Telur að niðurgreidd hitaveita geti hjálpað í baráttunni við veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2020 09:15 Björn Birnir er prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla. Björn Birnir, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, telur að íslensk stjórnvöld gætu hjálpað Íslendingum í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn með því að niðurgreiða hitaveitu. Þannig gætu Íslendingar haft glugga húsa sinna opna í vetur, til þess að tryggja loftgæði innandyra og draga þannig úr líkum á því að smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í skoðanapistli eftir Björn, sem birtist á Vísi fyrr í dag. Í pistlinum vísar Björn í umfjöllun CNN um hvernig Covid-19 tók að breiðast út um norðurhluta miðríkja Bandaríkjanna í upphafi september og bendir á að þetta sé sá hluti landsins sem kólnar fyrst með vetrinum. Íbúar svæðisins séu því þeir fyrstu á hverju ári sem taka að kynda hús sín. „Þetta er athyglisvert vegna þess að síðastliðið sumar hafði svipuð bylgja gengið yfir suður- og suðvesturhluta landsins þar sem sumarhitarnir verða mestir og loftkælingu er nýtt af krafti inni í húsum. Það virðist vera í báðum tilfellum að fólk hafi eytt meiri tíma innandyra og hitunin og loftkælingin hafi haft neikvæð áhrif á loftgæðin,“ skrifar Björn. Hann bendir þá á að í ljós hafi komið að í lokuðum rýmum geti úði eða agnir sem innihalda kórónuveiruna safnast saman og þést þegar loftræsting er ekki góð. Hann bendir þá á að íbúar norðausturríkja Bandaríkjanna, sem náðu í sumar góðum árangri í að hefta útbreiðslu veirunnar, byrjaðir að kynda hús sín. Samhliða því megi sjá að sýkingaralda á í norðaustri sé í kortunum. Segir hættuna aukast þegar fólk heldur sig inni „Íslendingar eru svo heppnir að hita hús sín með heitu vatni sem er ekki af skornum skammti. Þeir get því opnað glugga til þess að gæta þess að loftræstingin sé nógu góð og skrúfað frá ofnunum til þess að nógu heitt sé í húsunum. Þeir geta semsagt notað hitaveituna gegn Covid-19.“ Þá bendir Björn á að íslenska ríkið gæti séð tækifæri í því að niðurgreiða hitaveitugjöld í eitt ár, þar sem líkur séu að sú sýkingaraukning sem nú sést hér á landi sé að einhverju leyti rekjanleg til þess að fólk heldur sig í meira mæli inni við og kyndir meira, nú þegar tekið er að kólna í lofti. Björn segir því að gott ráð sé að „setja ofnana á fullt, opna glugga og gæta þess að enginn brenni sig á heitum ofnunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00 Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Björn Birnir, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, telur að íslensk stjórnvöld gætu hjálpað Íslendingum í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn með því að niðurgreiða hitaveitu. Þannig gætu Íslendingar haft glugga húsa sinna opna í vetur, til þess að tryggja loftgæði innandyra og draga þannig úr líkum á því að smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í skoðanapistli eftir Björn, sem birtist á Vísi fyrr í dag. Í pistlinum vísar Björn í umfjöllun CNN um hvernig Covid-19 tók að breiðast út um norðurhluta miðríkja Bandaríkjanna í upphafi september og bendir á að þetta sé sá hluti landsins sem kólnar fyrst með vetrinum. Íbúar svæðisins séu því þeir fyrstu á hverju ári sem taka að kynda hús sín. „Þetta er athyglisvert vegna þess að síðastliðið sumar hafði svipuð bylgja gengið yfir suður- og suðvesturhluta landsins þar sem sumarhitarnir verða mestir og loftkælingu er nýtt af krafti inni í húsum. Það virðist vera í báðum tilfellum að fólk hafi eytt meiri tíma innandyra og hitunin og loftkælingin hafi haft neikvæð áhrif á loftgæðin,“ skrifar Björn. Hann bendir þá á að í ljós hafi komið að í lokuðum rýmum geti úði eða agnir sem innihalda kórónuveiruna safnast saman og þést þegar loftræsting er ekki góð. Hann bendir þá á að íbúar norðausturríkja Bandaríkjanna, sem náðu í sumar góðum árangri í að hefta útbreiðslu veirunnar, byrjaðir að kynda hús sín. Samhliða því megi sjá að sýkingaralda á í norðaustri sé í kortunum. Segir hættuna aukast þegar fólk heldur sig inni „Íslendingar eru svo heppnir að hita hús sín með heitu vatni sem er ekki af skornum skammti. Þeir get því opnað glugga til þess að gæta þess að loftræstingin sé nógu góð og skrúfað frá ofnunum til þess að nógu heitt sé í húsunum. Þeir geta semsagt notað hitaveituna gegn Covid-19.“ Þá bendir Björn á að íslenska ríkið gæti séð tækifæri í því að niðurgreiða hitaveitugjöld í eitt ár, þar sem líkur séu að sú sýkingaraukning sem nú sést hér á landi sé að einhverju leyti rekjanleg til þess að fólk heldur sig í meira mæli inni við og kyndir meira, nú þegar tekið er að kólna í lofti. Björn segir því að gott ráð sé að „setja ofnana á fullt, opna glugga og gæta þess að enginn brenni sig á heitum ofnunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00 Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00
Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54