Íslenski boltinn

For­maður knd. Hauka segir um­mæli Þor­steins grafa undan upp­byggingu annarra fé­laga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson er þjálfari Breiðabliks sem situr á toppi Pepsi Max deildar kvenna.
Þorsteinn Halldórsson er þjálfari Breiðabliks sem situr á toppi Pepsi Max deildar kvenna. vísir/bára

Halldór Jón Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Hauka, vandar Þorsteini Halldórssyni, þjálfara Breiðabliks, ekki kveðjurnar í pistli sem hann skrifar á fésbókarsíðu Hauka.

Ummæli Þorsteins um Sveindísi Jane Jónsdóttir í síðasta mánuði vöktu mikla athygli en þar sagði Þorsteinn að Sveindís hefði fyrr átt að fljúga úr hreiðrinu í Keflavík og í sterkari æfingaumhverfi.

Ummælin voru mikið rædd og nú fær hann Þorsteinn orð í eyra úr Hafnarfirði.

„Tilgangurinn með þessum ummælum virðist vera markaðssetning á kvennaliði Breiðabliks þar sem markmiðið er að fá enn fleiri efnilegar stúlkur til að ganga til liðs við félagið,“ skrifaði Halldór. Og hélt áfram.

„Stelpur sem spila með „lakari“ liðum í Pepsí Max deildinni, Lengjudeildinni eða í 2. deildinni. Stelpur sem eru í stórum hlutverkum í sínum liðum, fá að njóta sín, takast á við mótlæti, að þroskast og þróast sem leikmenn. Það kemur ávallt að þeim tímapunkti að efnilegir leikmenn taka næsta skref á sínum ferli, hvort sem það er að fara í sterkara lið hér á landi eða beint út í atvinnumennsku.“

„Hins vegar er þessi markaðssetning þjálfara Breiðablik taktlaus þar sem tilraunin virðist vera sú að reyna að fá 15 til 16 ára stúlkur til að yfirgefa sín uppeldisfélög – það er verið að grafa undan þeirri uppbyggingu sem á sér stað í fjölmörgum félögum.“

Allan pistilinn má lesa á fésbókarsíðu Hauka.


Tengdar fréttir

Breiðablik segir ummæli Þorsteins tekin úr samhengi

Knattspyrnudeild Breiðabliks segir að ummæli Þorsteins Halldórssonar varðandi Sveindísi Jane Jónsdóttur og uppeldisfélag hennar hafa verið slitin úr samhengi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Breiðablik gaf frá sér í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×