Kæri landbúnaðarráðherra Ágústa Ágústsdóttir skrifar 8. október 2020 00:42 Kæri landbúnaðarráðherra. Ég er bóndi. Sauðfjárbóndi. Já ég valdi að vera bóndi af því að hjarta mitt slær sem bóndi. Já ég valdi mér búsetu. Að vera bóndi er lífstíll, já. Á sama hátt og að vera trillusjómaður er lífstíll. Á sama hátt og að vera jógakennari er lífstíll. Að vera lögreglumaður er lífstíll. Að vera prestur er lífstíll. Við öll ákveðum okkar lífstíl, hver sem hann er. Ég veit ekki um neinn sem þvingaður er til að starfrækja iðn eða starf sem hann vill alls ekki sinna. Það kallast á íslensku máli „frelsi“. Bændur eru mikilvæg starfsstétt, breið og fjölbreytt. Að starfa sem alþingismaður og ráðherra er lífstíll sem tilheyrir starfsstétt. Ég geri ráð fyrir að þú hafir valið þér þá starfsstétt af fúsum og frjálsum vilja. Ég geri líka ráð fyrir að þú hafir valið þér búsetu án þvingana. Vegna þess að þú ert frjáls. Eins og ég. Þó get ég með engu móti trúað að þú hafir sóttst eftir því að verða landbúnaðarráðherra. Það hefur sjálfsagt bara fylgt með sjávarútvegsráðherraembættinu eins og leiðinda skuggi sem þú neyðist til að hafa með í eftirdragi. Ég velti fyrir mér hver viðbrögðin yrðu ef þú létir sömu orð falla um sjávarútveginn og þú gerir um landbúnaðinn? Þau myndu þá hljóma einhvernvegin svona: „Sjávarútvegurinn er lífstíll sem menn velja sér og þar skiptir engu máli hvort afkoman sé mikil eða lítil“? Að geta í örfáum orðum, án þess að hika og eins og ekkert sé sjálfsagðara, drullað yfir heila starfsstétt, er hæfileiki. Og þú sýndir það sannarlega í pontu alþingis í dag að hæfileikar þínir kunna sér engin mörk. Þessi starfsstétt býr til matinn sem þjóðin nærir sig á. Og það er hverri þjóð nauðsynlegt að vera eins sjálfbær með ræktun og fjölbreytni matvæla og kostur er. Að vera bóndi er lífstíll. Mikilvægur og göfugur lífstíll. En það er líka algjör lágmarkskrafa að við sem vinnum nánast alla vinnuna getum lifað af henni á mannsæmandi hátt án þess að þurfa stunda aðra atvinnu samhliða búskapnum til þess að ná endum saman. Ég veit fáa menn duglegri en bændur. Fáir rekstrareigendur myndu sætta sig við þau kjör sem við búum við í rekstri fyrirtækja okkar. Við eigum skilið virðingu. Niðurgreiðslur ríkisins til sauðfjárbænda eru þeim tilgangi knúnar að ætla neytendum að fá vöruna á lægra verði út úr búð og bóndanum að fá betra verð fyrir vöruna sína. Það er dýrt að rækta mat. Það er alls staðar dýrt að búa til góðan og hreinan mat. En hvers vegna stoppar enginn og spyr sig hvar hnífurinn stendur í kúnni? Hvers vegna fá verslanirnar ávallt frípassa frá allri þessari umræðu? Veit neytandinn t.d. hver álagningin er á grillkjötinu sem hann kaupir glaður út í búð með 50% afslætti ? Eftir að neytandinn labbar út með 50% afsláttarkjörin sín þá labbar verslunin í burtu með 100% álagningu. Hvers vegna eru verslanir með skilarétt á öllu kjöti sem þær versla af sláturleyfishafanum? Þær kaupa kjötið á allt of lágu verði vegna lélegrar samkeppni og það sem selst ekki er svo hent til baka í sláturleyfishafann sem situr uppi með tapið. Verslanirnar bera enga ábyrgð en ganga í burtu með mesta gróðann. Það er staðreynd. Hvers vegna er það Kristján? Það sem mér finnst þó sorglegast af öllu er að ríkistjórnin skuli láta það viðgangast að maður með enga virðingu eða áhuga fyrir landbúnaði fái að gegna þessu mikilvæga embætti. Ef hryggur væri í innviðum þeirra þá myndu þeir finna hæfari mann í það hlutverk. En þar sem ég tel að líkur þess séu álíka jafnmiklar og að þú drífir þig í símann til að hringja í bændur stórvini þína og athuga hvernig þeir hafi það, get ég eingöngu haldið í þá von að þú kunnir að skammast þín og segir sjálfur stöðu þinni sem landbúnaðarráðherra lausri. Höfundur er bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kæri landbúnaðarráðherra. Ég er bóndi. Sauðfjárbóndi. Já ég valdi að vera bóndi af því að hjarta mitt slær sem bóndi. Já ég valdi mér búsetu. Að vera bóndi er lífstíll, já. Á sama hátt og að vera trillusjómaður er lífstíll. Á sama hátt og að vera jógakennari er lífstíll. Að vera lögreglumaður er lífstíll. Að vera prestur er lífstíll. Við öll ákveðum okkar lífstíl, hver sem hann er. Ég veit ekki um neinn sem þvingaður er til að starfrækja iðn eða starf sem hann vill alls ekki sinna. Það kallast á íslensku máli „frelsi“. Bændur eru mikilvæg starfsstétt, breið og fjölbreytt. Að starfa sem alþingismaður og ráðherra er lífstíll sem tilheyrir starfsstétt. Ég geri ráð fyrir að þú hafir valið þér þá starfsstétt af fúsum og frjálsum vilja. Ég geri líka ráð fyrir að þú hafir valið þér búsetu án þvingana. Vegna þess að þú ert frjáls. Eins og ég. Þó get ég með engu móti trúað að þú hafir sóttst eftir því að verða landbúnaðarráðherra. Það hefur sjálfsagt bara fylgt með sjávarútvegsráðherraembættinu eins og leiðinda skuggi sem þú neyðist til að hafa með í eftirdragi. Ég velti fyrir mér hver viðbrögðin yrðu ef þú létir sömu orð falla um sjávarútveginn og þú gerir um landbúnaðinn? Þau myndu þá hljóma einhvernvegin svona: „Sjávarútvegurinn er lífstíll sem menn velja sér og þar skiptir engu máli hvort afkoman sé mikil eða lítil“? Að geta í örfáum orðum, án þess að hika og eins og ekkert sé sjálfsagðara, drullað yfir heila starfsstétt, er hæfileiki. Og þú sýndir það sannarlega í pontu alþingis í dag að hæfileikar þínir kunna sér engin mörk. Þessi starfsstétt býr til matinn sem þjóðin nærir sig á. Og það er hverri þjóð nauðsynlegt að vera eins sjálfbær með ræktun og fjölbreytni matvæla og kostur er. Að vera bóndi er lífstíll. Mikilvægur og göfugur lífstíll. En það er líka algjör lágmarkskrafa að við sem vinnum nánast alla vinnuna getum lifað af henni á mannsæmandi hátt án þess að þurfa stunda aðra atvinnu samhliða búskapnum til þess að ná endum saman. Ég veit fáa menn duglegri en bændur. Fáir rekstrareigendur myndu sætta sig við þau kjör sem við búum við í rekstri fyrirtækja okkar. Við eigum skilið virðingu. Niðurgreiðslur ríkisins til sauðfjárbænda eru þeim tilgangi knúnar að ætla neytendum að fá vöruna á lægra verði út úr búð og bóndanum að fá betra verð fyrir vöruna sína. Það er dýrt að rækta mat. Það er alls staðar dýrt að búa til góðan og hreinan mat. En hvers vegna stoppar enginn og spyr sig hvar hnífurinn stendur í kúnni? Hvers vegna fá verslanirnar ávallt frípassa frá allri þessari umræðu? Veit neytandinn t.d. hver álagningin er á grillkjötinu sem hann kaupir glaður út í búð með 50% afslætti ? Eftir að neytandinn labbar út með 50% afsláttarkjörin sín þá labbar verslunin í burtu með 100% álagningu. Hvers vegna eru verslanir með skilarétt á öllu kjöti sem þær versla af sláturleyfishafanum? Þær kaupa kjötið á allt of lágu verði vegna lélegrar samkeppni og það sem selst ekki er svo hent til baka í sláturleyfishafann sem situr uppi með tapið. Verslanirnar bera enga ábyrgð en ganga í burtu með mesta gróðann. Það er staðreynd. Hvers vegna er það Kristján? Það sem mér finnst þó sorglegast af öllu er að ríkistjórnin skuli láta það viðgangast að maður með enga virðingu eða áhuga fyrir landbúnaði fái að gegna þessu mikilvæga embætti. Ef hryggur væri í innviðum þeirra þá myndu þeir finna hæfari mann í það hlutverk. En þar sem ég tel að líkur þess séu álíka jafnmiklar og að þú drífir þig í símann til að hringja í bændur stórvini þína og athuga hvernig þeir hafi það, get ég eingöngu haldið í þá von að þú kunnir að skammast þín og segir sjálfur stöðu þinni sem landbúnaðarráðherra lausri. Höfundur er bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun