Guðmundur á Núpum fær tvö ár á skilorði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2020 23:36 Plaza-byggingin í New York þar sem félag Guðmundur átti stóra hluti í tveimur íbúðum. Getty Guðmundur A. Birgisson, oft kenndur við Núpa í Ölfusi, hefur verið dæmdur í tveggja ára skilðsbundið fangelsi fyrir skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. Guðmundur var ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa haldið eftir eignum að verðmæti að minnsta kosti tæpra 293 milljóna króna, þar á meðal fasteignum á Spáni og Bandaríkjunum og málverki sem var metið á milljónir króna. Guðmundur játaði sök þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í síðasta mánuði. Sem umsvifamikill kaupsýslumaður sem var meðal annars skattakóngur á Suðurlandi á sínum tíma viðaði Guðmundur að sér ýmsum eignum. Eftir að hann var úrskurðaður gjaldþrota í desember árið 2013 var honum gefið að sök að hafa dulið og haldið frá skiptastjóra þrotabúsins ýmsum eignum. Guðmundur hafi ýmist vanrækt að upplýsa um eignirnar, veitt rangar eða villandi upplýsingar um eignarhald þeirra eða ráðstafað þeim, að því er sagði í ákæru héraðssaksóknara. Guðmundur játaði sem fyrr segir brotin en í dómi héraðsdóms kemur fram að um fasteignir í Alicante á Spáni og í Flórída og New York í Bandaríkjunum, hafi verið að ræða auk málverks eftir listamanninn Corneille, metið á tæpar þrjár milljónir króna, og eignar í fjárfestingasjóði í Bandaríkjunum. Á meðal eignanna voru hlutir í tveimur íbúðum í svonefndri Plaza-byggingu á Manhattan-eyju í New York. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi ekki verið hjá því litið að verulegur dráttur hafi verið á rannsókn málsins, auk þess sem að hann hafi játað brot sín. Var Guðmundur því dæmdur í tveggja ára fangelsi sem fellur niður haldi hann almennt skilorð næstu tvö árin. Dómsmál Tengdar fréttir Guðmundur á Núpum játaði skilasvik og peningaþvætti Guðmundur A. Birgisson, oft kenndur við Núpa í Ölfusi, játaði fyrir héraðsdómi skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. 30. september 2020 10:16 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Guðmundur A. Birgisson, oft kenndur við Núpa í Ölfusi, hefur verið dæmdur í tveggja ára skilðsbundið fangelsi fyrir skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. Guðmundur var ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa haldið eftir eignum að verðmæti að minnsta kosti tæpra 293 milljóna króna, þar á meðal fasteignum á Spáni og Bandaríkjunum og málverki sem var metið á milljónir króna. Guðmundur játaði sök þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í síðasta mánuði. Sem umsvifamikill kaupsýslumaður sem var meðal annars skattakóngur á Suðurlandi á sínum tíma viðaði Guðmundur að sér ýmsum eignum. Eftir að hann var úrskurðaður gjaldþrota í desember árið 2013 var honum gefið að sök að hafa dulið og haldið frá skiptastjóra þrotabúsins ýmsum eignum. Guðmundur hafi ýmist vanrækt að upplýsa um eignirnar, veitt rangar eða villandi upplýsingar um eignarhald þeirra eða ráðstafað þeim, að því er sagði í ákæru héraðssaksóknara. Guðmundur játaði sem fyrr segir brotin en í dómi héraðsdóms kemur fram að um fasteignir í Alicante á Spáni og í Flórída og New York í Bandaríkjunum, hafi verið að ræða auk málverks eftir listamanninn Corneille, metið á tæpar þrjár milljónir króna, og eignar í fjárfestingasjóði í Bandaríkjunum. Á meðal eignanna voru hlutir í tveimur íbúðum í svonefndri Plaza-byggingu á Manhattan-eyju í New York. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi ekki verið hjá því litið að verulegur dráttur hafi verið á rannsókn málsins, auk þess sem að hann hafi játað brot sín. Var Guðmundur því dæmdur í tveggja ára fangelsi sem fellur niður haldi hann almennt skilorð næstu tvö árin.
Dómsmál Tengdar fréttir Guðmundur á Núpum játaði skilasvik og peningaþvætti Guðmundur A. Birgisson, oft kenndur við Núpa í Ölfusi, játaði fyrir héraðsdómi skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. 30. september 2020 10:16 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Guðmundur á Núpum játaði skilasvik og peningaþvætti Guðmundur A. Birgisson, oft kenndur við Núpa í Ölfusi, játaði fyrir héraðsdómi skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. 30. september 2020 10:16