Óttast að 150 milljónir bætist í hóp sárafátækra Heimsljós 8. október 2020 10:41 gunnisal Stríðsátök, loftslagsbreytingar og COVID-19 gætu leitt til þess að 150 milljónir manna bætist í hóp sárafátækra fyrir lok næsta árs, samkvæmt mati Alþjóðbankans. Útlit er fyrir að samfelldu tveggja áratuga framfaraskeiði, með bættum kjörum þeirra tekjuminnstu, sé lokið. Engar líkur eru á því að mati bankans að fyrsta heimsmarkmiðið um útrýmingu fátæktar náist fyrir árið 2030 nema til komi skjótar og umfangsmiklar aðgerðir. Að mati Alþjóðabankans hefði sárafátækt í heiminum farið undir átta prósent fyrir árslok ef heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði ekki komið til. Sárafátækt er miðuð við tekjur innan við 1,90 bandarískra dali – um 262 krónur íslenskar – og bankinn telur að fjölgun sárafátækra hækki úr 9,1 prósenti í 9,4 prósent fyrir árslok, mest meðal þeirra ríkja sem þegar eru með fjölmennustu hópa fátækra. Í fyrsta heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun segir að útrýma eigi fátækt í allri sinni mynd alls staðar. Í greiningu Alþjóðabankans segir að eftir tíu ár gætu um 7 prósent jarðarbúa enn verið undir mörkum sárafátæktar. Samkvæmt greiningunni gæti fjölgun sárfátækra orðið milli 88 og 115 milljónir á þessu ári. Í árslok næsta árs gæti þeim hafa fjölgað um 150 milljónir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent
Stríðsátök, loftslagsbreytingar og COVID-19 gætu leitt til þess að 150 milljónir manna bætist í hóp sárafátækra fyrir lok næsta árs, samkvæmt mati Alþjóðbankans. Útlit er fyrir að samfelldu tveggja áratuga framfaraskeiði, með bættum kjörum þeirra tekjuminnstu, sé lokið. Engar líkur eru á því að mati bankans að fyrsta heimsmarkmiðið um útrýmingu fátæktar náist fyrir árið 2030 nema til komi skjótar og umfangsmiklar aðgerðir. Að mati Alþjóðabankans hefði sárafátækt í heiminum farið undir átta prósent fyrir árslok ef heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði ekki komið til. Sárafátækt er miðuð við tekjur innan við 1,90 bandarískra dali – um 262 krónur íslenskar – og bankinn telur að fjölgun sárafátækra hækki úr 9,1 prósenti í 9,4 prósent fyrir árslok, mest meðal þeirra ríkja sem þegar eru með fjölmennustu hópa fátækra. Í fyrsta heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun segir að útrýma eigi fátækt í allri sinni mynd alls staðar. Í greiningu Alþjóðabankans segir að eftir tíu ár gætu um 7 prósent jarðarbúa enn verið undir mörkum sárafátæktar. Samkvæmt greiningunni gæti fjölgun sárfátækra orðið milli 88 og 115 milljónir á þessu ári. Í árslok næsta árs gæti þeim hafa fjölgað um 150 milljónir. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent