Grískur nýnasistaflokkur talinn glæpasamtök Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2020 10:59 Liðsmenn hægriöfgaflokksins Gullinnar dögunar á viðburði þeirra í fyrra. Flokkurinn hefur nú verið úrskurðaður glæpasamtök. AP/Yorgos Karahalis Áfrýjunardómstóll í Grikklandi komst að þeirri niðurstöðu að sjö leiðtogar nýnasíska hægriöfgaflokksins Gullinnar dögunar hafi rekið glæpasamtök í dag. Flokkurinn er sá þriðji stærsti á gríska þinginu. Rannsókn á leiðtogum og þingmönnum Gullinnar dögunar fyrir ýmsa glæpi hófst eftir að stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, vinstrisinnaðan rapptónlistarmann, árið 2013. Nikos Michaloliakos, leiðtogi Gullinnar dögunar, og sex aðrir eiga nú yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsisvist. Aðrir sem voru sakfelldir fyrir að tilheyra glæpasamtökum geta vænst allt að tíu ára fangelsisdóms. Mikill viðbúnaður var við dómshúsið í Aþenu í morgun en mannfjöldi hafði safnast þar saman. Breska ríkisútvarpið BBC segir að um 2.000 lögreglumenn hafi staðið vörð um dómshúsið en nokkur hundruð mótmælendur hafi krafist langra fangelsisdóma yfir liðsmönnum samtakanna. AP-fréttastofan segir að allt að 15.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn fasisma fyrir utan dómshúsið. Aðalsakborningarnir í málinu eru leiðtoginn Michaloliakos og átján fyrrverandi þingmenn flokksins. Í heildina eru tæplega sjötíu liðsmenn samtakanna ákærðir fyrir glæpi. Málið gegn Gullinni dögun hefur tekið fimm ár í meðförum saksóknara og dómstóla. Nikos Michaloliakos leiðtogi Gullinnar dögunar er aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Leiðtogar flokksins hafa þó alltaf hafnað því að hann sé nýnasistaflokkur.AP/Lefteris Pitarakis Auk morðsins á Fyssas hafa liðsmenn Gullinnar dögunar verið bendlaðir við tugi árása á innflytjendur og vinstrisinnaða pólitíska andstæðinga. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa reynt að myrða egypskan sjómann árið 2012 og liðsmann kommúnísku verkalýðssamtakanna PAME árið 2013. Stuðningsmaður samtakanna hefur þegar verið sakfelldur fyrir morðið á Fyssas og fimmtán liðsmenn þeirra til viðbótar fyrir aðild að því. Gullinni dögun óx ásmegin eftir fjármálahrunið í lok síðasta áratugs og náði átján fulltrúum inn á þing í kosningum árið 2012. Rak flokkurinn harða stefnu gegn innflytjendum. Stuðningsmenn flokksins réðusst á pólitíska andstæðinga og innflytjendur með ofbeldi. Michaloliakos stofnaði Gullna dögun um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Hann var aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Heilsaði hann jafnan að nasistasið á baráttufundum samtakanna. Þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans árið 2013 fundust skotvopn og skotfæri. Hann hefur neitað allri vitneskju um morðið á Fyssas. Grikkland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Grikklandi komst að þeirri niðurstöðu að sjö leiðtogar nýnasíska hægriöfgaflokksins Gullinnar dögunar hafi rekið glæpasamtök í dag. Flokkurinn er sá þriðji stærsti á gríska þinginu. Rannsókn á leiðtogum og þingmönnum Gullinnar dögunar fyrir ýmsa glæpi hófst eftir að stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, vinstrisinnaðan rapptónlistarmann, árið 2013. Nikos Michaloliakos, leiðtogi Gullinnar dögunar, og sex aðrir eiga nú yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsisvist. Aðrir sem voru sakfelldir fyrir að tilheyra glæpasamtökum geta vænst allt að tíu ára fangelsisdóms. Mikill viðbúnaður var við dómshúsið í Aþenu í morgun en mannfjöldi hafði safnast þar saman. Breska ríkisútvarpið BBC segir að um 2.000 lögreglumenn hafi staðið vörð um dómshúsið en nokkur hundruð mótmælendur hafi krafist langra fangelsisdóma yfir liðsmönnum samtakanna. AP-fréttastofan segir að allt að 15.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn fasisma fyrir utan dómshúsið. Aðalsakborningarnir í málinu eru leiðtoginn Michaloliakos og átján fyrrverandi þingmenn flokksins. Í heildina eru tæplega sjötíu liðsmenn samtakanna ákærðir fyrir glæpi. Málið gegn Gullinni dögun hefur tekið fimm ár í meðförum saksóknara og dómstóla. Nikos Michaloliakos leiðtogi Gullinnar dögunar er aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Leiðtogar flokksins hafa þó alltaf hafnað því að hann sé nýnasistaflokkur.AP/Lefteris Pitarakis Auk morðsins á Fyssas hafa liðsmenn Gullinnar dögunar verið bendlaðir við tugi árása á innflytjendur og vinstrisinnaða pólitíska andstæðinga. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa reynt að myrða egypskan sjómann árið 2012 og liðsmann kommúnísku verkalýðssamtakanna PAME árið 2013. Stuðningsmaður samtakanna hefur þegar verið sakfelldur fyrir morðið á Fyssas og fimmtán liðsmenn þeirra til viðbótar fyrir aðild að því. Gullinni dögun óx ásmegin eftir fjármálahrunið í lok síðasta áratugs og náði átján fulltrúum inn á þing í kosningum árið 2012. Rak flokkurinn harða stefnu gegn innflytjendum. Stuðningsmenn flokksins réðusst á pólitíska andstæðinga og innflytjendur með ofbeldi. Michaloliakos stofnaði Gullna dögun um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Hann var aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Heilsaði hann jafnan að nasistasið á baráttufundum samtakanna. Þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans árið 2013 fundust skotvopn og skotfæri. Hann hefur neitað allri vitneskju um morðið á Fyssas.
Grikkland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira