Spánverjinn Rafael Nadal er kominn í úrslit Opna franska meistaramótsins í tennis í 13. skipti á ferlinum. Hann lagði Argentínumanninn Diego Schwartzmann í undanúrslitum fyrr í dag.
Hinn 34 ára gamli Nadal er að keppa á Opna franska í 16. skipti á ferlinum. Aðeins í þrjú skipti hefur hann því ekki komist alla leið í úrslit. Raunar er það þannig að aðeins í þrjú skipti hefur hann ekki landað sigri í mótinu en Nadal hefur ekki enn tapað í úrslitum Opna franska.
Lucky No.13 awaits @RafaelNadal notches a straight sets win over Diego Schwartzman 6-3 6-3 7-6(0) to reach his fourth straight, and 13th overall #RolandGarros final. pic.twitter.com/2o55EEWgKA
— Roland-Garros (@rolandgarros) October 9, 2020
Það má því svo sannarlega segja að Nadal kunni vel við sig á Roland Garros-vellinum í París. Ef til vill hefur það eitthvað með það að gera að Opna franska er eina risamótið í tennis þar sem leikið er á leirvöllum.
Nadal mætir annað hvort Serbanum Novak Djokovic eða Stefanos Tsitsipas frá Grikklandi í úrslitum á sunnudag.
Haldi Nadal 100 prósent sigurhlutfalli sínu á sunnudag þá hefur jafnað Roger Federer yfir fjölda risatitla í einliðaleik frá upphafi. Federer trónir sem stendur á toppnum með 20 slíka. Þar á eftir kemur Nadal með 19 og svo Djokovic með 17 slíka.
Ef Djokovic kemst í úrslit er ljóst að við fáum uppgjör tveggja bestu tenniskappa heims en Djokovic er í efsta sæti heimslistans á meðan Nadal er í öðru sæti.