Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2020 10:06 Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí 2011. Myndin var tekin kvöldið sem gosið hófst. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Við verðum bara að bíða og fylgjast með Grímsvötnum. Það er án efa það síðasta sem við þurfum á árinu 2020,“ segir í niðurlagi greinar á hinni vinsælu flugfréttasíðu alþjóðaflugsins Simple Flying. Þar er ítarlega fjallað um hugsanleg áhrif eldgoss í Grímsvötnum í Vatnajökli í tilefni þess að í síðustu viku færði Veðurstofa Íslands litakóða alþjóðaflugs yfir á gula viðvörun gagnvart þessari virkustu eldstöð Íslands. Í fréttum Stöðvar 2 í sumar var greint frá vísbendingum um að Grímsvötn búi sig undir eldgos, sem eru meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass. Sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og að hlaup úr þeim á næstu mánuðum gæti leitt til goss. Í grein Simply Flying í gær, sem vísar meðal annars til umfjöllunar Yahoo News og eTurbonews, segir að flugiðnaðurinn sé núna í afar brothættri stöðu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þótt farþegarnir séu færri þessa dagana séu flugvélarnar samt enn að fljúga með verðmæta frakt sem hafi mikla fjárhagslega þýðingu. „Mörg flugfélög - og alþjóðleg hagkerfi - hafa þegar orðið fyrir miklum hremmingum vegna atburða þessa árs. Eldgos sem leiðir til stöðvunar flugs yfir Atlantshafið myndi hafa neikvæð áhrif á hagkerfi beggja vegna Atlantsála - jafnvel þótt það endist aðeins í viku,“ segir fréttasíðan, sem sjálf skilgreinir sig sem stærsta fréttamiðil flugheimsins. Þar er minnt á þau gríðarlegu áhrif sem eldgosið í Eyjafjallajökli hafði á flugið árið 2010. Þá hafi síðasta Grímsvatnagos árið 2011 einnig leitt til lokana íslenska loftrýmisins með þeim afleiðingum að 900 flugferðum var aflýst. Hér má sjá myndir frá fyrstu klukkustundum Grímsvatnagossins vorið 2011: Grímsvötn Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira
„Við verðum bara að bíða og fylgjast með Grímsvötnum. Það er án efa það síðasta sem við þurfum á árinu 2020,“ segir í niðurlagi greinar á hinni vinsælu flugfréttasíðu alþjóðaflugsins Simple Flying. Þar er ítarlega fjallað um hugsanleg áhrif eldgoss í Grímsvötnum í Vatnajökli í tilefni þess að í síðustu viku færði Veðurstofa Íslands litakóða alþjóðaflugs yfir á gula viðvörun gagnvart þessari virkustu eldstöð Íslands. Í fréttum Stöðvar 2 í sumar var greint frá vísbendingum um að Grímsvötn búi sig undir eldgos, sem eru meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass. Sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og að hlaup úr þeim á næstu mánuðum gæti leitt til goss. Í grein Simply Flying í gær, sem vísar meðal annars til umfjöllunar Yahoo News og eTurbonews, segir að flugiðnaðurinn sé núna í afar brothættri stöðu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þótt farþegarnir séu færri þessa dagana séu flugvélarnar samt enn að fljúga með verðmæta frakt sem hafi mikla fjárhagslega þýðingu. „Mörg flugfélög - og alþjóðleg hagkerfi - hafa þegar orðið fyrir miklum hremmingum vegna atburða þessa árs. Eldgos sem leiðir til stöðvunar flugs yfir Atlantshafið myndi hafa neikvæð áhrif á hagkerfi beggja vegna Atlantsála - jafnvel þótt það endist aðeins í viku,“ segir fréttasíðan, sem sjálf skilgreinir sig sem stærsta fréttamiðil flugheimsins. Þar er minnt á þau gríðarlegu áhrif sem eldgosið í Eyjafjallajökli hafði á flugið árið 2010. Þá hafi síðasta Grímsvatnagos árið 2011 einnig leitt til lokana íslenska loftrýmisins með þeim afleiðingum að 900 flugferðum var aflýst. Hér má sjá myndir frá fyrstu klukkustundum Grímsvatnagossins vorið 2011:
Grímsvötn Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40