Grískur nýnasistaflokkur talinn glæpasamtök Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2020 10:59 Liðsmenn hægriöfgaflokksins Gullinnar dögunar á viðburði þeirra í fyrra. Flokkurinn hefur nú verið úrskurðaður glæpasamtök. AP/Yorgos Karahalis Áfrýjunardómstóll í Grikklandi komst að þeirri niðurstöðu að sjö leiðtogar nýnasíska hægriöfgaflokksins Gullinnar dögunar hafi rekið glæpasamtök í dag. Flokkurinn er sá þriðji stærsti á gríska þinginu. Rannsókn á leiðtogum og þingmönnum Gullinnar dögunar fyrir ýmsa glæpi hófst eftir að stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, vinstrisinnaðan rapptónlistarmann, árið 2013. Nikos Michaloliakos, leiðtogi Gullinnar dögunar, og sex aðrir eiga nú yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsisvist. Aðrir sem voru sakfelldir fyrir að tilheyra glæpasamtökum geta vænst allt að tíu ára fangelsisdóms. Mikill viðbúnaður var við dómshúsið í Aþenu í morgun en mannfjöldi hafði safnast þar saman. Breska ríkisútvarpið BBC segir að um 2.000 lögreglumenn hafi staðið vörð um dómshúsið en nokkur hundruð mótmælendur hafi krafist langra fangelsisdóma yfir liðsmönnum samtakanna. AP-fréttastofan segir að allt að 15.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn fasisma fyrir utan dómshúsið. Aðalsakborningarnir í málinu eru leiðtoginn Michaloliakos og átján fyrrverandi þingmenn flokksins. Í heildina eru tæplega sjötíu liðsmenn samtakanna ákærðir fyrir glæpi. Málið gegn Gullinni dögun hefur tekið fimm ár í meðförum saksóknara og dómstóla. Nikos Michaloliakos leiðtogi Gullinnar dögunar er aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Leiðtogar flokksins hafa þó alltaf hafnað því að hann sé nýnasistaflokkur.AP/Lefteris Pitarakis Auk morðsins á Fyssas hafa liðsmenn Gullinnar dögunar verið bendlaðir við tugi árása á innflytjendur og vinstrisinnaða pólitíska andstæðinga. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa reynt að myrða egypskan sjómann árið 2012 og liðsmann kommúnísku verkalýðssamtakanna PAME árið 2013. Stuðningsmaður samtakanna hefur þegar verið sakfelldur fyrir morðið á Fyssas og fimmtán liðsmenn þeirra til viðbótar fyrir aðild að því. Gullinni dögun óx ásmegin eftir fjármálahrunið í lok síðasta áratugs og náði átján fulltrúum inn á þing í kosningum árið 2012. Rak flokkurinn harða stefnu gegn innflytjendum. Stuðningsmenn flokksins réðusst á pólitíska andstæðinga og innflytjendur með ofbeldi. Michaloliakos stofnaði Gullna dögun um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Hann var aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Heilsaði hann jafnan að nasistasið á baráttufundum samtakanna. Þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans árið 2013 fundust skotvopn og skotfæri. Hann hefur neitað allri vitneskju um morðið á Fyssas. Grikkland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Grikklandi komst að þeirri niðurstöðu að sjö leiðtogar nýnasíska hægriöfgaflokksins Gullinnar dögunar hafi rekið glæpasamtök í dag. Flokkurinn er sá þriðji stærsti á gríska þinginu. Rannsókn á leiðtogum og þingmönnum Gullinnar dögunar fyrir ýmsa glæpi hófst eftir að stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, vinstrisinnaðan rapptónlistarmann, árið 2013. Nikos Michaloliakos, leiðtogi Gullinnar dögunar, og sex aðrir eiga nú yfir höfði sér fimm til fimmtán ára fangelsisvist. Aðrir sem voru sakfelldir fyrir að tilheyra glæpasamtökum geta vænst allt að tíu ára fangelsisdóms. Mikill viðbúnaður var við dómshúsið í Aþenu í morgun en mannfjöldi hafði safnast þar saman. Breska ríkisútvarpið BBC segir að um 2.000 lögreglumenn hafi staðið vörð um dómshúsið en nokkur hundruð mótmælendur hafi krafist langra fangelsisdóma yfir liðsmönnum samtakanna. AP-fréttastofan segir að allt að 15.000 manns hafi tekið þátt í mótmælum gegn fasisma fyrir utan dómshúsið. Aðalsakborningarnir í málinu eru leiðtoginn Michaloliakos og átján fyrrverandi þingmenn flokksins. Í heildina eru tæplega sjötíu liðsmenn samtakanna ákærðir fyrir glæpi. Málið gegn Gullinni dögun hefur tekið fimm ár í meðförum saksóknara og dómstóla. Nikos Michaloliakos leiðtogi Gullinnar dögunar er aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Leiðtogar flokksins hafa þó alltaf hafnað því að hann sé nýnasistaflokkur.AP/Lefteris Pitarakis Auk morðsins á Fyssas hafa liðsmenn Gullinnar dögunar verið bendlaðir við tugi árása á innflytjendur og vinstrisinnaða pólitíska andstæðinga. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa reynt að myrða egypskan sjómann árið 2012 og liðsmann kommúnísku verkalýðssamtakanna PAME árið 2013. Stuðningsmaður samtakanna hefur þegar verið sakfelldur fyrir morðið á Fyssas og fimmtán liðsmenn þeirra til viðbótar fyrir aðild að því. Gullinni dögun óx ásmegin eftir fjármálahrunið í lok síðasta áratugs og náði átján fulltrúum inn á þing í kosningum árið 2012. Rak flokkurinn harða stefnu gegn innflytjendum. Stuðningsmenn flokksins réðusst á pólitíska andstæðinga og innflytjendur með ofbeldi. Michaloliakos stofnaði Gullna dögun um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Hann var aðdáandi nasisma og afneitaði helförinni. Heilsaði hann jafnan að nasistasið á baráttufundum samtakanna. Þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans árið 2013 fundust skotvopn og skotfæri. Hann hefur neitað allri vitneskju um morðið á Fyssas.
Grikkland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent