Tveir bestu mætast í úrslitum | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2020 22:31 Djokovic er kominn í úrslit. EPA-EFE/JULIEN DE ROSA Serbinn Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir því Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. Er þetta í fimmta skipti sem Djokovic kemst í úrslit. Nadal tryggði sér sæti í úrslitum Opna franska í 13. skipti fyrr í dag. Hann hefur aldrei tapað er hann kemst í úrslit og líður greinilega einkar vel á Roland Garros-vellinum í París. Hann hefur ekki enn tapað setti á mótinu. Djokovic mætti Grikkjanum Stefanos Tsitsipas í undanúrslitum og mátti hafa sig allan við. Fór leikurinn upp í fimm sett. Djokovic fann fyrstu tvö örugglega en Stefanos vann þriðja sett eftir upphækkun. Hann vann einnig fjórða sett kvöldsins og því þurfti að grípa til oddasetts. Þegar þangað var komið var eins og sá gríski væri einfaldlega bensínlaus og Djokovic vann það örugglega 6-1. Má segja að um maraþonviðureign hafi verið að ræða en leikurinn tók rúmar fjórar klukkustundir. A fifth final in Paris!In just over four hours, @DjokerNole survives Stefanos Tsitsipas 6-3 6-2 5-7 4-6 6-1 to earn the right to play for a second title at #RolandGarros pic.twitter.com/FxF2jZ11DX— Roland-Garros (@rolandgarros) October 9, 2020 Hinn 33 ára gamli Djokovic er því kominn í úrslit og gæti orðið fyrstur allra til að leggja Nadal á Roland Garros. Sá spænski er kallaður „Konungur leirsins“ enda er Roland Garros eini völlur risamótanna í tennis með leir sem undirlag. Það má samt sem áður reikna með hörku viðureign í úrslitum á sunnudag en Djokovic er sem stendur á toppi heimslistans og hefur átt frábæru gengi að fagna það sem af er ári nema mögulega á Opna bandaríska þar sem hann var dæmdur úr leik. Nadal gæti með sigri á sunnudag jafnað met Roger Federer en Svisslendingurinn hefur 20. landað sigri á risamóti í tennis. Nadal er í 2. sæti listans og Djokovic því 3. með 17 risatitla. Tennis Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira
Serbinn Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir því Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. Er þetta í fimmta skipti sem Djokovic kemst í úrslit. Nadal tryggði sér sæti í úrslitum Opna franska í 13. skipti fyrr í dag. Hann hefur aldrei tapað er hann kemst í úrslit og líður greinilega einkar vel á Roland Garros-vellinum í París. Hann hefur ekki enn tapað setti á mótinu. Djokovic mætti Grikkjanum Stefanos Tsitsipas í undanúrslitum og mátti hafa sig allan við. Fór leikurinn upp í fimm sett. Djokovic fann fyrstu tvö örugglega en Stefanos vann þriðja sett eftir upphækkun. Hann vann einnig fjórða sett kvöldsins og því þurfti að grípa til oddasetts. Þegar þangað var komið var eins og sá gríski væri einfaldlega bensínlaus og Djokovic vann það örugglega 6-1. Má segja að um maraþonviðureign hafi verið að ræða en leikurinn tók rúmar fjórar klukkustundir. A fifth final in Paris!In just over four hours, @DjokerNole survives Stefanos Tsitsipas 6-3 6-2 5-7 4-6 6-1 to earn the right to play for a second title at #RolandGarros pic.twitter.com/FxF2jZ11DX— Roland-Garros (@rolandgarros) October 9, 2020 Hinn 33 ára gamli Djokovic er því kominn í úrslit og gæti orðið fyrstur allra til að leggja Nadal á Roland Garros. Sá spænski er kallaður „Konungur leirsins“ enda er Roland Garros eini völlur risamótanna í tennis með leir sem undirlag. Það má samt sem áður reikna með hörku viðureign í úrslitum á sunnudag en Djokovic er sem stendur á toppi heimslistans og hefur átt frábæru gengi að fagna það sem af er ári nema mögulega á Opna bandaríska þar sem hann var dæmdur úr leik. Nadal gæti með sigri á sunnudag jafnað met Roger Federer en Svisslendingurinn hefur 20. landað sigri á risamóti í tennis. Nadal er í 2. sæti listans og Djokovic því 3. með 17 risatitla.
Tennis Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira