Guðmundur á Núpum fær tvö ár á skilorði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2020 23:36 Plaza-byggingin í New York þar sem félag Guðmundur átti stóra hluti í tveimur íbúðum. Getty Guðmundur A. Birgisson, oft kenndur við Núpa í Ölfusi, hefur verið dæmdur í tveggja ára skilðsbundið fangelsi fyrir skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. Guðmundur var ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa haldið eftir eignum að verðmæti að minnsta kosti tæpra 293 milljóna króna, þar á meðal fasteignum á Spáni og Bandaríkjunum og málverki sem var metið á milljónir króna. Guðmundur játaði sök þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í síðasta mánuði. Sem umsvifamikill kaupsýslumaður sem var meðal annars skattakóngur á Suðurlandi á sínum tíma viðaði Guðmundur að sér ýmsum eignum. Eftir að hann var úrskurðaður gjaldþrota í desember árið 2013 var honum gefið að sök að hafa dulið og haldið frá skiptastjóra þrotabúsins ýmsum eignum. Guðmundur hafi ýmist vanrækt að upplýsa um eignirnar, veitt rangar eða villandi upplýsingar um eignarhald þeirra eða ráðstafað þeim, að því er sagði í ákæru héraðssaksóknara. Guðmundur játaði sem fyrr segir brotin en í dómi héraðsdóms kemur fram að um fasteignir í Alicante á Spáni og í Flórída og New York í Bandaríkjunum, hafi verið að ræða auk málverks eftir listamanninn Corneille, metið á tæpar þrjár milljónir króna, og eignar í fjárfestingasjóði í Bandaríkjunum. Á meðal eignanna voru hlutir í tveimur íbúðum í svonefndri Plaza-byggingu á Manhattan-eyju í New York. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi ekki verið hjá því litið að verulegur dráttur hafi verið á rannsókn málsins, auk þess sem að hann hafi játað brot sín. Var Guðmundur því dæmdur í tveggja ára fangelsi sem fellur niður haldi hann almennt skilorð næstu tvö árin. Dómsmál Tengdar fréttir Guðmundur á Núpum játaði skilasvik og peningaþvætti Guðmundur A. Birgisson, oft kenndur við Núpa í Ölfusi, játaði fyrir héraðsdómi skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. 30. september 2020 10:16 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjá meira
Guðmundur A. Birgisson, oft kenndur við Núpa í Ölfusi, hefur verið dæmdur í tveggja ára skilðsbundið fangelsi fyrir skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. Guðmundur var ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa haldið eftir eignum að verðmæti að minnsta kosti tæpra 293 milljóna króna, þar á meðal fasteignum á Spáni og Bandaríkjunum og málverki sem var metið á milljónir króna. Guðmundur játaði sök þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í síðasta mánuði. Sem umsvifamikill kaupsýslumaður sem var meðal annars skattakóngur á Suðurlandi á sínum tíma viðaði Guðmundur að sér ýmsum eignum. Eftir að hann var úrskurðaður gjaldþrota í desember árið 2013 var honum gefið að sök að hafa dulið og haldið frá skiptastjóra þrotabúsins ýmsum eignum. Guðmundur hafi ýmist vanrækt að upplýsa um eignirnar, veitt rangar eða villandi upplýsingar um eignarhald þeirra eða ráðstafað þeim, að því er sagði í ákæru héraðssaksóknara. Guðmundur játaði sem fyrr segir brotin en í dómi héraðsdóms kemur fram að um fasteignir í Alicante á Spáni og í Flórída og New York í Bandaríkjunum, hafi verið að ræða auk málverks eftir listamanninn Corneille, metið á tæpar þrjár milljónir króna, og eignar í fjárfestingasjóði í Bandaríkjunum. Á meðal eignanna voru hlutir í tveimur íbúðum í svonefndri Plaza-byggingu á Manhattan-eyju í New York. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi ekki verið hjá því litið að verulegur dráttur hafi verið á rannsókn málsins, auk þess sem að hann hafi játað brot sín. Var Guðmundur því dæmdur í tveggja ára fangelsi sem fellur niður haldi hann almennt skilorð næstu tvö árin.
Dómsmál Tengdar fréttir Guðmundur á Núpum játaði skilasvik og peningaþvætti Guðmundur A. Birgisson, oft kenndur við Núpa í Ölfusi, játaði fyrir héraðsdómi skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. 30. september 2020 10:16 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjá meira
Guðmundur á Núpum játaði skilasvik og peningaþvætti Guðmundur A. Birgisson, oft kenndur við Núpa í Ölfusi, játaði fyrir héraðsdómi skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. 30. september 2020 10:16