„Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 15:09 Skimað fyrir kórónuveirunni hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 59 greindust með veiruna í gær. Vísir/Vilhelm Smitstuðull kórónuveirunnar hér á landi fer nú hækkandi, sem gæti leitt til þess að faraldurinn endi í veldisvísisvexti. „Rauð flögg“ eru nú alls staðar og þróunin er áhyggjuefni, að mati hópsins sem stendur að spálíkani um framgang faraldursins á Íslandi. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist af Covid-19 mun að jafnaði smita marga aðra. Ekki er langt síðan stuðullinn nálgaðist einn en æskilegt er að hann haldist undir einum. Nú hefur stuðullinn hins vegar risið í 2,5. Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson „Aftur tekur veiran kipp. Það eru rauð flögg alls staðar. Við erum ekki að ná tökum á ástandinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu Jóhönnu Jakobsdóttur líftölfræðings, sem unnið hefur að spálíkani ásamt fleiri vísindamönnum, þar á meðal Thor Aspelund prófessor. „Ef smitstuðullinn helst lengi fyrir ofan 1 endar ástandið í veldisvísisvexti. Ef hann er t.d. 2 smitar einstaklingur að jafnaði 2 aðra, þeir smita svo 2 aðra og koll af kolli. Í samræmi við þessa óheillaþróun tekur spá um fjölda smita líka kipp. Fjöldinn gæti hækkað hratt en óvissan er reyndar mjög mikil,“ segir í færslunni. Sviðsmynd af þróun faraldursins frá teyminu sem stendur að spálíkani Háskóla Íslands, sóttvarnalæknis og landlæknis. Með færslunni fylgir sviðsmynd af þróuninni næstu vikur, sem sjá má hér fyrir ofan. Þar er gert ráð fyrir að náist að koma hlutfalli þeirra sem greinast í sóttkví upp í 50 prósent og að sóttvarnaraðgerðir skili árangri, þannig að smitstuðullinn lækki á ný. 58 prósent þeirra sem greindust með veiruna síðasta sólarhringinn voru í sóttkví en hlutfallið var lægra dagana á undan. Veiran miklu dreifðari nú en áður Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók undir það með Thor Aspelund á upplýsingafundi almannavarna í dag að þriðja bylgja faraldursins væri ófyrirsjáanlegri en þær fyrri og að erfiðara væri að spá fyrir um þróun hennar. „Þessi bylgja er mjög ólík bylgjunni sem var í vetur, þar sem við fengum mjög hratt flæði af veirunni inn í landið,“ sagði Þórólfur. „Nú er veiran búin að grafa um sig, hún er búin að dreifa sér, við erum með miklu meiri dreifingu og þannig er erfiðara að eiga við hana og ná utan um faraldurinn núna en þá. Það mun taka lengri tíma og ég er alveg viðbúinn því að okkur muni ekki takast algjörlega að keyra veiruna eins mikið niður núna og okkur tókst í vetur.“ Fram kom í rýni spálíkansteymisins 25. september að smitstuðullinn hefði náð hápunkti í rúmlega tveimur í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Hápunkturinn hafi hins vegar verið í kringum fjóra í annarri bylgju og í september komst hann yfir sex. Stuðullinn var á tímabili á hraðri niðurleið í þriðju bylgjunni sem stendur yfir núna en líkt og áður sagði er þróunin nú aftur upp á við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54 Allir sjúklingarnir þrír í öndunarvél Allir sjúklingarnir þrír sem liggja á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19 eru nú í öndunarvél. 5. október 2020 14:13 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Smitstuðull kórónuveirunnar hér á landi fer nú hækkandi, sem gæti leitt til þess að faraldurinn endi í veldisvísisvexti. „Rauð flögg“ eru nú alls staðar og þróunin er áhyggjuefni, að mati hópsins sem stendur að spálíkani um framgang faraldursins á Íslandi. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist af Covid-19 mun að jafnaði smita marga aðra. Ekki er langt síðan stuðullinn nálgaðist einn en æskilegt er að hann haldist undir einum. Nú hefur stuðullinn hins vegar risið í 2,5. Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson „Aftur tekur veiran kipp. Það eru rauð flögg alls staðar. Við erum ekki að ná tökum á ástandinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu Jóhönnu Jakobsdóttur líftölfræðings, sem unnið hefur að spálíkani ásamt fleiri vísindamönnum, þar á meðal Thor Aspelund prófessor. „Ef smitstuðullinn helst lengi fyrir ofan 1 endar ástandið í veldisvísisvexti. Ef hann er t.d. 2 smitar einstaklingur að jafnaði 2 aðra, þeir smita svo 2 aðra og koll af kolli. Í samræmi við þessa óheillaþróun tekur spá um fjölda smita líka kipp. Fjöldinn gæti hækkað hratt en óvissan er reyndar mjög mikil,“ segir í færslunni. Sviðsmynd af þróun faraldursins frá teyminu sem stendur að spálíkani Háskóla Íslands, sóttvarnalæknis og landlæknis. Með færslunni fylgir sviðsmynd af þróuninni næstu vikur, sem sjá má hér fyrir ofan. Þar er gert ráð fyrir að náist að koma hlutfalli þeirra sem greinast í sóttkví upp í 50 prósent og að sóttvarnaraðgerðir skili árangri, þannig að smitstuðullinn lækki á ný. 58 prósent þeirra sem greindust með veiruna síðasta sólarhringinn voru í sóttkví en hlutfallið var lægra dagana á undan. Veiran miklu dreifðari nú en áður Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók undir það með Thor Aspelund á upplýsingafundi almannavarna í dag að þriðja bylgja faraldursins væri ófyrirsjáanlegri en þær fyrri og að erfiðara væri að spá fyrir um þróun hennar. „Þessi bylgja er mjög ólík bylgjunni sem var í vetur, þar sem við fengum mjög hratt flæði af veirunni inn í landið,“ sagði Þórólfur. „Nú er veiran búin að grafa um sig, hún er búin að dreifa sér, við erum með miklu meiri dreifingu og þannig er erfiðara að eiga við hana og ná utan um faraldurinn núna en þá. Það mun taka lengri tíma og ég er alveg viðbúinn því að okkur muni ekki takast algjörlega að keyra veiruna eins mikið niður núna og okkur tókst í vetur.“ Fram kom í rýni spálíkansteymisins 25. september að smitstuðullinn hefði náð hápunkti í rúmlega tveimur í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Hápunkturinn hafi hins vegar verið í kringum fjóra í annarri bylgju og í september komst hann yfir sex. Stuðullinn var á tímabili á hraðri niðurleið í þriðju bylgjunni sem stendur yfir núna en líkt og áður sagði er þróunin nú aftur upp á við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54 Allir sjúklingarnir þrír í öndunarvél Allir sjúklingarnir þrír sem liggja á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19 eru nú í öndunarvél. 5. október 2020 14:13 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54
Allir sjúklingarnir þrír í öndunarvél Allir sjúklingarnir þrír sem liggja á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19 eru nú í öndunarvél. 5. október 2020 14:13
Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23