Grískur nýnasistaflokkur talinn glæpasamtök Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2020 10:59 Liðsmenn hægriöfgaflokksins Gullinnar dögunar á viðburði þeirra í fyrra. Flokkurinn hefur nú verið úrskurðaður glæpasamtök. AP/Yorgos Karahalis Áfrýjunardómstóll í Grikklandi komst að þeirri niðurstöðu að sjö leiðtogar nýnasíska hægriöfgaflokksins Gullinnar dögunar hafi rekið glæpasamtök í dag. Flokkurinn er sá þriðji stærsti á gríska þinginu. Rannsókn á leiðtogum og þingmönnum Gullinnar dögunar fyrir ýmsa glæpi hófst eftir að stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, vinstrisinnaðan rapptónlistarmann, árið 2013. Nikos Michaloliakos, leiðtogi Gullinnar dögunar, og sex aðrir eiga nú yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsisvist. Aðrir sem voru sakfelldir fyrir að tilheyra glæpasamtökum geta vænst allt að tíu ára fangelsisdóms. Mikill viðbúnaður var við dómshúsið í Aþenu í morgun en mannfjöldi hafði safnast þar saman. Breska ríkisútvarpið BBC segir að um 2.000 lögreglumenn hafi staðið vörð um dómshúsið en nokkur hundruð mótmælendur hafi krafist langra fangelsisdóma yfir liðsmönnum samtakanna. AP-fréttastofan segir að allt að 15.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn fasisma fyrir utan dómshúsið. Aðalsakborningarnir í málinu eru leiðtoginn Michaloliakos og átján fyrrverandi þingmenn flokksins. Í heildina eru tæplega sjötíu liðsmenn samtakanna ákærðir fyrir glæpi. Málið gegn Gullinni dögun hefur tekið fimm ár í meðförum saksóknara og dómstóla. Nikos Michaloliakos leiðtogi Gullinnar dögunar er aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Leiðtogar flokksins hafa þó alltaf hafnað því að hann sé nýnasistaflokkur.AP/Lefteris Pitarakis Auk morðsins á Fyssas hafa liðsmenn Gullinnar dögunar verið bendlaðir við tugi árása á innflytjendur og vinstrisinnaða pólitíska andstæðinga. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa reynt að myrða egypskan sjómann árið 2012 og liðsmann kommúnísku verkalýðssamtakanna PAME árið 2013. Stuðningsmaður samtakanna hefur þegar verið sakfelldur fyrir morðið á Fyssas og fimmtán liðsmenn þeirra til viðbótar fyrir aðild að því. Gullinni dögun óx ásmegin eftir fjármálahrunið í lok síðasta áratugs og náði átján fulltrúum inn á þing í kosningum árið 2012. Rak flokkurinn harða stefnu gegn innflytjendum. Stuðningsmenn flokksins réðusst á pólitíska andstæðinga og innflytjendur með ofbeldi. Michaloliakos stofnaði Gullna dögun um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Hann var aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Heilsaði hann jafnan að nasistasið á baráttufundum samtakanna. Þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans árið 2013 fundust skotvopn og skotfæri. Hann hefur neitað allri vitneskju um morðið á Fyssas. Grikkland Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Grikklandi komst að þeirri niðurstöðu að sjö leiðtogar nýnasíska hægriöfgaflokksins Gullinnar dögunar hafi rekið glæpasamtök í dag. Flokkurinn er sá þriðji stærsti á gríska þinginu. Rannsókn á leiðtogum og þingmönnum Gullinnar dögunar fyrir ýmsa glæpi hófst eftir að stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, vinstrisinnaðan rapptónlistarmann, árið 2013. Nikos Michaloliakos, leiðtogi Gullinnar dögunar, og sex aðrir eiga nú yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsisvist. Aðrir sem voru sakfelldir fyrir að tilheyra glæpasamtökum geta vænst allt að tíu ára fangelsisdóms. Mikill viðbúnaður var við dómshúsið í Aþenu í morgun en mannfjöldi hafði safnast þar saman. Breska ríkisútvarpið BBC segir að um 2.000 lögreglumenn hafi staðið vörð um dómshúsið en nokkur hundruð mótmælendur hafi krafist langra fangelsisdóma yfir liðsmönnum samtakanna. AP-fréttastofan segir að allt að 15.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn fasisma fyrir utan dómshúsið. Aðalsakborningarnir í málinu eru leiðtoginn Michaloliakos og átján fyrrverandi þingmenn flokksins. Í heildina eru tæplega sjötíu liðsmenn samtakanna ákærðir fyrir glæpi. Málið gegn Gullinni dögun hefur tekið fimm ár í meðförum saksóknara og dómstóla. Nikos Michaloliakos leiðtogi Gullinnar dögunar er aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Leiðtogar flokksins hafa þó alltaf hafnað því að hann sé nýnasistaflokkur.AP/Lefteris Pitarakis Auk morðsins á Fyssas hafa liðsmenn Gullinnar dögunar verið bendlaðir við tugi árása á innflytjendur og vinstrisinnaða pólitíska andstæðinga. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa reynt að myrða egypskan sjómann árið 2012 og liðsmann kommúnísku verkalýðssamtakanna PAME árið 2013. Stuðningsmaður samtakanna hefur þegar verið sakfelldur fyrir morðið á Fyssas og fimmtán liðsmenn þeirra til viðbótar fyrir aðild að því. Gullinni dögun óx ásmegin eftir fjármálahrunið í lok síðasta áratugs og náði átján fulltrúum inn á þing í kosningum árið 2012. Rak flokkurinn harða stefnu gegn innflytjendum. Stuðningsmenn flokksins réðusst á pólitíska andstæðinga og innflytjendur með ofbeldi. Michaloliakos stofnaði Gullna dögun um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Hann var aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Heilsaði hann jafnan að nasistasið á baráttufundum samtakanna. Þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans árið 2013 fundust skotvopn og skotfæri. Hann hefur neitað allri vitneskju um morðið á Fyssas.
Grikkland Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila