Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2020 13:50 Breiðablik fær Evrópusæti en KR missir af möguleikanum á að komast upp í 4. sæti í Pepsi Max-deildinni, eða vinna Mjólkurbikarinn, ef ekki verður spilað meira á leiktíðinni. VÍSIR/BÁRA Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. Íþróttafélög hafa verið hvött til að gera hlé á æfingum og keppni vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn KSÍ bíður eftir frekari tilmælum og hefur ekki frestað leikjum enn sem komið er. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna kl. 15 í dag sem sýndur verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Samkvæmt sérstökum Covid-reglum KSÍ verður ekki hægt að spila á Íslandsmótinu 2020 lengur en til 1. desember. Niðurstaðan þá mun gilda, þar sem 2/3 af leikjum hafa verið spilaðir í öllum deildum. Sá áfangi náðist fyrir tveimur vikum. Horft verður til meðalfjölda stiga í leik til að ákveða hvar hvaða lið endar, verði ekki öllum leikjum lokið. Ónákvæmt orðalag í tilviki Leiknis og Fram Lokastaðan verður því sem næst sú sama í Pepsi Max-deild karla og hún er núna, ef ekki verður spilað meira. Valur verður meistari og FH í 2. sæti, en Stjarnan færist upp fyrir Breiðablik í 3. sæti. Blikar yrðu samt sem áður fjórða liðið til að fá Evrópusæti, þar sem bikarmeistarar verða ekki krýndir nema að það takist að klára undanúrslit og úrslitaleikinn. Covid-staðan í Pepsi Max deild karla 1 Valur 2,44 2 FH 2,00 3 Stjarnan 1,82 4 Breiðablik 1,72 5 KR 1,65 6 Fylkir 1,56 7 KA 1,17 8 ÍA 1,17 9 HK 1,11 10 Víkingur R. 0,94 11 Grótta 0,44 12 Fjölnir 0,33 Ekki þarf meistaragráðu í stærðfræði til að sjá að Grótta og Fjölnir falla. Í þeirra stað kæmu Keflavík og væntanlega Leiknir R. úr Lengjudeildinni. Leiknismenn eru reyndar jafnir Fram að stigum, þegar tvær umferðir eru eftir í Lengjudeildinni, en með betri markatölu. Reglugerð KSÍ er ónákvæm hvað þetta varðar en þar er aðeins talað um að meðalfjöldi stiga ráði lokastöðu, en ekkert minnst á markatölu. Að sama skapi eru Þróttur R., Magni og Leiknir F. jöfn að stigum neðst í Lengjudeild karla, en Þróttur með bestu markatöluna og ætti því að halda sér uppi. Einu marki munar á Þrótti og Magna. FH og KR niður í Lengjudeild Breiðablik er tveimur stigum fyrir ofan Val og með leik til góða í Pepsi Max-deild kvenna, og því öruggur Íslandsmeistari ef ekki verður meira spilað. Valur er öruggur um 2. sæti en Fylkir færi upp fyrir Selfoss í bronssætið ef ekki verður meira spilað. Covid-staðan í Pepsi Max-deild kvenna 1 Breiðablik 2,80 2 Valur 2,50 3 Fylkir 1,40 4 Selfoss 1,38 5 Þróttur R. 1,13 6 Stjarnan 1,13 7 Þór/KA 1,13 8 ÍBV 1,06 9 FH 1,00 10 KR 0,71 FH og KR falla, ef ekki verður meira spilað í Pepsi Max-deildinni, en liðin eru neðst þegar tvær umferðir eru eftir. KR á reyndar tvo leiki til góða, eftir að hafa þrisvar farið í sóttkví í sumar, en er aðeins með 10 stig, sjö stigum frá næsta örugga sæti. Tindastóll og Keflavík hafa tryggt sér efstu tvö sætin í Lengjudeildinni og þar með sæti í Pepsi Max-deildinni. Fjölnir og Völsungur eru fallin úr Lengjudeild kvenna. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Tengdar fréttir Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57 Íslandsmeistarar verða krýndir Nú er búið að spila nógu marga leiki í Pepsi Max-deildum karla og kvenna til þess að Íslandsmeistarar í fótbolta verði krýndir í ár. 25. september 2020 13:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. Íþróttafélög hafa verið hvött til að gera hlé á æfingum og keppni vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn KSÍ bíður eftir frekari tilmælum og hefur ekki frestað leikjum enn sem komið er. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna kl. 15 í dag sem sýndur verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Samkvæmt sérstökum Covid-reglum KSÍ verður ekki hægt að spila á Íslandsmótinu 2020 lengur en til 1. desember. Niðurstaðan þá mun gilda, þar sem 2/3 af leikjum hafa verið spilaðir í öllum deildum. Sá áfangi náðist fyrir tveimur vikum. Horft verður til meðalfjölda stiga í leik til að ákveða hvar hvaða lið endar, verði ekki öllum leikjum lokið. Ónákvæmt orðalag í tilviki Leiknis og Fram Lokastaðan verður því sem næst sú sama í Pepsi Max-deild karla og hún er núna, ef ekki verður spilað meira. Valur verður meistari og FH í 2. sæti, en Stjarnan færist upp fyrir Breiðablik í 3. sæti. Blikar yrðu samt sem áður fjórða liðið til að fá Evrópusæti, þar sem bikarmeistarar verða ekki krýndir nema að það takist að klára undanúrslit og úrslitaleikinn. Covid-staðan í Pepsi Max deild karla 1 Valur 2,44 2 FH 2,00 3 Stjarnan 1,82 4 Breiðablik 1,72 5 KR 1,65 6 Fylkir 1,56 7 KA 1,17 8 ÍA 1,17 9 HK 1,11 10 Víkingur R. 0,94 11 Grótta 0,44 12 Fjölnir 0,33 Ekki þarf meistaragráðu í stærðfræði til að sjá að Grótta og Fjölnir falla. Í þeirra stað kæmu Keflavík og væntanlega Leiknir R. úr Lengjudeildinni. Leiknismenn eru reyndar jafnir Fram að stigum, þegar tvær umferðir eru eftir í Lengjudeildinni, en með betri markatölu. Reglugerð KSÍ er ónákvæm hvað þetta varðar en þar er aðeins talað um að meðalfjöldi stiga ráði lokastöðu, en ekkert minnst á markatölu. Að sama skapi eru Þróttur R., Magni og Leiknir F. jöfn að stigum neðst í Lengjudeild karla, en Þróttur með bestu markatöluna og ætti því að halda sér uppi. Einu marki munar á Þrótti og Magna. FH og KR niður í Lengjudeild Breiðablik er tveimur stigum fyrir ofan Val og með leik til góða í Pepsi Max-deild kvenna, og því öruggur Íslandsmeistari ef ekki verður meira spilað. Valur er öruggur um 2. sæti en Fylkir færi upp fyrir Selfoss í bronssætið ef ekki verður meira spilað. Covid-staðan í Pepsi Max-deild kvenna 1 Breiðablik 2,80 2 Valur 2,50 3 Fylkir 1,40 4 Selfoss 1,38 5 Þróttur R. 1,13 6 Stjarnan 1,13 7 Þór/KA 1,13 8 ÍBV 1,06 9 FH 1,00 10 KR 0,71 FH og KR falla, ef ekki verður meira spilað í Pepsi Max-deildinni, en liðin eru neðst þegar tvær umferðir eru eftir. KR á reyndar tvo leiki til góða, eftir að hafa þrisvar farið í sóttkví í sumar, en er aðeins með 10 stig, sjö stigum frá næsta örugga sæti. Tindastóll og Keflavík hafa tryggt sér efstu tvö sætin í Lengjudeildinni og þar með sæti í Pepsi Max-deildinni. Fjölnir og Völsungur eru fallin úr Lengjudeild kvenna.
Covid-staðan í Pepsi Max deild karla 1 Valur 2,44 2 FH 2,00 3 Stjarnan 1,82 4 Breiðablik 1,72 5 KR 1,65 6 Fylkir 1,56 7 KA 1,17 8 ÍA 1,17 9 HK 1,11 10 Víkingur R. 0,94 11 Grótta 0,44 12 Fjölnir 0,33
Covid-staðan í Pepsi Max-deild kvenna 1 Breiðablik 2,80 2 Valur 2,50 3 Fylkir 1,40 4 Selfoss 1,38 5 Þróttur R. 1,13 6 Stjarnan 1,13 7 Þór/KA 1,13 8 ÍBV 1,06 9 FH 1,00 10 KR 0,71
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Tengdar fréttir Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57 Íslandsmeistarar verða krýndir Nú er búið að spila nógu marga leiki í Pepsi Max-deildum karla og kvenna til þess að Íslandsmeistarar í fótbolta verði krýndir í ár. 25. september 2020 13:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57
Íslandsmeistarar verða krýndir Nú er búið að spila nógu marga leiki í Pepsi Max-deildum karla og kvenna til þess að Íslandsmeistarar í fótbolta verði krýndir í ár. 25. september 2020 13:30
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn