Katrín „væntir þess“ að leikur Íslands og Rúmeníu fari fram á fimmtudaginn Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2020 18:36 Katrín reiknar með að leikurinn fari fram. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sagði nú rétt í þessu að leikur Íslands og Rúmeníu á fimmtudaginn muni að öllum líkindum fara fram. Þetta sagði hún í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vænti þess að leikurinn geti farið fram en að við þurfum að horfa á hann í sjónvarpinu,“ sagði Katrín í samtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ísland og Rúmeníu mætast í umspili um laust sæti á EM næsta sumar en leikurinn er undanúrslitaleikur. Sigurvegarinn mætir annað hvort Ungverjalandi eða Búlgaríu í úrslitaleiknum. „Það fer eftir því hvað kemur til með að standa í endanlegu reglugerðinni varðandi íþróttastarf,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn í dag, er hann var spurður út í landsleikinn í dag. Þá átti einnig eftir að fara yfir hversu mikilvægur leikurinn væri samfélaginu. Það er með öllu óljóst í augnablikinu hvort Ísland og Rúmenía mætast á fimmtudaginn.https://t.co/DfH9oomjGN— Sportið á Vísi (@VisirSport) October 6, 2020 „Það hafa verið veittar undanþágur í reglugerðunum hingað til vegna samfélagslega mikilvægra aðgerða. Það má örugglega deila um það hversu mikilvægur fótboltaleikur er. Okkur hefur verið gerð grein fyrir því af knattspyrnusambandinu að þarna sé leikur þar sem að milljarðar króna séu í húfi, þannig að það getur verið ansi samfélagslega mikilvægt mál. Það verður auðvitað skoðað í framhaldinu,“ sagði Víðir. UEFA greiðir hverju knattspyrnusambandi sem kemur liði á EM 9,25 milljónir evra, jafnvirði 1,5 milljarðs króna. Fyrir hvern sigur í riðlakeppni fæst 1,5 milljón evra og 750 þúsund evrur fyrir jafntefli, og með því að komast lengra á mótinu fæst sífellt hærri upphæð. Mest er hægt að fá samtals 34 milljónir evra með því að vinna EM, bara með vinningsfé frá UEFA. Vonir stóðu til að 900 stuðningsmenn gætu mætt á landsleikinn á fimmtudag en Þórólfur kvaðst á fundinum í dag mæla með 20 manna samkomutakmörkunum, eingöngu með undantekningum fyrir útfarir og skólastarf. Því eru litlar sem engar líkur á að engir áhorfendur verði á leiknum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sagði nú rétt í þessu að leikur Íslands og Rúmeníu á fimmtudaginn muni að öllum líkindum fara fram. Þetta sagði hún í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vænti þess að leikurinn geti farið fram en að við þurfum að horfa á hann í sjónvarpinu,“ sagði Katrín í samtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ísland og Rúmeníu mætast í umspili um laust sæti á EM næsta sumar en leikurinn er undanúrslitaleikur. Sigurvegarinn mætir annað hvort Ungverjalandi eða Búlgaríu í úrslitaleiknum. „Það fer eftir því hvað kemur til með að standa í endanlegu reglugerðinni varðandi íþróttastarf,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn í dag, er hann var spurður út í landsleikinn í dag. Þá átti einnig eftir að fara yfir hversu mikilvægur leikurinn væri samfélaginu. Það er með öllu óljóst í augnablikinu hvort Ísland og Rúmenía mætast á fimmtudaginn.https://t.co/DfH9oomjGN— Sportið á Vísi (@VisirSport) October 6, 2020 „Það hafa verið veittar undanþágur í reglugerðunum hingað til vegna samfélagslega mikilvægra aðgerða. Það má örugglega deila um það hversu mikilvægur fótboltaleikur er. Okkur hefur verið gerð grein fyrir því af knattspyrnusambandinu að þarna sé leikur þar sem að milljarðar króna séu í húfi, þannig að það getur verið ansi samfélagslega mikilvægt mál. Það verður auðvitað skoðað í framhaldinu,“ sagði Víðir. UEFA greiðir hverju knattspyrnusambandi sem kemur liði á EM 9,25 milljónir evra, jafnvirði 1,5 milljarðs króna. Fyrir hvern sigur í riðlakeppni fæst 1,5 milljón evra og 750 þúsund evrur fyrir jafntefli, og með því að komast lengra á mótinu fæst sífellt hærri upphæð. Mest er hægt að fá samtals 34 milljónir evra með því að vinna EM, bara með vinningsfé frá UEFA. Vonir stóðu til að 900 stuðningsmenn gætu mætt á landsleikinn á fimmtudag en Þórólfur kvaðst á fundinum í dag mæla með 20 manna samkomutakmörkunum, eingöngu með undantekningum fyrir útfarir og skólastarf. Því eru litlar sem engar líkur á að engir áhorfendur verði á leiknum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira