Kæri landbúnaðarráðherra Ágústa Ágústsdóttir skrifar 8. október 2020 00:42 Kæri landbúnaðarráðherra. Ég er bóndi. Sauðfjárbóndi. Já ég valdi að vera bóndi af því að hjarta mitt slær sem bóndi. Já ég valdi mér búsetu. Að vera bóndi er lífstíll, já. Á sama hátt og að vera trillusjómaður er lífstíll. Á sama hátt og að vera jógakennari er lífstíll. Að vera lögreglumaður er lífstíll. Að vera prestur er lífstíll. Við öll ákveðum okkar lífstíl, hver sem hann er. Ég veit ekki um neinn sem þvingaður er til að starfrækja iðn eða starf sem hann vill alls ekki sinna. Það kallast á íslensku máli „frelsi“. Bændur eru mikilvæg starfsstétt, breið og fjölbreytt. Að starfa sem alþingismaður og ráðherra er lífstíll sem tilheyrir starfsstétt. Ég geri ráð fyrir að þú hafir valið þér þá starfsstétt af fúsum og frjálsum vilja. Ég geri líka ráð fyrir að þú hafir valið þér búsetu án þvingana. Vegna þess að þú ert frjáls. Eins og ég. Þó get ég með engu móti trúað að þú hafir sóttst eftir því að verða landbúnaðarráðherra. Það hefur sjálfsagt bara fylgt með sjávarútvegsráðherraembættinu eins og leiðinda skuggi sem þú neyðist til að hafa með í eftirdragi. Ég velti fyrir mér hver viðbrögðin yrðu ef þú létir sömu orð falla um sjávarútveginn og þú gerir um landbúnaðinn? Þau myndu þá hljóma einhvernvegin svona: „Sjávarútvegurinn er lífstíll sem menn velja sér og þar skiptir engu máli hvort afkoman sé mikil eða lítil“? Að geta í örfáum orðum, án þess að hika og eins og ekkert sé sjálfsagðara, drullað yfir heila starfsstétt, er hæfileiki. Og þú sýndir það sannarlega í pontu alþingis í dag að hæfileikar þínir kunna sér engin mörk. Þessi starfsstétt býr til matinn sem þjóðin nærir sig á. Og það er hverri þjóð nauðsynlegt að vera eins sjálfbær með ræktun og fjölbreytni matvæla og kostur er. Að vera bóndi er lífstíll. Mikilvægur og göfugur lífstíll. En það er líka algjör lágmarkskrafa að við sem vinnum nánast alla vinnuna getum lifað af henni á mannsæmandi hátt án þess að þurfa stunda aðra atvinnu samhliða búskapnum til þess að ná endum saman. Ég veit fáa menn duglegri en bændur. Fáir rekstrareigendur myndu sætta sig við þau kjör sem við búum við í rekstri fyrirtækja okkar. Við eigum skilið virðingu. Niðurgreiðslur ríkisins til sauðfjárbænda eru þeim tilgangi knúnar að ætla neytendum að fá vöruna á lægra verði út úr búð og bóndanum að fá betra verð fyrir vöruna sína. Það er dýrt að rækta mat. Það er alls staðar dýrt að búa til góðan og hreinan mat. En hvers vegna stoppar enginn og spyr sig hvar hnífurinn stendur í kúnni? Hvers vegna fá verslanirnar ávallt frípassa frá allri þessari umræðu? Veit neytandinn t.d. hver álagningin er á grillkjötinu sem hann kaupir glaður út í búð með 50% afslætti ? Eftir að neytandinn labbar út með 50% afsláttarkjörin sín þá labbar verslunin í burtu með 100% álagningu. Hvers vegna eru verslanir með skilarétt á öllu kjöti sem þær versla af sláturleyfishafanum? Þær kaupa kjötið á allt of lágu verði vegna lélegrar samkeppni og það sem selst ekki er svo hent til baka í sláturleyfishafann sem situr uppi með tapið. Verslanirnar bera enga ábyrgð en ganga í burtu með mesta gróðann. Það er staðreynd. Hvers vegna er það Kristján? Það sem mér finnst þó sorglegast af öllu er að ríkistjórnin skuli láta það viðgangast að maður með enga virðingu eða áhuga fyrir landbúnaði fái að gegna þessu mikilvæga embætti. Ef hryggur væri í innviðum þeirra þá myndu þeir finna hæfari mann í það hlutverk. En þar sem ég tel að líkur þess séu álíka jafnmiklar og að þú drífir þig í símann til að hringja í bændur stórvini þína og athuga hvernig þeir hafi það, get ég eingöngu haldið í þá von að þú kunnir að skammast þín og segir sjálfur stöðu þinni sem landbúnaðarráðherra lausri. Höfundur er bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Kæri landbúnaðarráðherra. Ég er bóndi. Sauðfjárbóndi. Já ég valdi að vera bóndi af því að hjarta mitt slær sem bóndi. Já ég valdi mér búsetu. Að vera bóndi er lífstíll, já. Á sama hátt og að vera trillusjómaður er lífstíll. Á sama hátt og að vera jógakennari er lífstíll. Að vera lögreglumaður er lífstíll. Að vera prestur er lífstíll. Við öll ákveðum okkar lífstíl, hver sem hann er. Ég veit ekki um neinn sem þvingaður er til að starfrækja iðn eða starf sem hann vill alls ekki sinna. Það kallast á íslensku máli „frelsi“. Bændur eru mikilvæg starfsstétt, breið og fjölbreytt. Að starfa sem alþingismaður og ráðherra er lífstíll sem tilheyrir starfsstétt. Ég geri ráð fyrir að þú hafir valið þér þá starfsstétt af fúsum og frjálsum vilja. Ég geri líka ráð fyrir að þú hafir valið þér búsetu án þvingana. Vegna þess að þú ert frjáls. Eins og ég. Þó get ég með engu móti trúað að þú hafir sóttst eftir því að verða landbúnaðarráðherra. Það hefur sjálfsagt bara fylgt með sjávarútvegsráðherraembættinu eins og leiðinda skuggi sem þú neyðist til að hafa með í eftirdragi. Ég velti fyrir mér hver viðbrögðin yrðu ef þú létir sömu orð falla um sjávarútveginn og þú gerir um landbúnaðinn? Þau myndu þá hljóma einhvernvegin svona: „Sjávarútvegurinn er lífstíll sem menn velja sér og þar skiptir engu máli hvort afkoman sé mikil eða lítil“? Að geta í örfáum orðum, án þess að hika og eins og ekkert sé sjálfsagðara, drullað yfir heila starfsstétt, er hæfileiki. Og þú sýndir það sannarlega í pontu alþingis í dag að hæfileikar þínir kunna sér engin mörk. Þessi starfsstétt býr til matinn sem þjóðin nærir sig á. Og það er hverri þjóð nauðsynlegt að vera eins sjálfbær með ræktun og fjölbreytni matvæla og kostur er. Að vera bóndi er lífstíll. Mikilvægur og göfugur lífstíll. En það er líka algjör lágmarkskrafa að við sem vinnum nánast alla vinnuna getum lifað af henni á mannsæmandi hátt án þess að þurfa stunda aðra atvinnu samhliða búskapnum til þess að ná endum saman. Ég veit fáa menn duglegri en bændur. Fáir rekstrareigendur myndu sætta sig við þau kjör sem við búum við í rekstri fyrirtækja okkar. Við eigum skilið virðingu. Niðurgreiðslur ríkisins til sauðfjárbænda eru þeim tilgangi knúnar að ætla neytendum að fá vöruna á lægra verði út úr búð og bóndanum að fá betra verð fyrir vöruna sína. Það er dýrt að rækta mat. Það er alls staðar dýrt að búa til góðan og hreinan mat. En hvers vegna stoppar enginn og spyr sig hvar hnífurinn stendur í kúnni? Hvers vegna fá verslanirnar ávallt frípassa frá allri þessari umræðu? Veit neytandinn t.d. hver álagningin er á grillkjötinu sem hann kaupir glaður út í búð með 50% afslætti ? Eftir að neytandinn labbar út með 50% afsláttarkjörin sín þá labbar verslunin í burtu með 100% álagningu. Hvers vegna eru verslanir með skilarétt á öllu kjöti sem þær versla af sláturleyfishafanum? Þær kaupa kjötið á allt of lágu verði vegna lélegrar samkeppni og það sem selst ekki er svo hent til baka í sláturleyfishafann sem situr uppi með tapið. Verslanirnar bera enga ábyrgð en ganga í burtu með mesta gróðann. Það er staðreynd. Hvers vegna er það Kristján? Það sem mér finnst þó sorglegast af öllu er að ríkistjórnin skuli láta það viðgangast að maður með enga virðingu eða áhuga fyrir landbúnaði fái að gegna þessu mikilvæga embætti. Ef hryggur væri í innviðum þeirra þá myndu þeir finna hæfari mann í það hlutverk. En þar sem ég tel að líkur þess séu álíka jafnmiklar og að þú drífir þig í símann til að hringja í bændur stórvini þína og athuga hvernig þeir hafi það, get ég eingöngu haldið í þá von að þú kunnir að skammast þín og segir sjálfur stöðu þinni sem landbúnaðarráðherra lausri. Höfundur er bóndi á Reistarnesi á Melrakkasléttu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun