Mikið gengið á hjá Kjartani | Stefnir á að koma heim á næsta ári Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2020 09:01 Kjartan Henry er snúinn aftur í raðir Horsens. vísir/getty Það hefur mikið gengið á hjá framherjanum Kjartani Henry Finnbogasyni undanfarnar vikur. Sóknarmaðurinn knái skipti um lið í dönsku úrvalsdeildinni og stefnir á að koma heim fyrr en síðar. Þetta og margt fleira kom fram í ítarlegu viðtali Kjartans Henry við vef DV. Hinn 34 ára gamli Kjartan Henry rifti samningi sínum við nýliða Vejle á mánudagskvöld. Gekk svo í raðir sinna fyrrum félaga Horsens á þriðjudag og skoraði tvö mörk í 3-0 bikarsigri á miðvikudag. Kjartan Henry lék með Horsens frá árunum 2014 til 2018 og þekkir því vel til. Tveir Íslendingar eru nú á mála hjá Horsens þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson samdi við félagið á dögunum. Það er ljóst að það gekk mikið á undir lokin hjá Vejle en Kjartan vildi þó ekki fara út í smáatriði við DV. Hann fór í viðtal í Danmörku skömmu áður og ræddi þar á meðal undrun sína yfir að vera kominn á varamannabekkinn eftir að hafa verið aðalframherji liðsins er það fór upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Mikið gengið á í lífi Kjartans Henrys undanfarnar vikur - Ég er ekki í þessu til að eignast vini https://t.co/LSLxnOqGRW pic.twitter.com/fWiRNAn1I1— 433.is (@433_is) October 9, 2020 „Staðreyndin er sú að ég kom til Vejle þegar liðið var nánast fallið úr dönsku úrvalsdeildinni. Ég átti að koma og reyna að hjálpa liðinu að halda sér uppi, það tókst ekki. Ég tók ákvörðun um að framlengja samninginn og hjálpa liðinu að komast upp, það tókst á endanum. Ég endaði sem markahæsti leikmaður liðsins og allt var í blóma, síðan æxluðust hlutirnir þannig að minna krafta var ekki óskað. Það var ýmislegt sem gekk á sem ég get ekki farið út í,“ sagði Kjartan í viðtalinu. Segist ekki vera í þessu til að eignast vini Það þarf engum blöðum að fletta til að vita að Kjartan Henry er ekki allra. Eins og kom fram hér að ofan fór hann í viðtal eftir að hafa byrjað leik á varamannabekk Vejle og vakti það athygli blaðamanna. Um viðtalið hafði Kjartan þetta að segja: „Ég er eins og ég er, ég er ekki í þessu til að eignast vini, heldur til að ná árangri innan vallar. Þegar ég er spurður þá svara ég á hreinskilinn hátt. Ég fór í viðtal eftir fyrsta leikinn þar sem ég var spurður út í spilatímann og var heiðarlegur, það var ekki tekið vel í það hjá þeim sem stjórna hjá félaginu [Vejle].“ „Fann strax að þetta var búið eftir það viðtal. Það var ýmislegt sem gerðist eftir það sem ég get farið út í síðar. Ég veit að það er öllu snarað yfir á dönsku í dag, ég verð því að passa hvað ég segi.“ Helga Björnsdóttir, eiginkona Kjartans Henry, er menntaður lögfræðingur og sá til þess að samningnum var rift á löglegan hátt. Degi síðar var hann mættur til síns fyrrum félag Horsens þó aðrir möguleikar hafi verið í stöðunni. „Það kom til greina að koma heim til Íslands en ég var ekki tilbúinn til þess núna. Ég skoraði mikið á síðustu leiktíð í 1. deildinni og ef maður getur skorað þar, þá á maður að geta skorað í efstu deild.“ Stefnir á að koma heim á næsta ári Kjartan viðurkenndi í viðtalinu að hugurinn væri farinn að leita heim. Samningur hans við Horsens gildir út tímabilið og því gætum við séð Kjartan Henry í treyju KR sumarið 2021. „Það kæmi mér ekki á óvart ef heimkoman yrði næsti sumar þegar samningurinn er frá. Ég átti frábær ár með Horsens síðast. Við fórum úr því að verða gjaldþrota yfir í það að verða flottur klúbbur í úrvalsdeild. Stærsta ástæða þess að ég valdi að koma hingað aftur er að ég er fimmtán mínútur að keyra á æfingu. Mér líður eins og ég sé að loka hringnum, ég kom hingað frá KR 2014 og er núna að loka hringnum erlendis aftur hérna. Mér finnst eitthvað fallegt við það,“ sagði KR-ingurinn Kjartan Henry að endingu. Kjartan Henry Finnbogason í leik með KR. Kjartan Henry hefur skorað þrjú mörk í þeim 13 leikjum sem hann hefur leikið fyrir íslenska landsliðið. Þá varð hann tvívegis Íslandsmeistari með KR frá árunum 2010 til 2014 sem og að verða tvívegis bikarmeistari. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Það hefur mikið gengið á hjá framherjanum Kjartani Henry Finnbogasyni undanfarnar vikur. Sóknarmaðurinn knái skipti um lið í dönsku úrvalsdeildinni og stefnir á að koma heim fyrr en síðar. Þetta og margt fleira kom fram í ítarlegu viðtali Kjartans Henry við vef DV. Hinn 34 ára gamli Kjartan Henry rifti samningi sínum við nýliða Vejle á mánudagskvöld. Gekk svo í raðir sinna fyrrum félaga Horsens á þriðjudag og skoraði tvö mörk í 3-0 bikarsigri á miðvikudag. Kjartan Henry lék með Horsens frá árunum 2014 til 2018 og þekkir því vel til. Tveir Íslendingar eru nú á mála hjá Horsens þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson samdi við félagið á dögunum. Það er ljóst að það gekk mikið á undir lokin hjá Vejle en Kjartan vildi þó ekki fara út í smáatriði við DV. Hann fór í viðtal í Danmörku skömmu áður og ræddi þar á meðal undrun sína yfir að vera kominn á varamannabekkinn eftir að hafa verið aðalframherji liðsins er það fór upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Mikið gengið á í lífi Kjartans Henrys undanfarnar vikur - Ég er ekki í þessu til að eignast vini https://t.co/LSLxnOqGRW pic.twitter.com/fWiRNAn1I1— 433.is (@433_is) October 9, 2020 „Staðreyndin er sú að ég kom til Vejle þegar liðið var nánast fallið úr dönsku úrvalsdeildinni. Ég átti að koma og reyna að hjálpa liðinu að halda sér uppi, það tókst ekki. Ég tók ákvörðun um að framlengja samninginn og hjálpa liðinu að komast upp, það tókst á endanum. Ég endaði sem markahæsti leikmaður liðsins og allt var í blóma, síðan æxluðust hlutirnir þannig að minna krafta var ekki óskað. Það var ýmislegt sem gekk á sem ég get ekki farið út í,“ sagði Kjartan í viðtalinu. Segist ekki vera í þessu til að eignast vini Það þarf engum blöðum að fletta til að vita að Kjartan Henry er ekki allra. Eins og kom fram hér að ofan fór hann í viðtal eftir að hafa byrjað leik á varamannabekk Vejle og vakti það athygli blaðamanna. Um viðtalið hafði Kjartan þetta að segja: „Ég er eins og ég er, ég er ekki í þessu til að eignast vini, heldur til að ná árangri innan vallar. Þegar ég er spurður þá svara ég á hreinskilinn hátt. Ég fór í viðtal eftir fyrsta leikinn þar sem ég var spurður út í spilatímann og var heiðarlegur, það var ekki tekið vel í það hjá þeim sem stjórna hjá félaginu [Vejle].“ „Fann strax að þetta var búið eftir það viðtal. Það var ýmislegt sem gerðist eftir það sem ég get farið út í síðar. Ég veit að það er öllu snarað yfir á dönsku í dag, ég verð því að passa hvað ég segi.“ Helga Björnsdóttir, eiginkona Kjartans Henry, er menntaður lögfræðingur og sá til þess að samningnum var rift á löglegan hátt. Degi síðar var hann mættur til síns fyrrum félag Horsens þó aðrir möguleikar hafi verið í stöðunni. „Það kom til greina að koma heim til Íslands en ég var ekki tilbúinn til þess núna. Ég skoraði mikið á síðustu leiktíð í 1. deildinni og ef maður getur skorað þar, þá á maður að geta skorað í efstu deild.“ Stefnir á að koma heim á næsta ári Kjartan viðurkenndi í viðtalinu að hugurinn væri farinn að leita heim. Samningur hans við Horsens gildir út tímabilið og því gætum við séð Kjartan Henry í treyju KR sumarið 2021. „Það kæmi mér ekki á óvart ef heimkoman yrði næsti sumar þegar samningurinn er frá. Ég átti frábær ár með Horsens síðast. Við fórum úr því að verða gjaldþrota yfir í það að verða flottur klúbbur í úrvalsdeild. Stærsta ástæða þess að ég valdi að koma hingað aftur er að ég er fimmtán mínútur að keyra á æfingu. Mér líður eins og ég sé að loka hringnum, ég kom hingað frá KR 2014 og er núna að loka hringnum erlendis aftur hérna. Mér finnst eitthvað fallegt við það,“ sagði KR-ingurinn Kjartan Henry að endingu. Kjartan Henry Finnbogason í leik með KR. Kjartan Henry hefur skorað þrjú mörk í þeim 13 leikjum sem hann hefur leikið fyrir íslenska landsliðið. Þá varð hann tvívegis Íslandsmeistari með KR frá árunum 2010 til 2014 sem og að verða tvívegis bikarmeistari.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira