Novak Djokovic sló aftur í dómara: „Vandræðalegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 07:30 Novak Djokovic hafði ekki heppnina með sér og kom sér aftur í fréttirnar fyrir að slá boltanum í dómara. EPA-EFE/IAN LANGSDON Novak Djokovic var vísað úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu á dögunum fyrir að slá boltanum í línudómara og í gær sló Serbinn aftur í dómara á opna franska meistaramótinu. Aðstæðurnar voru þó allt aðrar og hann er áfram með í mótinu. Tenniskappinn Novak Djokovic segir að það hafi verið „vandræðalegt“ fyrir sig að skjóta boltanum aftur í dómara á fyrsta risamótinu eftir að honum var vísað úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu. Novak Djokovic varð fyrir óláni að skjóta aftur í dómara í sigri sínumn á Karen Khachanov í gær. Það var þó algjör óheppni og ekki Serbanum að kenna að boltinn fór í dómarann. Novak Djokovic says hitting another line judge with ball was "awkward".Read: https://t.co/A4YPZ3asZ7#FrenchOpen pic.twitter.com/8E33E4OXfR— BBC Sport (@BBCSport) October 6, 2020 „Vonandi er í lagi með hann. Hann tók á þessu af hörku og hugrekki. Það var engin spurning um að ég hitti hann því ég var það nálægt honum,“ sagði Novak Djokovic. Á opna bandaríska meistaramótinu var Novak Djokovic að keppa við Spánverjann Pablo Carreno Bust. Í miklu svekkelsi þá sló hann í boltann sem endaði þá í hálsi línudómarans. Hann ætlaði ekki að hitta dómarann en átti aldrei að slá boltann sem var ekki í leik. Að þessu sinni var boltinn í leik og Djokovic að svara uppgjöf Karen Khachanov. Sem betur fer virtist dómarinn ekki meiða sig mikið ólíkt atvikinu í New York. „Þetta var vandræðalegt deja vu. Ég var að reyna að finna línudómarann áðan til að athuga með hann hann. Því ég sá að hann var svolítið rauður á andlitinu þar sem boltinn fór,“ sagði Djokovic. Novak Djokovic accidentally hits line judge again during French Open quarter-final https://t.co/ZMNs87Z6Qn— MailOnline Sport (@MailSport) October 6, 2020 „Auðvitað eiga margir eftir að gera frétt úr þessu vegna þess sem gerðist í New York. Þetta hefur gerst áður fyrir mig og fyrir svo marga aðra spilara á þeim fimmtán árum sem ég hef verið á mótaröðinni,“ sagði Novak Djokovic. Novak Djokovic er þar með kominn í átta manna úrslit þar sem hann mætir öðrum Spánverja, Carreno Busta. Djokovic hefur enn ekki tapað leik á árinu fyrir utan þann þar sem hann var dæmdur úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu. Hann hefur unnið hina 36 leikina sína og er auðvitað enn efstur á heimslistanum. Tennis Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Novak Djokovic var vísað úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu á dögunum fyrir að slá boltanum í línudómara og í gær sló Serbinn aftur í dómara á opna franska meistaramótinu. Aðstæðurnar voru þó allt aðrar og hann er áfram með í mótinu. Tenniskappinn Novak Djokovic segir að það hafi verið „vandræðalegt“ fyrir sig að skjóta boltanum aftur í dómara á fyrsta risamótinu eftir að honum var vísað úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu. Novak Djokovic varð fyrir óláni að skjóta aftur í dómara í sigri sínumn á Karen Khachanov í gær. Það var þó algjör óheppni og ekki Serbanum að kenna að boltinn fór í dómarann. Novak Djokovic says hitting another line judge with ball was "awkward".Read: https://t.co/A4YPZ3asZ7#FrenchOpen pic.twitter.com/8E33E4OXfR— BBC Sport (@BBCSport) October 6, 2020 „Vonandi er í lagi með hann. Hann tók á þessu af hörku og hugrekki. Það var engin spurning um að ég hitti hann því ég var það nálægt honum,“ sagði Novak Djokovic. Á opna bandaríska meistaramótinu var Novak Djokovic að keppa við Spánverjann Pablo Carreno Bust. Í miklu svekkelsi þá sló hann í boltann sem endaði þá í hálsi línudómarans. Hann ætlaði ekki að hitta dómarann en átti aldrei að slá boltann sem var ekki í leik. Að þessu sinni var boltinn í leik og Djokovic að svara uppgjöf Karen Khachanov. Sem betur fer virtist dómarinn ekki meiða sig mikið ólíkt atvikinu í New York. „Þetta var vandræðalegt deja vu. Ég var að reyna að finna línudómarann áðan til að athuga með hann hann. Því ég sá að hann var svolítið rauður á andlitinu þar sem boltinn fór,“ sagði Djokovic. Novak Djokovic accidentally hits line judge again during French Open quarter-final https://t.co/ZMNs87Z6Qn— MailOnline Sport (@MailSport) October 6, 2020 „Auðvitað eiga margir eftir að gera frétt úr þessu vegna þess sem gerðist í New York. Þetta hefur gerst áður fyrir mig og fyrir svo marga aðra spilara á þeim fimmtán árum sem ég hef verið á mótaröðinni,“ sagði Novak Djokovic. Novak Djokovic er þar með kominn í átta manna úrslit þar sem hann mætir öðrum Spánverja, Carreno Busta. Djokovic hefur enn ekki tapað leik á árinu fyrir utan þann þar sem hann var dæmdur úr keppni á opna bandaríska meistaramótinu. Hann hefur unnið hina 36 leikina sína og er auðvitað enn efstur á heimslistanum.
Tennis Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira