Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2020 11:42 Yfirvöld óttast það að fari faraldurinn úr böndunum muni álagið á spítala landsins aukast mikið. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. Yfirvöld óttist það einna mest að mikill fjöldi einstaklinga veikist, hætta sé á því að það yfirkeyri spítala landsins. Þetta kom fram í máli Þórólfs á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar minntist hann á að daglegur fjöldi þeirra sem hafi verið að greinast hafi haldist nokkuð stöðugur, en síðustu daga hafa á milli 80 til 100 einstaklingr verið að greinast á hverjum degi. „Vonandi fer þessi tala ekki upp á við. Við viljum alls ekki að hún fari mikið hærra því að það er það sem við óttumst einna mest að við förum að fá mikinn fjölda af einstaklingum sem er að greinast. Það þýðir það að við fáum mikinn fjölda af alvarlega veikum einstaklingum sem hæglega geta yfirkeyrt spítalakerfið ef að það ástand varir eitthvað áfram,“ sagði Þórólfur. „Hundrað manns eru að greinast á hverjum einasta degi. Ef það heldur áfram, eða vex frekar, skilar það sé í enn fleiri innlögnum á spítala, sagði Þórólfur. Ef við missum faraldurinn þannig úr höndunum munum við yfirkeyra spítalann. Hvort hann ræður við það eða ekki er erfitt að segja.“ Þá minnstist hann einnig á að mikill fjöldi væri í sóttkví, um 4.300 einstaklingar. Reynslan sýndi að um fimm prósent af þeim sem eru í sóttkví eigi eftir að veikjast. „Þannig að það er talsverður fjöldi sem á eftir að koma úr sóttkví með veikindi ef að hlutfallið helst óbreytt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26 Rosaleg röð í skimun sem nær langt upp í Ármúla Mikið álag virðist vera við sýnatöku Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sýnataka vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 fer fram í Orkuhúsinu á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. 8. október 2020 10:50 Streyma í sýnatöku í Sunnulækjaskóla Börn úr Sunnulækjaskóla á Selfossi streyma nú í sýnatöku eftir að starfsmaður skólans og börn greindust með Covid-19 á dögunum. Sýnataka fer fram í íþróttahúsi skólans. 8. október 2020 10:24 Tæplega hundrað greindust í gær og 23 á spítala Níutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innlands í gær. Fjörutíu þeirra voru í sóttkví. Þá greindust átta við landamærin. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítalanum með kórónuveiruna. 8. október 2020 09:56 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. Yfirvöld óttist það einna mest að mikill fjöldi einstaklinga veikist, hætta sé á því að það yfirkeyri spítala landsins. Þetta kom fram í máli Þórólfs á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar minntist hann á að daglegur fjöldi þeirra sem hafi verið að greinast hafi haldist nokkuð stöðugur, en síðustu daga hafa á milli 80 til 100 einstaklingr verið að greinast á hverjum degi. „Vonandi fer þessi tala ekki upp á við. Við viljum alls ekki að hún fari mikið hærra því að það er það sem við óttumst einna mest að við förum að fá mikinn fjölda af einstaklingum sem er að greinast. Það þýðir það að við fáum mikinn fjölda af alvarlega veikum einstaklingum sem hæglega geta yfirkeyrt spítalakerfið ef að það ástand varir eitthvað áfram,“ sagði Þórólfur. „Hundrað manns eru að greinast á hverjum einasta degi. Ef það heldur áfram, eða vex frekar, skilar það sé í enn fleiri innlögnum á spítala, sagði Þórólfur. Ef við missum faraldurinn þannig úr höndunum munum við yfirkeyra spítalann. Hvort hann ræður við það eða ekki er erfitt að segja.“ Þá minnstist hann einnig á að mikill fjöldi væri í sóttkví, um 4.300 einstaklingar. Reynslan sýndi að um fimm prósent af þeim sem eru í sóttkví eigi eftir að veikjast. „Þannig að það er talsverður fjöldi sem á eftir að koma úr sóttkví með veikindi ef að hlutfallið helst óbreytt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26 Rosaleg röð í skimun sem nær langt upp í Ármúla Mikið álag virðist vera við sýnatöku Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sýnataka vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 fer fram í Orkuhúsinu á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. 8. október 2020 10:50 Streyma í sýnatöku í Sunnulækjaskóla Börn úr Sunnulækjaskóla á Selfossi streyma nú í sýnatöku eftir að starfsmaður skólans og börn greindust með Covid-19 á dögunum. Sýnataka fer fram í íþróttahúsi skólans. 8. október 2020 10:24 Tæplega hundrað greindust í gær og 23 á spítala Níutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innlands í gær. Fjörutíu þeirra voru í sóttkví. Þá greindust átta við landamærin. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítalanum með kórónuveiruna. 8. október 2020 09:56 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26
Rosaleg röð í skimun sem nær langt upp í Ármúla Mikið álag virðist vera við sýnatöku Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sýnataka vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 fer fram í Orkuhúsinu á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. 8. október 2020 10:50
Streyma í sýnatöku í Sunnulækjaskóla Börn úr Sunnulækjaskóla á Selfossi streyma nú í sýnatöku eftir að starfsmaður skólans og börn greindust með Covid-19 á dögunum. Sýnataka fer fram í íþróttahúsi skólans. 8. október 2020 10:24
Tæplega hundrað greindust í gær og 23 á spítala Níutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innlands í gær. Fjörutíu þeirra voru í sóttkví. Þá greindust átta við landamærin. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítalanum með kórónuveiruna. 8. október 2020 09:56