, aðeins sé hægt að greiða með snertilausum lausnum og svo framvegis. Hann brýnir þó fyrir fólki að fara varlega. „Að sjálfsögðu eiga allir að fara varlega alls staðar, það á ekki bara við um golfvelli,“ segir hann. „Ég vona bara að fólk haldi í skynsemina og taki þennan vágest af þeim alvarleika sem honum ber. Og af því sem ég varð áskynja uppi á golfvelli í gær voru allir að því.“ Akranes Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53 Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36 Fundað um hvort leika ætti golf Framkvæmdastjórn Golfsambands Íslands fundar nú fyrir hádegi með Víði Reynisson yfirlögregluþjóni og Guðrúnu Aspelund, yfirlækni á sóttvarnasviði, um stöðu golfíþróttarinnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2020 09:53 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokað frá og með föstudeginum síðastliðnum og verða þeir lokaðir til 19. október vegna sóttvarnaráðstafana og hafa kylfingar jafnframt verið beðnir af GSÍ að leita ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið til að svala golfþorstanum. Tilmæli hafa einnig verið gefi út þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. „Tilmæli sem fólk er því miður ekki að virða“ Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir í samtali við fréttastofu að töluverður fjöldi kylfinga frá höfuðborginni hafi hætt við að koma upp á Akranes í gær til þess að spila golf. Hann segir mikilvægt að íbúar höfuðborgarsvæðisins fari eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda. „Sóttvarnayfirvöld beina þessum tilmælum til íbúa á höfuðborgarsvæðinu og það er mikilvægt að hver og einn sinni einstaklingsbundnum smitvörnum. Þetta eru tilmæli sem fólk er því miður ekki að virða,“ segir Sævar Freyr. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness.Vísir/Egill Þá hefur ákvörðun verið tekin af Golfklúbbnum Leyni að loka fyrir skráningu annarra en meðlima golfklúbbsins til að spila á vellinum. Formaður klúbbsins segir það þó árstíðarbundið, þó það komi í kjölfar þessa atburðar. „Það er það sem gerist á hverju hausti af því að þá þurfum við ekki að manna afgreiðsluna lengur. Þegar það eru bara félagsmenn að spila þarf ekki að innheimta vallargjöld. Þannig að það er bara bundið þessum árstíma þó það hitti þannig á að þetta komi í kjölfar þessa atburðar,“ segir O. Pétur Ottesen, formaður Golfklúbbsins Leynis. Tugir Reykvíkinga skráðir í Golfklúbbinn Leyni Hann segir þá ákvörðun þó ekki koma í veg fyrir að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu geti farið að spila á golfvellinum á Akranesi. Fjöldi kylfinga frá höfuðborgarsvæðinu séu skráðir í klúbbinn. „Það eru tugir Reykvíkinga í golfklúbbnum á Akranesi þannig að það eitt og sér myndi ekki útiloka að fólk kæmi frá Reykjavík á Akranes til að spila. Þannig að það er ekki hægt að hafa þessa umræðu alveg svarta og hvíta.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir baðst í gær afsökunar á því að hafa farið í golf í gær á golfvellinum í Hveragerði þrátt fyrir tilmæli sóttvarnalæknis. Hún sagði það óafsakanlegt af hennar hálfu að hafa farið í golf í Hveragerði í ljósi þeirra tilmæla að íbúar höfuðborgarsvæðisins fari ekki í golf utan höfuðborgarsvæðisins. Kylfingar fóru eftir sóttvarnareglum á vellinum Sævar Freyr segir atburði gærdagsins hljóta að brýna fyrir fólki að framfylgja sóttvarnatilmælum. „Ég held að þetta brýni bara fyrir okkur öllum að fylgja tilmælum og það á ekki að þurfa að grípa til úrræða þar sem eru lokanir til að þjónustu sé ekki haldið út. Fólk á að fylgja tilmælunum og sýna ábyrgð það er það sem ég hvet alla til að sýna,“ segir Sævar Freyr. Undir þetta tekur Pétur. Hann líti það alltaf alvarlegum augum þegar fólk fari ekki eftir þeim tilmælum sem gefin hafi verið út. Hann hafi þó sjálfur verið á golfvellinum á Akranesi í gær og hafi orðið þess áskynja að allir kylfingar sem þar voru staddir hafi farið eftir sóttvarnareglum. „Ég gat ekki betur séð en þeir kylfingar sem þar voru væru að uppfylla allar þær ströngustu kröfur sem settar eru í þessum undarlegu aðstæðum sem við erum í. Í ljósi þess sem ég varð áskynja þar hef ég ekki áhyggjur af þessu, allavega ekki þarna í gær,“ segir Pétur. Þá segir hann að allur sameiginlegur búnaður hafi verið tekinn úr notkun. Flaggstangir, hrífur, snyrtingu hafi verið lokað, aðeins sé hægt að greiða með snertilausum lausnum og svo framvegis. Hann brýnir þó fyrir fólki að fara varlega. „Að sjálfsögðu eiga allir að fara varlega alls staðar, það á ekki bara við um golfvelli,“ segir hann. „Ég vona bara að fólk haldi í skynsemina og taki þennan vágest af þeim alvarleika sem honum ber. Og af því sem ég varð áskynja uppi á golfvelli í gær voru allir að því.“
Akranes Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53 Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36 Fundað um hvort leika ætti golf Framkvæmdastjórn Golfsambands Íslands fundar nú fyrir hádegi með Víði Reynisson yfirlögregluþjóni og Guðrúnu Aspelund, yfirlækni á sóttvarnasviði, um stöðu golfíþróttarinnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2020 09:53 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53
Golfvöllum lokað og kylfingar minntir á að leita ekki annað Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu loka í dag og verða að óbreyttu lokaðir til og með 19. október, samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. 9. október 2020 12:36
Fundað um hvort leika ætti golf Framkvæmdastjórn Golfsambands Íslands fundar nú fyrir hádegi með Víði Reynisson yfirlögregluþjóni og Guðrúnu Aspelund, yfirlækni á sóttvarnasviði, um stöðu golfíþróttarinnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2020 09:53
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels