Fær ekki bætur eftir óhapp við brauðbakstur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2020 20:15 Umræddur starfsmaður varð fyrir meiðslum við brauðbakstur Getty Tryggingafélagið TM þarf ekki að greiða starfsmanni mötuneyti hjá ótilgreindu félagi á höfuðborgarsvæðinu bætur vegna slyss sem varð þegar starfsmaðurinn var að hnoða deig í stóran brauðhleif. Starfsmaðurinn var frá vinnu í níu mánuði vegna slyssins. Héraðsdómur taldi ósannað að um slys samkvæmt skilmálum tryggingafélagsins hafi verið að ræða. Atvikum er lýst svo í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að starfsmaðurinn hafi verið við vinnu í umræddu mötuneyti. Hann hafi staðið við álborð og hnoðað í höndum deig í stóran brauðhleif þegar deigið rann til á borðinu svo hann missti jafnvægið. Hnaut hann fram fyrir sig á borðið með þeim afleiðingum að hægri höndin bögglaðist undan líkamsþunga hans. Við það hafi komið óeðlileg sveigja á úlnliðinn og heyrði starfsmaðurinn greinilega smell frá úlnliðnum við fallið og fann fyrir miklum sársauka. Var maðurinn greindur með mjúkvefjaáverka og var hann að fullu óvinnufær í níu mánuði eftir óhappið, sem átti sér stað í nóvember 2016. Meiðslin varaleg að mati starfsmannsins Tryggingamiðstöðin hafnaði strax bótakrófu í málinu, og taldi tryggingafélagið sig ekki geta fallist á að utanaðkomandi atburður hafi valdið meiðslum starfsmannsins. Úrskurðarnefnd vátryggingamála tók málið fyrir eftir að starfsmaðurinn skaut málinu þangað vegna höfnunar TM. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar að maðurinn ætti ekki rétt á bótum úr slysatryggingu launþega vegna óhappsins, af sömu ástæðu og TM hafnaði bótaskyldu. Starfsmaðurinn kærði niðurstöðuna til héraðsdóms þar sem hann taldi sig eiga lögvarðan rétt á því að fá úr því skorið hvort hann ætti bótarétta eða ekki. Vísaði hann til þess að segulómun hefði staðfest brjóskskemmdir, skemmdir sem væru varanlegar, andstætt við þá greiningu sem hann hafi fyrst fengið, vöðvatognun. Kraftmiklar hreyfingar og hált borð af hveiti TM vísaði til þess að í skilmálum tryggingarinnar komi fram að með orðinu „slys“ sé átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð, sem valdi meiðslum á líkama vátryggðs og gerist sannanlega án vilja hans. Samkvæmt ákvæði þessu sé engum vafa undirorpið að til greiðslu bóta úr vátryggingunni geti því aðeins komið að líkamsmeiðsl megi rekja til skyndilegs, utanaðkomandi atburðar. Þetta hafi starfsmaðurinn ekki sýnt fram á. Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að ekkert bendi til þess að nokkur skyndilegur, utanaðkomandi atburður hafi átt þátt í meiðslum starfsmannsins. „Jafnvel þótt borðið kunni að hafa verið hált af hveitinu þá er ekkert sem bendir til annars en að þær aðstæður hafi þá verið viðvarandi við framkvæmd verksins, en ekki skyndilegar eða óvæntar. Enn fremur voru kraftmiklar hreyfingar stefnanda sjálfs við verkið viðvarandi, en ekki skyndilegur utanaðkomandi atburður.“ Manninum hafi því ekki tekist að færa sönnur á að um slys, samkvæmt skilmálum TM, hafi verið að ræða. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum mannsins. Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Tryggingafélagið TM þarf ekki að greiða starfsmanni mötuneyti hjá ótilgreindu félagi á höfuðborgarsvæðinu bætur vegna slyss sem varð þegar starfsmaðurinn var að hnoða deig í stóran brauðhleif. Starfsmaðurinn var frá vinnu í níu mánuði vegna slyssins. Héraðsdómur taldi ósannað að um slys samkvæmt skilmálum tryggingafélagsins hafi verið að ræða. Atvikum er lýst svo í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að starfsmaðurinn hafi verið við vinnu í umræddu mötuneyti. Hann hafi staðið við álborð og hnoðað í höndum deig í stóran brauðhleif þegar deigið rann til á borðinu svo hann missti jafnvægið. Hnaut hann fram fyrir sig á borðið með þeim afleiðingum að hægri höndin bögglaðist undan líkamsþunga hans. Við það hafi komið óeðlileg sveigja á úlnliðinn og heyrði starfsmaðurinn greinilega smell frá úlnliðnum við fallið og fann fyrir miklum sársauka. Var maðurinn greindur með mjúkvefjaáverka og var hann að fullu óvinnufær í níu mánuði eftir óhappið, sem átti sér stað í nóvember 2016. Meiðslin varaleg að mati starfsmannsins Tryggingamiðstöðin hafnaði strax bótakrófu í málinu, og taldi tryggingafélagið sig ekki geta fallist á að utanaðkomandi atburður hafi valdið meiðslum starfsmannsins. Úrskurðarnefnd vátryggingamála tók málið fyrir eftir að starfsmaðurinn skaut málinu þangað vegna höfnunar TM. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar að maðurinn ætti ekki rétt á bótum úr slysatryggingu launþega vegna óhappsins, af sömu ástæðu og TM hafnaði bótaskyldu. Starfsmaðurinn kærði niðurstöðuna til héraðsdóms þar sem hann taldi sig eiga lögvarðan rétt á því að fá úr því skorið hvort hann ætti bótarétta eða ekki. Vísaði hann til þess að segulómun hefði staðfest brjóskskemmdir, skemmdir sem væru varanlegar, andstætt við þá greiningu sem hann hafi fyrst fengið, vöðvatognun. Kraftmiklar hreyfingar og hált borð af hveiti TM vísaði til þess að í skilmálum tryggingarinnar komi fram að með orðinu „slys“ sé átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð, sem valdi meiðslum á líkama vátryggðs og gerist sannanlega án vilja hans. Samkvæmt ákvæði þessu sé engum vafa undirorpið að til greiðslu bóta úr vátryggingunni geti því aðeins komið að líkamsmeiðsl megi rekja til skyndilegs, utanaðkomandi atburðar. Þetta hafi starfsmaðurinn ekki sýnt fram á. Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að ekkert bendi til þess að nokkur skyndilegur, utanaðkomandi atburður hafi átt þátt í meiðslum starfsmannsins. „Jafnvel þótt borðið kunni að hafa verið hált af hveitinu þá er ekkert sem bendir til annars en að þær aðstæður hafi þá verið viðvarandi við framkvæmd verksins, en ekki skyndilegar eða óvæntar. Enn fremur voru kraftmiklar hreyfingar stefnanda sjálfs við verkið viðvarandi, en ekki skyndilegur utanaðkomandi atburður.“ Manninum hafi því ekki tekist að færa sönnur á að um slys, samkvæmt skilmálum TM, hafi verið að ræða. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum mannsins.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira