Blaðafulltrúi Hvíta hússins bætist í hóp smitaðra Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2020 16:02 McEnany ræddi grímulaus við blaðamenn við Hvíta húsið í gær. Hún er nú smituð af veirunni. AP/Jacquelyn Martin Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, er smituð af kórónuveirunni og bætist í stækkandi hóp starfsmanna Hvíta hússins sem er nú í sóttkví. McEnany hefur rætt grímulaus við blaðamenn undanfarna daga eftir að Donald Trump forseti greindist smitaður seint á fimmtudagskvöld. Í yfirlýsingu sem McEnany sendi frá sér í dag sagðist hún ekki finna fyrir neinum einkennum. Hún væri farin í sóttkví en ætlaði sér að halda áfram að vinna. Eftir að Trump greindist frá því að hann og eiginkona hans væru smituð af veirunni aðfaranótt föstudags hefur fjöldi starfsmanna Hvíta hússins og fleiri repúblikana greinst smitaður. Margir þeirra áttu það sameiginlegt að hafa verið á viðburði í Hvíta húsinu til að fagna Amy Coney Barret, hæstaréttardómaraefni Trump, á laugardag fyrir rúmri viku. McEnany hélt áfram að stýra blaðamannafundum í Hvíta húsinu eftir að smitin byrjuðu að greinast á meðal starfsmanna þar. AP-fréttastofan hefur eftir McEnany að enginn blaðamannanna hafi verið nógu lengi nálægt henni til að teljast útsettur fyrir smiti. Að minnsta kosti þrír blaðamenn hafa greinst smitaðir af veirunni síðustu daga. Washington Post hefur eftir Michael Shear, blaðamanni New York Times, að enginn frá Hvíta húsinu hafi sett sig í samband við hann um smitrakningu. Fréttir af heilsu Trump sjálfs hafa verið misvísandi um helgina. Honum var gefið súrefni og sterar þrátt fyrir að læknar hans hafi reynt að draga upp bjartsýna mynd af stöðunni á laugardag og sunnudag. Þeir sögðu í gær að forsetinn yrði mögulega útskrifaður af Walter Reed-sjúkrahúsinu þar sem hann hefur dvalið frá því á föstudag í dag. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði Fox-sjónvarpsstöðinni í morgun að forsetinn væri á batavegi og tilbúinn að hefja störf að nýju. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Leyniþjónustan ósátt við að Trump stefndi heilsu lífvarða í hættu Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að láta tvo lífverði frá leyniþjónustunni aka með sig fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur til að hann gæti heilsað stuðningsmönnum sínum þrátt fyrir að hann sé smitaður af kórónuveirunni hefur vakið furðu og fordæmingu leyniþjónustunnar og lækna. 5. október 2020 12:52 Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59 Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, er smituð af kórónuveirunni og bætist í stækkandi hóp starfsmanna Hvíta hússins sem er nú í sóttkví. McEnany hefur rætt grímulaus við blaðamenn undanfarna daga eftir að Donald Trump forseti greindist smitaður seint á fimmtudagskvöld. Í yfirlýsingu sem McEnany sendi frá sér í dag sagðist hún ekki finna fyrir neinum einkennum. Hún væri farin í sóttkví en ætlaði sér að halda áfram að vinna. Eftir að Trump greindist frá því að hann og eiginkona hans væru smituð af veirunni aðfaranótt föstudags hefur fjöldi starfsmanna Hvíta hússins og fleiri repúblikana greinst smitaður. Margir þeirra áttu það sameiginlegt að hafa verið á viðburði í Hvíta húsinu til að fagna Amy Coney Barret, hæstaréttardómaraefni Trump, á laugardag fyrir rúmri viku. McEnany hélt áfram að stýra blaðamannafundum í Hvíta húsinu eftir að smitin byrjuðu að greinast á meðal starfsmanna þar. AP-fréttastofan hefur eftir McEnany að enginn blaðamannanna hafi verið nógu lengi nálægt henni til að teljast útsettur fyrir smiti. Að minnsta kosti þrír blaðamenn hafa greinst smitaðir af veirunni síðustu daga. Washington Post hefur eftir Michael Shear, blaðamanni New York Times, að enginn frá Hvíta húsinu hafi sett sig í samband við hann um smitrakningu. Fréttir af heilsu Trump sjálfs hafa verið misvísandi um helgina. Honum var gefið súrefni og sterar þrátt fyrir að læknar hans hafi reynt að draga upp bjartsýna mynd af stöðunni á laugardag og sunnudag. Þeir sögðu í gær að forsetinn yrði mögulega útskrifaður af Walter Reed-sjúkrahúsinu þar sem hann hefur dvalið frá því á föstudag í dag. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði Fox-sjónvarpsstöðinni í morgun að forsetinn væri á batavegi og tilbúinn að hefja störf að nýju. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Leyniþjónustan ósátt við að Trump stefndi heilsu lífvarða í hættu Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að láta tvo lífverði frá leyniþjónustunni aka með sig fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur til að hann gæti heilsað stuðningsmönnum sínum þrátt fyrir að hann sé smitaður af kórónuveirunni hefur vakið furðu og fordæmingu leyniþjónustunnar og lækna. 5. október 2020 12:52 Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59 Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Leyniþjónustan ósátt við að Trump stefndi heilsu lífvarða í hættu Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að láta tvo lífverði frá leyniþjónustunni aka með sig fyrir utan sjúkrahúsið þar sem hann dvelur til að hann gæti heilsað stuðningsmönnum sínum þrátt fyrir að hann sé smitaður af kórónuveirunni hefur vakið furðu og fordæmingu leyniþjónustunnar og lækna. 5. október 2020 12:52
Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59
Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46