Keflavík – flugið og framtíðin Dr. Max Hirsh skrifar 12. október 2020 08:01 Keflavíkurflugvöllur er mikilvæg miðstöð sem stuðlar að hagvexti um allt Ísland. Starfsemi hans skapar einnig mörg störf, 2% starfa á Íslandi. Síðastlin tíu ár hefur byggðin í kringum Keflavíkurflugvöll verið mesta vaxtarsvæði landsins. Svæðið hefur laðað að sér fjölskyldur og fagfólk, bæði erlendis frá og frá öðrum stöðum á Íslandi. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa alþjóðaflugvellir, eins og Keflavíkurflugvöllur, upplifað einhverja mest krefjandi tíma í sögu flugsins. Efnahagslega eru áhrifin mjög áberandi á svæðum þar sem atvinnulífið er samtvinnað starfsemi alþjóðaflugvalla, líkt og á Suðurnesjum. Mörg slík svæði eru í svipaðri stöðu og Suðurnesin eru nú, en á öðrum er efnahags- og atvinnuástandið aðeins betra. Þau svæði sem standa betur að vígi eiga það sameiginlegt að efnahagurinn byggir á fleiri stoðum en farþegaflugi. Nú er ástandið þannig að fólk er nánast hætt að ferðast milli landa, en vörur þurfa enn að ferðast og jafnvel enn frekar. Ég er staddur hér á landi núna (skrifa þessa grein úr sóttkví) til þess að skoða með helstu hagsmunaaðilum hvernig hægt er að efla og virkja Keflavíkurflugvöll enn frekar sem þann drifkraft sem hann getur verið fyrir efnahagslega, umhverfislega og samfélagslega sjálfbært svæði. Þessa dagana horfum við sérstaklega á vöruflutninga með íslenskum sérfræðingum á því sviði. Vegna staðsetningar sinnar á milli Evrópu og Norður-Ameríku hefur Keflavíkurflugvöllur orðið mikilvæg miðstöð farþegaflugs í Norður-Atlantshafi. Flugvöllurinn hefur sambærilega möguleika á því að byggja áfram á sérstöðu Íslands og efla vöruflutninga til þessara mikilvægu markaðssvæða. Þróun í þá átt myndi auka fjölbreytni atvinnulífs á Suðurnesjum sem og fjölbreytni í íslensku efnahagslífi. Það er spennandi að fá að taka þátt í þróun þessa dýnamíska svæðis með Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, Kadeco, og ráðgjafarfyrirtækinu Alta. Þróunarfélagið, fyrir hönd íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar vinnur nú að þróunaráætlun fyrir nærsvæði Keflavíkurflugvallar til ársins 2050. Markmiðið er að byggja upp atvinnusvæði í góðum tengslum við flugvöllinn og byggðina í kring. Í þeirri vinnu er horft til lykilgreina eins og flugs, vöruflutninga, sjávarútvegs og endurnýjanlegrar orku. Ááætlunin getur nýst sem mikilvægur vettvangur nýsköpunar og virðisaukningar í þessum og tengdum greinum. Með því að auka fjölbreytni efnahagslífs á Suðurnesjum og horfa á svæðið heildrænt sem eitt skipulagssvæði, er hægt að laða fleiri alþjóðleg fyrirtæki og fjárfesta að þessu vaxtarsvæði og síðast en ekki síst gera Suðurnesin að enn meira aðlaðandi stað til þess að búa á, starfa og heimsækja. Dr. Max Hirsh (PhD, Harvard) er framkvæmdastjóri Airport City Academy og sérfræðingur á sviði byggðaþróunar við flugvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur er mikilvæg miðstöð sem stuðlar að hagvexti um allt Ísland. Starfsemi hans skapar einnig mörg störf, 2% starfa á Íslandi. Síðastlin tíu ár hefur byggðin í kringum Keflavíkurflugvöll verið mesta vaxtarsvæði landsins. Svæðið hefur laðað að sér fjölskyldur og fagfólk, bæði erlendis frá og frá öðrum stöðum á Íslandi. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa alþjóðaflugvellir, eins og Keflavíkurflugvöllur, upplifað einhverja mest krefjandi tíma í sögu flugsins. Efnahagslega eru áhrifin mjög áberandi á svæðum þar sem atvinnulífið er samtvinnað starfsemi alþjóðaflugvalla, líkt og á Suðurnesjum. Mörg slík svæði eru í svipaðri stöðu og Suðurnesin eru nú, en á öðrum er efnahags- og atvinnuástandið aðeins betra. Þau svæði sem standa betur að vígi eiga það sameiginlegt að efnahagurinn byggir á fleiri stoðum en farþegaflugi. Nú er ástandið þannig að fólk er nánast hætt að ferðast milli landa, en vörur þurfa enn að ferðast og jafnvel enn frekar. Ég er staddur hér á landi núna (skrifa þessa grein úr sóttkví) til þess að skoða með helstu hagsmunaaðilum hvernig hægt er að efla og virkja Keflavíkurflugvöll enn frekar sem þann drifkraft sem hann getur verið fyrir efnahagslega, umhverfislega og samfélagslega sjálfbært svæði. Þessa dagana horfum við sérstaklega á vöruflutninga með íslenskum sérfræðingum á því sviði. Vegna staðsetningar sinnar á milli Evrópu og Norður-Ameríku hefur Keflavíkurflugvöllur orðið mikilvæg miðstöð farþegaflugs í Norður-Atlantshafi. Flugvöllurinn hefur sambærilega möguleika á því að byggja áfram á sérstöðu Íslands og efla vöruflutninga til þessara mikilvægu markaðssvæða. Þróun í þá átt myndi auka fjölbreytni atvinnulífs á Suðurnesjum sem og fjölbreytni í íslensku efnahagslífi. Það er spennandi að fá að taka þátt í þróun þessa dýnamíska svæðis með Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, Kadeco, og ráðgjafarfyrirtækinu Alta. Þróunarfélagið, fyrir hönd íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar vinnur nú að þróunaráætlun fyrir nærsvæði Keflavíkurflugvallar til ársins 2050. Markmiðið er að byggja upp atvinnusvæði í góðum tengslum við flugvöllinn og byggðina í kring. Í þeirri vinnu er horft til lykilgreina eins og flugs, vöruflutninga, sjávarútvegs og endurnýjanlegrar orku. Ááætlunin getur nýst sem mikilvægur vettvangur nýsköpunar og virðisaukningar í þessum og tengdum greinum. Með því að auka fjölbreytni efnahagslífs á Suðurnesjum og horfa á svæðið heildrænt sem eitt skipulagssvæði, er hægt að laða fleiri alþjóðleg fyrirtæki og fjárfesta að þessu vaxtarsvæði og síðast en ekki síst gera Suðurnesin að enn meira aðlaðandi stað til þess að búa á, starfa og heimsækja. Dr. Max Hirsh (PhD, Harvard) er framkvæmdastjóri Airport City Academy og sérfræðingur á sviði byggðaþróunar við flugvelli.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun