Gunnlaugur fannst eftir fjóra mánuði og 50 kílómetra ferðalag Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 08:01 Gunnlaugur í fangi konunnar sem fann hann í Varmahlíð. Á kortinu er gerð grein fyrir ferðalagi kisa en um 50 kílómetrar eru á milli Hofsóss og Varmahlíðar. Samsett Kötturinn Gunnlaugur, sem búsettur er í grennd við Hofsós, komst heilu og höldnu heim til sín í gær eftir fjóra mánuði á vergangi. Gunnlaugur fannst í Varmahlíð í Skagafirði – um fimmtíu kílómetrum frá heimili sínu. Kærasti Freyju Amble Gísladóttur hefur átt Gunnlaug í átta ár. Freyja segir í samtali við Vísi að kisi hafi gufað upp um miðjan júní síðastliðinn. Alvanalegt sé að hann hverfi í tvo, þrjá daga, enda mikill veiðiköttur. „En svo skilaði hann sér ekkert, við fórum til nágrannans að leita en sáum hann hvergi. Svo liðu tveir mánuðir og við vorum búin að gefast upp á því á að finna hann. Þannig að við fórum og fengum okkur kettlinga.“ Gunnlaugur að njóta sín í sveitinni.Aðsend Í morgun dró þó óvænt til tíðinda. „Ég vaknaði og kærastinn minn, sem á Gunnlaug, hafði séð færslu á Facebook um týndan kött. Dýralæknirinn okkar hafði deilt henni. Og kærastinn minn segir við mig: „Ég held að Gunnlaugur sé fundinn“.“ Og Gunnlaugur reyndist svo sannarlega hafa komið í leitirnar; um fimmtíu kílómetra frá heimili sínu. Freyja segir að þau gruni sterklega að hann hafi farið upp í bíl og óvart húkkað far. „Þetta eru um fimmtíu kílómetrar frá okkur á Hofsósi og í Varmahlíð þar sem hann fannst. Og ár og vötn og allt á milli,“ segir Freyja. Þá virðist sem Gunnlaugi hafi ekki orðið meint af svaðilförinni. „Hann var aðeins of feitur þegar hann fór frá okkur en er núna í flottu standi,“ segir Freyja og hlær. „Og hann er sérstaklega glaður að vera kominn til baka. En þetta er auðvitað ótrúlegt. Við hefðum aldrei fundið hann ef fólk hefði ekki auglýst hann á netinu.“ Dýr Skagafjörður Gæludýr Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Kötturinn Gunnlaugur, sem búsettur er í grennd við Hofsós, komst heilu og höldnu heim til sín í gær eftir fjóra mánuði á vergangi. Gunnlaugur fannst í Varmahlíð í Skagafirði – um fimmtíu kílómetrum frá heimili sínu. Kærasti Freyju Amble Gísladóttur hefur átt Gunnlaug í átta ár. Freyja segir í samtali við Vísi að kisi hafi gufað upp um miðjan júní síðastliðinn. Alvanalegt sé að hann hverfi í tvo, þrjá daga, enda mikill veiðiköttur. „En svo skilaði hann sér ekkert, við fórum til nágrannans að leita en sáum hann hvergi. Svo liðu tveir mánuðir og við vorum búin að gefast upp á því á að finna hann. Þannig að við fórum og fengum okkur kettlinga.“ Gunnlaugur að njóta sín í sveitinni.Aðsend Í morgun dró þó óvænt til tíðinda. „Ég vaknaði og kærastinn minn, sem á Gunnlaug, hafði séð færslu á Facebook um týndan kött. Dýralæknirinn okkar hafði deilt henni. Og kærastinn minn segir við mig: „Ég held að Gunnlaugur sé fundinn“.“ Og Gunnlaugur reyndist svo sannarlega hafa komið í leitirnar; um fimmtíu kílómetra frá heimili sínu. Freyja segir að þau gruni sterklega að hann hafi farið upp í bíl og óvart húkkað far. „Þetta eru um fimmtíu kílómetrar frá okkur á Hofsósi og í Varmahlíð þar sem hann fannst. Og ár og vötn og allt á milli,“ segir Freyja. Þá virðist sem Gunnlaugi hafi ekki orðið meint af svaðilförinni. „Hann var aðeins of feitur þegar hann fór frá okkur en er núna í flottu standi,“ segir Freyja og hlær. „Og hann er sérstaklega glaður að vera kominn til baka. En þetta er auðvitað ótrúlegt. Við hefðum aldrei fundið hann ef fólk hefði ekki auglýst hann á netinu.“
Dýr Skagafjörður Gæludýr Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira