Boðar hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 6. október 2020 11:19 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna. Ljósmynd/Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Þórólfur er með tillögur sínar í smíðum og hyggst senda ráðherra minnisblað í dag. Alls greindust 99 manns með veiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna í þessari bylgju faraldursins. Víðir segir að sér lítist illa á stöðuna. „Við erum búin að vera að funda og fara yfir þetta með samstarfsaðilum okkar og sóttvarnalæknir mun í dag skila minnisblaði til ráðherra með tillögum að hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma erum við að undirbúa og munum senda frá okkur tilmæli um ýmsa starfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Eitthvað af því mun endurspeglast í tillögum sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Víðir. Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verði eins mikið heima og hægt er Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verða hvattir til að vera eins mikið heima og kostur er og ekki vera á ferðinni til og frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til. „Við erum að verja viðkvæma hópa. Það þarf að takmarka eins og hægt er heimsóknir á hjúkrunarheimili og annað og taka upp grímunotkun í tengslum við viðkvæma hópa. Við hvetjum fólk til þess að takmarka fjölda þeirra sem fara í búðir frá hverju heimili. Við hvetjum þá sem standa fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu næstu tvær vikurnar að meta hvort ekki sé rétt að fresta þeim,“ segir Víðir. Þá er því beint til klúbba, kóra, hlaupahópa, hjólahópa og annarra sem eru að koma saman á höfuðborgarsvæðinu að gera hlé á starfsemi sinni næstu tvær vikur. „Eingöngu þeir sem heilsu sinnar vegna nýti þá opnun sem er í sundi og að allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur kemur og á erindi herði sínar sóttvarnaaðgerðir verulega, takmarki fjölda þeirra sem koma og tryggi betur aðgengi að sótthreinsi fyrir hendur, þrífi snertifleti oftar en hefur verið og tryggi að hægt sé að virða fjarlægðarmörk,“ segir Víðir. Íþróttafélög hvött til þess að gera hlé á æfingum og keppni Þá eru íþróttafélög hvött til til þess að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikur og að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti öllum keppnisferðum út á land. Varðandi skólahald segir Víðir: „Við hvetjum til þess að skólar haldi áfram þeirri starfsemi sem þeir eru með, bæði grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar og háskólar, vinni bara áfram eftir þeim reglum sem eru í gildi.“ Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 15 í dag. Fundurinn verður að venju í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hvað er ólíkt með tuttugu manna samkomubanni þá og nú? Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman, með undantekningum þó, en tuttugu manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst sett á þann 24. mars. 6. október 2020 07:16 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Þórólfur er með tillögur sínar í smíðum og hyggst senda ráðherra minnisblað í dag. Alls greindust 99 manns með veiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna í þessari bylgju faraldursins. Víðir segir að sér lítist illa á stöðuna. „Við erum búin að vera að funda og fara yfir þetta með samstarfsaðilum okkar og sóttvarnalæknir mun í dag skila minnisblaði til ráðherra með tillögum að hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma erum við að undirbúa og munum senda frá okkur tilmæli um ýmsa starfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Eitthvað af því mun endurspeglast í tillögum sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Víðir. Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verði eins mikið heima og hægt er Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verða hvattir til að vera eins mikið heima og kostur er og ekki vera á ferðinni til og frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til. „Við erum að verja viðkvæma hópa. Það þarf að takmarka eins og hægt er heimsóknir á hjúkrunarheimili og annað og taka upp grímunotkun í tengslum við viðkvæma hópa. Við hvetjum fólk til þess að takmarka fjölda þeirra sem fara í búðir frá hverju heimili. Við hvetjum þá sem standa fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu næstu tvær vikurnar að meta hvort ekki sé rétt að fresta þeim,“ segir Víðir. Þá er því beint til klúbba, kóra, hlaupahópa, hjólahópa og annarra sem eru að koma saman á höfuðborgarsvæðinu að gera hlé á starfsemi sinni næstu tvær vikur. „Eingöngu þeir sem heilsu sinnar vegna nýti þá opnun sem er í sundi og að allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur kemur og á erindi herði sínar sóttvarnaaðgerðir verulega, takmarki fjölda þeirra sem koma og tryggi betur aðgengi að sótthreinsi fyrir hendur, þrífi snertifleti oftar en hefur verið og tryggi að hægt sé að virða fjarlægðarmörk,“ segir Víðir. Íþróttafélög hvött til þess að gera hlé á æfingum og keppni Þá eru íþróttafélög hvött til til þess að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikur og að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti öllum keppnisferðum út á land. Varðandi skólahald segir Víðir: „Við hvetjum til þess að skólar haldi áfram þeirri starfsemi sem þeir eru með, bæði grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar og háskólar, vinni bara áfram eftir þeim reglum sem eru í gildi.“ Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 15 í dag. Fundurinn verður að venju í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hvað er ólíkt með tuttugu manna samkomubanni þá og nú? Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman, með undantekningum þó, en tuttugu manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst sett á þann 24. mars. 6. október 2020 07:16 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Hvað er ólíkt með tuttugu manna samkomubanni þá og nú? Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman, með undantekningum þó, en tuttugu manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst sett á þann 24. mars. 6. október 2020 07:16