Grunnatriðin sem Þórólfur vill að allir hafi í huga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2020 13:01 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. Það sé mikilvægara en að hugsa stöðugt um hvaða athafnir séu leyfðar og hverjar ekki leyfðar samkvæmt reglugerðum. Fjöldi smita hefur vaxið undanfarna daga en í gær greindust níutíu og fjórir með kórónuveiruna innanlands í gær. Nú eru 4.345 í sóttkví og fjölgar um þrjú hundruð á milli daga. Þá eru 846 á landinu öllu í einangrun með veiruna. Á daglegum upplýsingafundi sagði Þórólfur þetta vera áhyggjuefni. Sambærilegar eða hærri tölur næstu daga myndu skila sér í fleiri innlögnum á spítala, sem gæti leitt til þess að álag á spítölum gæti aukist mjög. Á fundinum fór Þórólfur því yfir nokkur grunnatriði sem hann sagði alla landsmenn þurfa að hafa í huga. „Við þurfum enn og aftur að minnast á það og ítreka það hvernig þessi veira smitast á milli. Það er það sem allir þurfa að hugsa um og hafa í huga. Veiran hún smitast á milli einstaklinga með dropasmiti, snertismiti eða úðasmiti,“ sagði Þórólfur áður en hann útskýrði hverja og eina smitleið, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. „Til þess að forðast dropasmit þurfum við að forðast nánd við aðra, sérstaklega veika einstaklinga, sem mest. Þá þurfum við að hafa í huga þessa nándarreglu, einn til tveir metrar. Hér geta andlitsgrímur hjálpað í ákveðnum aðstæðum eins og við höfum talað um. Einnig þurfa ákveðnir aðilar að hafa í huga hvernig þeir hnerra og hvernig þeir hósta til að vernda aðra aðila sem mest. Snertismit, það þarf að muna að þvo og spritta hendur, hreinsa sameiginlega snertifleti og í vissum aðstæðum að nota hanska. Nú úðasmit, að forðast illa loftræsta staði og nota grímur eins og við höfum talað um áður.“ Þarf ekki marga til að koma af stað faraldri Mikilvægt væri að hafa þessi atriði í huga, í stað þess að hugsa stöðugt um hvað mætti og hvað mætti ekki. Þetta segði hann þar sem nokkuð hafi borið á því einstaklingar hafi verið að leita sér leiða til að komast hjá því að taka þátt í ýmsum aðgerðum. Yfirvöldum hafi til að mynda borist til eyrna að verið væri að færa líkamsrækt innan úr húsum og út til þess að fara eftir reglugerð um sóttvarnir. Einnig hafi einhverjir verið að skilgreina sína starfsemi á annan hátt þannig að reglugerðin nái ekki yfir það. „Þetta er mjög leitt að heyra og þetta mun ekki hjálpa okkur í baráttunni gegn veirunni. Ég bið alla um að hafa þessi grunnprinnsupp í heðri og hafa þau í huga þannig að við getum lágmarkað alla smithættu á milli einstaklinga.“ Ítrekaði Þórólfur þó að flestir færu eftir þessum grunnatriðum sem hann nefndi. „Það getur verið nóg að það séu fáir sem eru að gera það ekki og þá getum við sett af stað faraldur. Ég vil þakka þeim sérstaklega sem hafa farið eftir þessum grunnprinnsippum skýrt og skilmerkilega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Svona var 122. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag í Katrínartúni 2. 8. október 2020 10:37 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. Það sé mikilvægara en að hugsa stöðugt um hvaða athafnir séu leyfðar og hverjar ekki leyfðar samkvæmt reglugerðum. Fjöldi smita hefur vaxið undanfarna daga en í gær greindust níutíu og fjórir með kórónuveiruna innanlands í gær. Nú eru 4.345 í sóttkví og fjölgar um þrjú hundruð á milli daga. Þá eru 846 á landinu öllu í einangrun með veiruna. Á daglegum upplýsingafundi sagði Þórólfur þetta vera áhyggjuefni. Sambærilegar eða hærri tölur næstu daga myndu skila sér í fleiri innlögnum á spítala, sem gæti leitt til þess að álag á spítölum gæti aukist mjög. Á fundinum fór Þórólfur því yfir nokkur grunnatriði sem hann sagði alla landsmenn þurfa að hafa í huga. „Við þurfum enn og aftur að minnast á það og ítreka það hvernig þessi veira smitast á milli. Það er það sem allir þurfa að hugsa um og hafa í huga. Veiran hún smitast á milli einstaklinga með dropasmiti, snertismiti eða úðasmiti,“ sagði Þórólfur áður en hann útskýrði hverja og eina smitleið, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. „Til þess að forðast dropasmit þurfum við að forðast nánd við aðra, sérstaklega veika einstaklinga, sem mest. Þá þurfum við að hafa í huga þessa nándarreglu, einn til tveir metrar. Hér geta andlitsgrímur hjálpað í ákveðnum aðstæðum eins og við höfum talað um. Einnig þurfa ákveðnir aðilar að hafa í huga hvernig þeir hnerra og hvernig þeir hósta til að vernda aðra aðila sem mest. Snertismit, það þarf að muna að þvo og spritta hendur, hreinsa sameiginlega snertifleti og í vissum aðstæðum að nota hanska. Nú úðasmit, að forðast illa loftræsta staði og nota grímur eins og við höfum talað um áður.“ Þarf ekki marga til að koma af stað faraldri Mikilvægt væri að hafa þessi atriði í huga, í stað þess að hugsa stöðugt um hvað mætti og hvað mætti ekki. Þetta segði hann þar sem nokkuð hafi borið á því einstaklingar hafi verið að leita sér leiða til að komast hjá því að taka þátt í ýmsum aðgerðum. Yfirvöldum hafi til að mynda borist til eyrna að verið væri að færa líkamsrækt innan úr húsum og út til þess að fara eftir reglugerð um sóttvarnir. Einnig hafi einhverjir verið að skilgreina sína starfsemi á annan hátt þannig að reglugerðin nái ekki yfir það. „Þetta er mjög leitt að heyra og þetta mun ekki hjálpa okkur í baráttunni gegn veirunni. Ég bið alla um að hafa þessi grunnprinnsupp í heðri og hafa þau í huga þannig að við getum lágmarkað alla smithættu á milli einstaklinga.“ Ítrekaði Þórólfur þó að flestir færu eftir þessum grunnatriðum sem hann nefndi. „Það getur verið nóg að það séu fáir sem eru að gera það ekki og þá getum við sett af stað faraldur. Ég vil þakka þeim sérstaklega sem hafa farið eftir þessum grunnprinnsippum skýrt og skilmerkilega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Svona var 122. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag í Katrínartúni 2. 8. október 2020 10:37 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42
Svona var 122. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag í Katrínartúni 2. 8. október 2020 10:37
Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48