Ítalir glíma við kórónuveirusmit fyrir Íslandsför Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2020 10:24 Alessandro Bastoni, leikmaður Inter og U21-landsliðsins, greindist með kórónuveirusmit samkvæmt Gazzetta dello Sport. Getty/Claudio Villa Ítalska U21-landslið karla í fótbolta á að spila við Ísland í undankeppni EM á Víkingsvelli á föstudaginn. Tveir leikmenn greindust með kórónuveirusmit í ítalska hópnum í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ítalska knattspyrnusambandsins. Ítalska liðið er sem stendur í Tirrenia á Ítalíu en æfingu dagsins hefur verið aflýst og leikmenn verið í einangrun síðan í gærkvöld. Þeir sem greinst hafi neikvæðir í gær fari allir aftur í smitpróf í dag. Ef ítalski hópurinn getur haldið sínu striki og ferðast til Íslands munu meðlimir hans fara í smitpróf á Keflavíkurflugvelli. Greinist leikmaður með smit gæti hópurinn allur þurft að fara í sóttkví. UEFA getur úrskurðað um sigurvegara Það er í höndum UEFA að ákveða hvað gerist ef að leikurinn getur ekki farið fram á föstudaginn. Reglur UEFA segja til um að ef 13 leikmenn Ítalíu, þar af einn markmaður, eru til taks þá geti leikurinn farið fram. Annars er mögulegt að öðru liðinu, því sem talið er bera ábyrgð á að leikurinn fór ekki fram, verði úrskurðaður sigur. Ef UEFA kemst að þeirri niðurstöðu að hvorugu eða báðum liðum sé um að kenna getur hlutkesti ráðið úrslitum. Afar mikilvægur leikur Ísland á möguleika á að vinna riðilinn eftir frækinn sigur á Svíþjóð í síðasta mánuði. Ísland þarf þó líklega að vinna Ítalíu, sem og Lúxemborg næsta þriðjudag, og þá væri framundan úrslitaleikur við Írland á útivelli í nóvember. Írland er með 16 stig eftir sjö leiki, Ítalía 13 og Ísland 12 stig eftir sex leiki. Fótbolti UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45 Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31 Stór hópur hjá U21 | Leikmenn sem spila á Íslandi ekki í seinni leiknum Arnar Þór Viðarsson hefur valið hópinn fyrir komandi verkefni hjá U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu sem mætir Ítalíu og Lúxemborg í undankeppni EM 2021. Stærð hópsins vekur athygli en eðlilegar skýringar eru á því. 2. október 2020 17:45 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-0 | Sveinn Aron tryggði íslenska liðinu sigur í Fossvoginum Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta vann 1-0 sigur á Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í Fossvoginum í dag. 4. september 2020 19:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Sjá meira
Ítalska U21-landslið karla í fótbolta á að spila við Ísland í undankeppni EM á Víkingsvelli á föstudaginn. Tveir leikmenn greindust með kórónuveirusmit í ítalska hópnum í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ítalska knattspyrnusambandsins. Ítalska liðið er sem stendur í Tirrenia á Ítalíu en æfingu dagsins hefur verið aflýst og leikmenn verið í einangrun síðan í gærkvöld. Þeir sem greinst hafi neikvæðir í gær fari allir aftur í smitpróf í dag. Ef ítalski hópurinn getur haldið sínu striki og ferðast til Íslands munu meðlimir hans fara í smitpróf á Keflavíkurflugvelli. Greinist leikmaður með smit gæti hópurinn allur þurft að fara í sóttkví. UEFA getur úrskurðað um sigurvegara Það er í höndum UEFA að ákveða hvað gerist ef að leikurinn getur ekki farið fram á föstudaginn. Reglur UEFA segja til um að ef 13 leikmenn Ítalíu, þar af einn markmaður, eru til taks þá geti leikurinn farið fram. Annars er mögulegt að öðru liðinu, því sem talið er bera ábyrgð á að leikurinn fór ekki fram, verði úrskurðaður sigur. Ef UEFA kemst að þeirri niðurstöðu að hvorugu eða báðum liðum sé um að kenna getur hlutkesti ráðið úrslitum. Afar mikilvægur leikur Ísland á möguleika á að vinna riðilinn eftir frækinn sigur á Svíþjóð í síðasta mánuði. Ísland þarf þó líklega að vinna Ítalíu, sem og Lúxemborg næsta þriðjudag, og þá væri framundan úrslitaleikur við Írland á útivelli í nóvember. Írland er með 16 stig eftir sjö leiki, Ítalía 13 og Ísland 12 stig eftir sex leiki.
Fótbolti UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45 Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31 Stór hópur hjá U21 | Leikmenn sem spila á Íslandi ekki í seinni leiknum Arnar Þór Viðarsson hefur valið hópinn fyrir komandi verkefni hjá U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu sem mætir Ítalíu og Lúxemborg í undankeppni EM 2021. Stærð hópsins vekur athygli en eðlilegar skýringar eru á því. 2. október 2020 17:45 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-0 | Sveinn Aron tryggði íslenska liðinu sigur í Fossvoginum Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta vann 1-0 sigur á Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í Fossvoginum í dag. 4. september 2020 19:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Sjá meira
Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45
Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31
Stór hópur hjá U21 | Leikmenn sem spila á Íslandi ekki í seinni leiknum Arnar Þór Viðarsson hefur valið hópinn fyrir komandi verkefni hjá U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu sem mætir Ítalíu og Lúxemborg í undankeppni EM 2021. Stærð hópsins vekur athygli en eðlilegar skýringar eru á því. 2. október 2020 17:45
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-0 | Sveinn Aron tryggði íslenska liðinu sigur í Fossvoginum Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta vann 1-0 sigur á Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í Fossvoginum í dag. 4. september 2020 19:00