„Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. október 2020 08:00 Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans, ásamt dætrunum talið frá vinstri: Sólborg Sumarrós, Berglind og Steinunn Camilla. Hjónin segja dæturnar hafa alist upp að hluta í fyrirtækinu enda stofnaði Sigurður Gull og silfur fyrir 50 árum síðan. Vísir/Vilhelm „Við erum með mörg þúsund pör á samviskunni,“ segir Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari um þá hálfu öld sem nú er liðin frá því að hann stofnaði Gull og silfur. Fyrirtækið hefur hann rekið alla tíð á Laugavegi og gerir enn, ásamt eiginkonu sinni og meðeiganda, Kristjönu Ólafsdóttur. Um viðskiptavini Gull og silfur segir Kristjana: „Það er svo gaman að afgreiða þetta fólk. Maður finnur svo vel hamingjuna og ástina að það er nánast smitandi.“ Tilefni umræðunnar eru allir giftingahringarnir sem fólk hefur komið til að velja sér og kaupa hjá Gull og silfri. Þau hjónin rifja upp trúlofunarhringalistana vinsælu hér um árið. „Við áttum þann markað alveg,“ segir Sigurður og bætir við: „Meira að segja síðar í lit.“ Trúlofunarhringalistinn var vinsæll þótt hann hafi í upphafi verið í svart/hvítu. Þótt árin séu 50 í rekstrinum, segir Sigurður að hann hlakki til að mæta í vinnuna á hverjum degi. Á hálfri öld hefur líka ekkert dregið úr því að fá hugmyndir um hönnun. „Ég vinn mest úr hugmyndum á næturnar,“ segir Sigurður og skýrir út að nánast undantekningalaust er það á næturnar sem hann vaknar upp með bestu hugmyndirnar fyrir hönnun og verkefni sem hann þarf að leysa. Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur. „Þetta byrjaði allt saman 15.október 1970 þegar að við tókum við lyklunum og hófum undirbúninginn. Við þurftum að gera gagngerar breytingar á húsnæðinu og vorum að því fram yfir áramót. Þá átti eftir að smíða lager af vörum“ segir Sigurður. Verslunin opnaði síðan 3.apríl árið 1971. Faðir Sigurðar, Steinþór Sæmundsson, rak á þessum tíma Gullsmíði Steinþórs og Jóhannesar. Þar var Magnús bróðir Sigurðar í námi þegar Sigurður kom að utan eftir nám í Englandi og Svíþjóð. „Það var ekkert pláss fyrir mig þar og því ekkert annað í stöðunni en að vinda sér í rekstur,“ segir Sigurður. Sigurður segist ekki hafa hugmynd um hversu mikil fjárfesting það teldist í dag að hefja rekstur sem þennan. Á sínum tíma voru þetta 250 þúsund krónur í gömlu myntinni. ,,Pabbi sagði mér að biðja samt um 500 þúsund því þumalputtareglan hjá bankastjórum væri að helminga þetta,“ segir Sigurður. Af bankafundinum gekk hann þó með samning upp á 500 þúsund krónur. Hann segir skýringuna einfaldlega þá að bankastjóranum leist vel á hann þótt honum fyndist hann heldur ungur. „Menn mátu þetta svona með tilfinningunni,“ segir Sigurður um lánshæfismat bankanna á þessum tíma. Kristjana byrjaði reyndar ekki strax við opnun í versluninni, heldur um ári síðar og það fyrir jólin. Hún kom þá við og ætlaði að fá sér smá kaffisopa en var samstundis ýtt fram í verslun. Það var bara sagt við mig Stattu þig! og ég stóð því bara fyrir framan kúnnana og Jesúsaði mig. En eitthvað hef ég þó haft því þarna fór fram mín fyrsta sala,“ segir Kristjana. Hjónin Sigurður og Kristjana hafa staðið vaktina saman í Gull og silfri á Laugaveginum í hálfa öld. Þau segja ekkert toppa stemninguna á Þorláksmessu eins og stemninguna sem þá er á Laugavegi.Vísir/Vilhelm Þriðja kynslóðin Margir hafa misskilið sögu Gull og silfurs og telja Sigurð hafa tekið við rekstri föður síns. Hið rétta er þó að Sigurður er stofnandinn. Steinþór faðir hans kom þó um ári síðar og starfaði í Gull og silfri þar til hann lést árið 1984. „Magnús bróðir kom hins vegar bara mjög stuttu eftir opnun. Við unnum mjög náið saman fyrstu rúm tuttugu árin eða allt þar til hann fór síðan til Englands í hótelrekstur,“ segir Sigurður. Móðir Sigurðar, Sólborg Sumarrós, hefur einnig starfað í versluninni. Nafna hennar er elsta dóttir Sigurðar og Kristjönu. Hún fetaði í fótspor föður síns og er gullsmíðameistari í Gull og silfri. Sólborg Sumarrós er því þriðja kynslóð gullsmíðameistara í fjölskyldunni. Þriðja kynslóðin á reyndar einnig við um viðskiptavinina. Þriðja kynslóðin er líka komin hjá viðskiptavinunum því margir þeirra sem versluðu hjá okkur í upphafi, komu síðar með börnin sín og nú eru þau að koma með börnin sín,“ segir Sigurður. ,,Mér þykir mjög vænt um það þegar ég heyri fólk kynna mig sem gullsmiðinn sinn,“ segir Sigurður. Elsta dóttirin, Sólborg Sumarrós, fetaði í fótspor föður síns og starfar líka sem gullsmíðameistari í Gull og silfri. Sólborg Sumarrós er nafna föðurömmu sinnar sem einnig starfaði um tíma í Gull og silfri.Vísir/Vilhelm Heill her af fólki….og hundum! Dætur hjónanna eru þrjár: Sólborg Sumarrós er, fædd árið 1975, Berglind er fædd árið 1978 og yngst er Steinunn Camilla sem er fædd árið 1984. Hjónin segja dæturnar ekki þekkja neitt annað en það að hafa verið aldar upp að hluta til í búðinni. „Við útbjuggum bara svefnaðstöðu á bakvið og fannst það bara alveg eðlilegt. Þetta bara einhvern veginn reddaðist,“ segir Kristjana um árin þar sem dæturnar voru litlar. Meira að segja hundarnir eru aldir upp hérna, þeir voru bara settir í leikgrindur þegar þeir voru hvolpar,“ segir Kristjana og hlær. Um það leyti sem Kristjana varð ófrísk af Steinunni, keyptu þau snyrtivöruverslunina Bonný sem var við hliðina á Gull og silfur. Þá verslun ráku þau í tvö ár, ásamt eiginkonu Magnúsar, en seldu síðan. „Það var bara of mikið að vera með tvær búðir hlið við hlið og barn sem var að byrja á leikskóla,“ segir Kristjana. Sigurður segir það ómetanlega dýrmætt að vera með alla fjölskylduna svona með sér. Oft eigi fólk hreinlega ekki til orð þegar það sér heilan her af fjölskyldumeðlimum hjálpast að, til dæmis fyrir jólin. „Tengdasynirnir hafa líka bæst við eftir að þeir komu og það þykir mér mjög vænt um,“ segir Sigurður. Að eiga þrjár dætur hefur líka haft áhrif á markaðsstarf Gull og silfur. Þannig hafi dæturnar æft fótbolta þegar þær voru litlar sem skýri út hvers vegna það var Gull og silfur sem fór fyrst af stað með stúlknamótið í fótbolta. Þetta mót er í dag þekkt sem Símamótið. Í þá daga fengu stúlkur bara að æfa og æfa en aldrei að keppa og fara á mót eins og strákarnir. Þannig að við bjuggum þetta bara til fyrir þær,“ segja hjónin. Sigurður segist fá bestu hugmyndirnar að hönnun á næturnar. Hann segist enn hlakka til að mæta í vinnuna á hverjum morgni þótt liðin séu 50 ár.Vísir/Vilhelm Kringlan erfiðari en bankahrunið Á hálfri öld hafa margir horfið af Laugaveginum. „Það eru bara Gussi og Brynja sem eru eftir eins og við,“ segir Sigurður og vísar þar til Verslun Guðsteins Eyjólfssonar og verslunarinnar Brynju við Laugaveg. Hjónin segja söluna góða þessa dagana, þrátt fyrir þriðju bylgju kórónufaraldurs. Þau segja bankahrunið hafa verið erfiðan tíma, sérstaklega í ljósi þess að þau keyptu húsnæðið að Laugavegi 52 stuttu fyrir hrun. „Almáttugur minn,“ segja þau bæði um þann tíma og þakka guði fyrir að vera standandi enn. En opnun Kringlunnar var erfiðari en hrunið. Árið sem Kringlan opnaði var verið að grafa hér allt um kring og það voru margir sem lifðu þetta tvennt ekki af og fóru á hausinn,“ segir Sigurður. Til að sporna við samkeppni frá Kringlunni var farið í alls kyns átök, til dæmis Langan laugardag en opnunartími var þá lengdur. Að sögn Sigurðar réði Kringlan í rauninni Laugaveginum fyrstu árin. Þannig hafi verslanir þar farið að elta opnunartíma Kringlunnar um helgar og fyrir jólin, sem alltaf lengdist og lengdist. „Þetta var mikil breyting frá því áður þegar laugardagar voru jafnvel lokaðir á Laugaveginum yfir sumartímann svo kaupmenn fengju frí,“ segir Kristjana. Sigurður vandar borgarstjórn ekki kveðjurnar og segir sorglegt að horfa upp á hvað borgaryfirvöld hafa skemmt mikið fyrir verslunarrekstri á Laugaveginum. ,,Ég bara skil þá ekki,“ segir Sigurður um þróunina. En hver er skýringin á því að Gull og silfur nær að standa af sér allan byr á Laugaveginum, er það skartið? „Þetta eru þessar hamingjustundir, trúlofanir, brúðkaup, morgungjafir, skírnir, fermingar, útskriftir og afmæli,“ segja hjónin en allt eru þetta stundir sem halda áfram sama hvernig árar. „Við segjum líka aldrei Nei,“ segir Sigurður stoltur. Hann rifjar upp fyrstu árin þegar oft var lítið úrval af vörum í búðinni. Ef viðskiptavinurinn bað samt um eitthvað, var aldrei sagt Nei heldur bara unnið fram á nótt og varan afhent daginn eftir. „Þú gerir það nú stundum enn,“ bætir Kristjana við. Ástir og samvinna hjóna Þegar viðtalið er tekið situr blaðamaður með hjónunum og kaffibolla í notalegri setustofu inn í versluninni. Kristjana stendur upp og afgreiðir þegar við á og lækkar aðeins niður í tónlistinni að beiðni Sigurðar. Sigurður bendir á ýmsar myndir og verk sem sjá má á veggjum verslunarinnar. Hann minnist sérstaklega flókinna viðfangsefna. Til dæmis gull-flugunnar sem Stangaveiðifélagið gaf um árabil. Eða þemað fjöður í hattinn í sjónvarpsþættinum Landslagið á Stöð 2. Í þeim þætti hlutu margir tónlistarmenn heiðursverðlaun. Má þar nefna Björgvin Halldórsson, Hauk Morthens, Ingimar Eydal, Jón Múli og Sigfús Halldórsson tónskáld. Sigurður hefur smíðað fyrir marga þekkta einstaklinga, svo sem páfann í Róm og forseta Kína. Síðustu 50 árin hefur Sigurður hannað fjöldan allan af verðlaunagripum. Hér er hann með Grímuna sem eru íslensku sviðslistarverðlaunin og hönnuð af Sigurði.Vísir/Vilhelm Sjálfur velti Sigurður fyrir sér ýmsu námi á sínum tíma, til dæmis arkitektúrnum og jafnvel prestinum. Kristjana lærði snyrtifræðina en tók síðar bóklega námið í gullsmíðinni. Þau segjast enn hafa gaman að starfinu. „Það kemur enginn fúll að kaupa skart,“ segir Kristjana. En það er ekki hægt að sleppa af hjónunum tökunum án þess að spyrja hvernig það gangi eiginlega fyrir sig að hafa starfað saman í hálfa öld og vera gift í þokkabót. Eða hvað? Eftir smá þögn segir Kristjana: „Við höfum reyndar alltaf verið mjög samheldin. Ekki bara við tvö heldur líka þegar stelpurnar voru litlar. Við tókum þær alltaf með allt. Við erum líka dugleg að gera okkur dagamun. Ef við til dæmis komumst ekki út að borða, þá eldum við heima og höfum það bara huggulegt þar. Mín stund í næði er þegar ég fer út að ganga með hundinn á morgnana. Ég kem endurnærð til baka,“ segir Kristjana. Sigurður virðist lítið hafa hugleitt hvort það teljist merkilegt að hjón starfi saman alla daga í svona langan tíma. Eflaust sé það þó svo. Hann segir hjálpa til að hjá þeim er ákveðin verkaskipting þótt sú verkaskipting hafi svo sem ekki verið ákveðin neitt formlega. En þegar hún segir Sigurður Gunnar þá veit maður að það er eitthvað…..,“ segir Sigurður og kímir. Gamla myndin „Mér finnst ungt fólk ekki nógu áræðið í dag, þorir ekki að taka sig til og byggja sitt,“ segir Sigurður um Gömlu myndina en sjálfur var hann aðeins 23 ára þegar hann stofnaði Gull og silfur. „Ekki það að ég bjóst svo sem ekki við því þá að vera enn hér 50 árum síðar,“ bætir hann við. Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir Ballið byrjaði á Ólafsvökudegi 1968 Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið rekstur Misty-systranna, Björmu og Rúnu Didriksen. Skór í þinghúsi, ástríða fyrir undirfötum, bruni og fjandinn þveginn ráðalaus. 4. október 2020 08:01 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Við erum með mörg þúsund pör á samviskunni,“ segir Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari um þá hálfu öld sem nú er liðin frá því að hann stofnaði Gull og silfur. Fyrirtækið hefur hann rekið alla tíð á Laugavegi og gerir enn, ásamt eiginkonu sinni og meðeiganda, Kristjönu Ólafsdóttur. Um viðskiptavini Gull og silfur segir Kristjana: „Það er svo gaman að afgreiða þetta fólk. Maður finnur svo vel hamingjuna og ástina að það er nánast smitandi.“ Tilefni umræðunnar eru allir giftingahringarnir sem fólk hefur komið til að velja sér og kaupa hjá Gull og silfri. Þau hjónin rifja upp trúlofunarhringalistana vinsælu hér um árið. „Við áttum þann markað alveg,“ segir Sigurður og bætir við: „Meira að segja síðar í lit.“ Trúlofunarhringalistinn var vinsæll þótt hann hafi í upphafi verið í svart/hvítu. Þótt árin séu 50 í rekstrinum, segir Sigurður að hann hlakki til að mæta í vinnuna á hverjum degi. Á hálfri öld hefur líka ekkert dregið úr því að fá hugmyndir um hönnun. „Ég vinn mest úr hugmyndum á næturnar,“ segir Sigurður og skýrir út að nánast undantekningalaust er það á næturnar sem hann vaknar upp með bestu hugmyndirnar fyrir hönnun og verkefni sem hann þarf að leysa. Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur. „Þetta byrjaði allt saman 15.október 1970 þegar að við tókum við lyklunum og hófum undirbúninginn. Við þurftum að gera gagngerar breytingar á húsnæðinu og vorum að því fram yfir áramót. Þá átti eftir að smíða lager af vörum“ segir Sigurður. Verslunin opnaði síðan 3.apríl árið 1971. Faðir Sigurðar, Steinþór Sæmundsson, rak á þessum tíma Gullsmíði Steinþórs og Jóhannesar. Þar var Magnús bróðir Sigurðar í námi þegar Sigurður kom að utan eftir nám í Englandi og Svíþjóð. „Það var ekkert pláss fyrir mig þar og því ekkert annað í stöðunni en að vinda sér í rekstur,“ segir Sigurður. Sigurður segist ekki hafa hugmynd um hversu mikil fjárfesting það teldist í dag að hefja rekstur sem þennan. Á sínum tíma voru þetta 250 þúsund krónur í gömlu myntinni. ,,Pabbi sagði mér að biðja samt um 500 þúsund því þumalputtareglan hjá bankastjórum væri að helminga þetta,“ segir Sigurður. Af bankafundinum gekk hann þó með samning upp á 500 þúsund krónur. Hann segir skýringuna einfaldlega þá að bankastjóranum leist vel á hann þótt honum fyndist hann heldur ungur. „Menn mátu þetta svona með tilfinningunni,“ segir Sigurður um lánshæfismat bankanna á þessum tíma. Kristjana byrjaði reyndar ekki strax við opnun í versluninni, heldur um ári síðar og það fyrir jólin. Hún kom þá við og ætlaði að fá sér smá kaffisopa en var samstundis ýtt fram í verslun. Það var bara sagt við mig Stattu þig! og ég stóð því bara fyrir framan kúnnana og Jesúsaði mig. En eitthvað hef ég þó haft því þarna fór fram mín fyrsta sala,“ segir Kristjana. Hjónin Sigurður og Kristjana hafa staðið vaktina saman í Gull og silfri á Laugaveginum í hálfa öld. Þau segja ekkert toppa stemninguna á Þorláksmessu eins og stemninguna sem þá er á Laugavegi.Vísir/Vilhelm Þriðja kynslóðin Margir hafa misskilið sögu Gull og silfurs og telja Sigurð hafa tekið við rekstri föður síns. Hið rétta er þó að Sigurður er stofnandinn. Steinþór faðir hans kom þó um ári síðar og starfaði í Gull og silfri þar til hann lést árið 1984. „Magnús bróðir kom hins vegar bara mjög stuttu eftir opnun. Við unnum mjög náið saman fyrstu rúm tuttugu árin eða allt þar til hann fór síðan til Englands í hótelrekstur,“ segir Sigurður. Móðir Sigurðar, Sólborg Sumarrós, hefur einnig starfað í versluninni. Nafna hennar er elsta dóttir Sigurðar og Kristjönu. Hún fetaði í fótspor föður síns og er gullsmíðameistari í Gull og silfri. Sólborg Sumarrós er því þriðja kynslóð gullsmíðameistara í fjölskyldunni. Þriðja kynslóðin á reyndar einnig við um viðskiptavinina. Þriðja kynslóðin er líka komin hjá viðskiptavinunum því margir þeirra sem versluðu hjá okkur í upphafi, komu síðar með börnin sín og nú eru þau að koma með börnin sín,“ segir Sigurður. ,,Mér þykir mjög vænt um það þegar ég heyri fólk kynna mig sem gullsmiðinn sinn,“ segir Sigurður. Elsta dóttirin, Sólborg Sumarrós, fetaði í fótspor föður síns og starfar líka sem gullsmíðameistari í Gull og silfri. Sólborg Sumarrós er nafna föðurömmu sinnar sem einnig starfaði um tíma í Gull og silfri.Vísir/Vilhelm Heill her af fólki….og hundum! Dætur hjónanna eru þrjár: Sólborg Sumarrós er, fædd árið 1975, Berglind er fædd árið 1978 og yngst er Steinunn Camilla sem er fædd árið 1984. Hjónin segja dæturnar ekki þekkja neitt annað en það að hafa verið aldar upp að hluta til í búðinni. „Við útbjuggum bara svefnaðstöðu á bakvið og fannst það bara alveg eðlilegt. Þetta bara einhvern veginn reddaðist,“ segir Kristjana um árin þar sem dæturnar voru litlar. Meira að segja hundarnir eru aldir upp hérna, þeir voru bara settir í leikgrindur þegar þeir voru hvolpar,“ segir Kristjana og hlær. Um það leyti sem Kristjana varð ófrísk af Steinunni, keyptu þau snyrtivöruverslunina Bonný sem var við hliðina á Gull og silfur. Þá verslun ráku þau í tvö ár, ásamt eiginkonu Magnúsar, en seldu síðan. „Það var bara of mikið að vera með tvær búðir hlið við hlið og barn sem var að byrja á leikskóla,“ segir Kristjana. Sigurður segir það ómetanlega dýrmætt að vera með alla fjölskylduna svona með sér. Oft eigi fólk hreinlega ekki til orð þegar það sér heilan her af fjölskyldumeðlimum hjálpast að, til dæmis fyrir jólin. „Tengdasynirnir hafa líka bæst við eftir að þeir komu og það þykir mér mjög vænt um,“ segir Sigurður. Að eiga þrjár dætur hefur líka haft áhrif á markaðsstarf Gull og silfur. Þannig hafi dæturnar æft fótbolta þegar þær voru litlar sem skýri út hvers vegna það var Gull og silfur sem fór fyrst af stað með stúlknamótið í fótbolta. Þetta mót er í dag þekkt sem Símamótið. Í þá daga fengu stúlkur bara að æfa og æfa en aldrei að keppa og fara á mót eins og strákarnir. Þannig að við bjuggum þetta bara til fyrir þær,“ segja hjónin. Sigurður segist fá bestu hugmyndirnar að hönnun á næturnar. Hann segist enn hlakka til að mæta í vinnuna á hverjum morgni þótt liðin séu 50 ár.Vísir/Vilhelm Kringlan erfiðari en bankahrunið Á hálfri öld hafa margir horfið af Laugaveginum. „Það eru bara Gussi og Brynja sem eru eftir eins og við,“ segir Sigurður og vísar þar til Verslun Guðsteins Eyjólfssonar og verslunarinnar Brynju við Laugaveg. Hjónin segja söluna góða þessa dagana, þrátt fyrir þriðju bylgju kórónufaraldurs. Þau segja bankahrunið hafa verið erfiðan tíma, sérstaklega í ljósi þess að þau keyptu húsnæðið að Laugavegi 52 stuttu fyrir hrun. „Almáttugur minn,“ segja þau bæði um þann tíma og þakka guði fyrir að vera standandi enn. En opnun Kringlunnar var erfiðari en hrunið. Árið sem Kringlan opnaði var verið að grafa hér allt um kring og það voru margir sem lifðu þetta tvennt ekki af og fóru á hausinn,“ segir Sigurður. Til að sporna við samkeppni frá Kringlunni var farið í alls kyns átök, til dæmis Langan laugardag en opnunartími var þá lengdur. Að sögn Sigurðar réði Kringlan í rauninni Laugaveginum fyrstu árin. Þannig hafi verslanir þar farið að elta opnunartíma Kringlunnar um helgar og fyrir jólin, sem alltaf lengdist og lengdist. „Þetta var mikil breyting frá því áður þegar laugardagar voru jafnvel lokaðir á Laugaveginum yfir sumartímann svo kaupmenn fengju frí,“ segir Kristjana. Sigurður vandar borgarstjórn ekki kveðjurnar og segir sorglegt að horfa upp á hvað borgaryfirvöld hafa skemmt mikið fyrir verslunarrekstri á Laugaveginum. ,,Ég bara skil þá ekki,“ segir Sigurður um þróunina. En hver er skýringin á því að Gull og silfur nær að standa af sér allan byr á Laugaveginum, er það skartið? „Þetta eru þessar hamingjustundir, trúlofanir, brúðkaup, morgungjafir, skírnir, fermingar, útskriftir og afmæli,“ segja hjónin en allt eru þetta stundir sem halda áfram sama hvernig árar. „Við segjum líka aldrei Nei,“ segir Sigurður stoltur. Hann rifjar upp fyrstu árin þegar oft var lítið úrval af vörum í búðinni. Ef viðskiptavinurinn bað samt um eitthvað, var aldrei sagt Nei heldur bara unnið fram á nótt og varan afhent daginn eftir. „Þú gerir það nú stundum enn,“ bætir Kristjana við. Ástir og samvinna hjóna Þegar viðtalið er tekið situr blaðamaður með hjónunum og kaffibolla í notalegri setustofu inn í versluninni. Kristjana stendur upp og afgreiðir þegar við á og lækkar aðeins niður í tónlistinni að beiðni Sigurðar. Sigurður bendir á ýmsar myndir og verk sem sjá má á veggjum verslunarinnar. Hann minnist sérstaklega flókinna viðfangsefna. Til dæmis gull-flugunnar sem Stangaveiðifélagið gaf um árabil. Eða þemað fjöður í hattinn í sjónvarpsþættinum Landslagið á Stöð 2. Í þeim þætti hlutu margir tónlistarmenn heiðursverðlaun. Má þar nefna Björgvin Halldórsson, Hauk Morthens, Ingimar Eydal, Jón Múli og Sigfús Halldórsson tónskáld. Sigurður hefur smíðað fyrir marga þekkta einstaklinga, svo sem páfann í Róm og forseta Kína. Síðustu 50 árin hefur Sigurður hannað fjöldan allan af verðlaunagripum. Hér er hann með Grímuna sem eru íslensku sviðslistarverðlaunin og hönnuð af Sigurði.Vísir/Vilhelm Sjálfur velti Sigurður fyrir sér ýmsu námi á sínum tíma, til dæmis arkitektúrnum og jafnvel prestinum. Kristjana lærði snyrtifræðina en tók síðar bóklega námið í gullsmíðinni. Þau segjast enn hafa gaman að starfinu. „Það kemur enginn fúll að kaupa skart,“ segir Kristjana. En það er ekki hægt að sleppa af hjónunum tökunum án þess að spyrja hvernig það gangi eiginlega fyrir sig að hafa starfað saman í hálfa öld og vera gift í þokkabót. Eða hvað? Eftir smá þögn segir Kristjana: „Við höfum reyndar alltaf verið mjög samheldin. Ekki bara við tvö heldur líka þegar stelpurnar voru litlar. Við tókum þær alltaf með allt. Við erum líka dugleg að gera okkur dagamun. Ef við til dæmis komumst ekki út að borða, þá eldum við heima og höfum það bara huggulegt þar. Mín stund í næði er þegar ég fer út að ganga með hundinn á morgnana. Ég kem endurnærð til baka,“ segir Kristjana. Sigurður virðist lítið hafa hugleitt hvort það teljist merkilegt að hjón starfi saman alla daga í svona langan tíma. Eflaust sé það þó svo. Hann segir hjálpa til að hjá þeim er ákveðin verkaskipting þótt sú verkaskipting hafi svo sem ekki verið ákveðin neitt formlega. En þegar hún segir Sigurður Gunnar þá veit maður að það er eitthvað…..,“ segir Sigurður og kímir. Gamla myndin „Mér finnst ungt fólk ekki nógu áræðið í dag, þorir ekki að taka sig til og byggja sitt,“ segir Sigurður um Gömlu myndina en sjálfur var hann aðeins 23 ára þegar hann stofnaði Gull og silfur. „Ekki það að ég bjóst svo sem ekki við því þá að vera enn hér 50 árum síðar,“ bætir hann við.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir Ballið byrjaði á Ólafsvökudegi 1968 Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið rekstur Misty-systranna, Björmu og Rúnu Didriksen. Skór í þinghúsi, ástríða fyrir undirfötum, bruni og fjandinn þveginn ráðalaus. 4. október 2020 08:01 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Ballið byrjaði á Ólafsvökudegi 1968 Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið rekstur Misty-systranna, Björmu og Rúnu Didriksen. Skór í þinghúsi, ástríða fyrir undirfötum, bruni og fjandinn þveginn ráðalaus. 4. október 2020 08:01