„Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 15:09 Skimað fyrir kórónuveirunni hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 59 greindust með veiruna í gær. Vísir/Vilhelm Smitstuðull kórónuveirunnar hér á landi fer nú hækkandi, sem gæti leitt til þess að faraldurinn endi í veldisvísisvexti. „Rauð flögg“ eru nú alls staðar og þróunin er áhyggjuefni, að mati hópsins sem stendur að spálíkani um framgang faraldursins á Íslandi. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist af Covid-19 mun að jafnaði smita marga aðra. Ekki er langt síðan stuðullinn nálgaðist einn en æskilegt er að hann haldist undir einum. Nú hefur stuðullinn hins vegar risið í 2,5. Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson „Aftur tekur veiran kipp. Það eru rauð flögg alls staðar. Við erum ekki að ná tökum á ástandinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu Jóhönnu Jakobsdóttur líftölfræðings, sem unnið hefur að spálíkani ásamt fleiri vísindamönnum, þar á meðal Thor Aspelund prófessor. „Ef smitstuðullinn helst lengi fyrir ofan 1 endar ástandið í veldisvísisvexti. Ef hann er t.d. 2 smitar einstaklingur að jafnaði 2 aðra, þeir smita svo 2 aðra og koll af kolli. Í samræmi við þessa óheillaþróun tekur spá um fjölda smita líka kipp. Fjöldinn gæti hækkað hratt en óvissan er reyndar mjög mikil,“ segir í færslunni. Sviðsmynd af þróun faraldursins frá teyminu sem stendur að spálíkani Háskóla Íslands, sóttvarnalæknis og landlæknis. Með færslunni fylgir sviðsmynd af þróuninni næstu vikur, sem sjá má hér fyrir ofan. Þar er gert ráð fyrir að náist að koma hlutfalli þeirra sem greinast í sóttkví upp í 50 prósent og að sóttvarnaraðgerðir skili árangri, þannig að smitstuðullinn lækki á ný. 58 prósent þeirra sem greindust með veiruna síðasta sólarhringinn voru í sóttkví en hlutfallið var lægra dagana á undan. Veiran miklu dreifðari nú en áður Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók undir það með Thor Aspelund á upplýsingafundi almannavarna í dag að þriðja bylgja faraldursins væri ófyrirsjáanlegri en þær fyrri og að erfiðara væri að spá fyrir um þróun hennar. „Þessi bylgja er mjög ólík bylgjunni sem var í vetur, þar sem við fengum mjög hratt flæði af veirunni inn í landið,“ sagði Þórólfur. „Nú er veiran búin að grafa um sig, hún er búin að dreifa sér, við erum með miklu meiri dreifingu og þannig er erfiðara að eiga við hana og ná utan um faraldurinn núna en þá. Það mun taka lengri tíma og ég er alveg viðbúinn því að okkur muni ekki takast algjörlega að keyra veiruna eins mikið niður núna og okkur tókst í vetur.“ Fram kom í rýni spálíkansteymisins 25. september að smitstuðullinn hefði náð hápunkti í rúmlega tveimur í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Hápunkturinn hafi hins vegar verið í kringum fjóra í annarri bylgju og í september komst hann yfir sex. Stuðullinn var á tímabili á hraðri niðurleið í þriðju bylgjunni sem stendur yfir núna en líkt og áður sagði er þróunin nú aftur upp á við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54 Allir sjúklingarnir þrír í öndunarvél Allir sjúklingarnir þrír sem liggja á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19 eru nú í öndunarvél. 5. október 2020 14:13 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Smitstuðull kórónuveirunnar hér á landi fer nú hækkandi, sem gæti leitt til þess að faraldurinn endi í veldisvísisvexti. „Rauð flögg“ eru nú alls staðar og þróunin er áhyggjuefni, að mati hópsins sem stendur að spálíkani um framgang faraldursins á Íslandi. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist af Covid-19 mun að jafnaði smita marga aðra. Ekki er langt síðan stuðullinn nálgaðist einn en æskilegt er að hann haldist undir einum. Nú hefur stuðullinn hins vegar risið í 2,5. Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson „Aftur tekur veiran kipp. Það eru rauð flögg alls staðar. Við erum ekki að ná tökum á ástandinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu Jóhönnu Jakobsdóttur líftölfræðings, sem unnið hefur að spálíkani ásamt fleiri vísindamönnum, þar á meðal Thor Aspelund prófessor. „Ef smitstuðullinn helst lengi fyrir ofan 1 endar ástandið í veldisvísisvexti. Ef hann er t.d. 2 smitar einstaklingur að jafnaði 2 aðra, þeir smita svo 2 aðra og koll af kolli. Í samræmi við þessa óheillaþróun tekur spá um fjölda smita líka kipp. Fjöldinn gæti hækkað hratt en óvissan er reyndar mjög mikil,“ segir í færslunni. Sviðsmynd af þróun faraldursins frá teyminu sem stendur að spálíkani Háskóla Íslands, sóttvarnalæknis og landlæknis. Með færslunni fylgir sviðsmynd af þróuninni næstu vikur, sem sjá má hér fyrir ofan. Þar er gert ráð fyrir að náist að koma hlutfalli þeirra sem greinast í sóttkví upp í 50 prósent og að sóttvarnaraðgerðir skili árangri, þannig að smitstuðullinn lækki á ný. 58 prósent þeirra sem greindust með veiruna síðasta sólarhringinn voru í sóttkví en hlutfallið var lægra dagana á undan. Veiran miklu dreifðari nú en áður Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók undir það með Thor Aspelund á upplýsingafundi almannavarna í dag að þriðja bylgja faraldursins væri ófyrirsjáanlegri en þær fyrri og að erfiðara væri að spá fyrir um þróun hennar. „Þessi bylgja er mjög ólík bylgjunni sem var í vetur, þar sem við fengum mjög hratt flæði af veirunni inn í landið,“ sagði Þórólfur. „Nú er veiran búin að grafa um sig, hún er búin að dreifa sér, við erum með miklu meiri dreifingu og þannig er erfiðara að eiga við hana og ná utan um faraldurinn núna en þá. Það mun taka lengri tíma og ég er alveg viðbúinn því að okkur muni ekki takast algjörlega að keyra veiruna eins mikið niður núna og okkur tókst í vetur.“ Fram kom í rýni spálíkansteymisins 25. september að smitstuðullinn hefði náð hápunkti í rúmlega tveimur í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Hápunkturinn hafi hins vegar verið í kringum fjóra í annarri bylgju og í september komst hann yfir sex. Stuðullinn var á tímabili á hraðri niðurleið í þriðju bylgjunni sem stendur yfir núna en líkt og áður sagði er þróunin nú aftur upp á við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54 Allir sjúklingarnir þrír í öndunarvél Allir sjúklingarnir þrír sem liggja á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19 eru nú í öndunarvél. 5. október 2020 14:13 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54
Allir sjúklingarnir þrír í öndunarvél Allir sjúklingarnir þrír sem liggja á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19 eru nú í öndunarvél. 5. október 2020 14:13
Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23