Hafið gleypti geitina Bjarni Bjarnason skrifar 8. október 2020 22:57 Tólftu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO lauk er HaFiÐ mætti GOAT. Var kortið Train valið sem heimavöllur af Hafinu og sýndu þeir mikla yfirburði þar. Lokastaðan var HaFiÐ 16 - 3 GOAT. Hafið hóf leikinn í vörn (Counter-terrorist) og voru fyrstu loturnar í leiknum jafnar. Fljótt varð varnarleikur Hafsins þó GOAT mönnum um of. Liðsmenn Hafsins voru duglegir að sækja sér upplýsingar með pressu á réttum tímum. Og oftar en ekki skilaði pressan þeim fellum sem að tóku bitið úr sóknarleik GOAT. Liðsmaður Hafsins allee (Alfreð Leó Svansson) hélt vörninni í lás með frábærum töktum á vappanum (AWP - sniper). Til marks um það tókst GOAT einungis að vinna þrjár lotur í leikhluta sem Hafið átti. Staðan í hálfleik var Hafið 12 - 3 GOAT. Ölduganginum í Hafinu linnti ekki í seinni hálfleik, en með b0ndi (Páll Sindri Einarsson) og allee (Alfreð Leó Svansson) í fararbroddi gátu GOAT menn enga björg sér veitt. Hafið sótti þær fimm lotur sem þeir þurftu til að klára leikinn og sigruðu á sannfærandi máta. Lokastaðan Hafið 16 - 3 GOAT. Vodafone-deildin Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport
Tólftu umferð í Vodafonedeildinni í CS:GO lauk er HaFiÐ mætti GOAT. Var kortið Train valið sem heimavöllur af Hafinu og sýndu þeir mikla yfirburði þar. Lokastaðan var HaFiÐ 16 - 3 GOAT. Hafið hóf leikinn í vörn (Counter-terrorist) og voru fyrstu loturnar í leiknum jafnar. Fljótt varð varnarleikur Hafsins þó GOAT mönnum um of. Liðsmenn Hafsins voru duglegir að sækja sér upplýsingar með pressu á réttum tímum. Og oftar en ekki skilaði pressan þeim fellum sem að tóku bitið úr sóknarleik GOAT. Liðsmaður Hafsins allee (Alfreð Leó Svansson) hélt vörninni í lás með frábærum töktum á vappanum (AWP - sniper). Til marks um það tókst GOAT einungis að vinna þrjár lotur í leikhluta sem Hafið átti. Staðan í hálfleik var Hafið 12 - 3 GOAT. Ölduganginum í Hafinu linnti ekki í seinni hálfleik, en með b0ndi (Páll Sindri Einarsson) og allee (Alfreð Leó Svansson) í fararbroddi gátu GOAT menn enga björg sér veitt. Hafið sótti þær fimm lotur sem þeir þurftu til að klára leikinn og sigruðu á sannfærandi máta. Lokastaðan Hafið 16 - 3 GOAT.
Vodafone-deildin Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport