Cam Newton er stærsta stjarnan til að fá kórónuveiruna í NFL-deildinni en kórónuveiran setti sinn svip á NFL-deildina um helgina þegar fresta þurfti tveimur leikjum vegna smita.
Það var hópsmit innan raða Tennessee Titans og í framhaldinu var leik liðsins á móti Pittsburgh Steelers var frestað.
Það voru aftur á móti smit í tveimur öðrum liðum og það hjá New England Patriots og Kansas City Chiefs sem áttu að mætast í gær.
Chiefs had undrafted free-agent QB Jordan Ta amu play role of Lamar Jackson at practice this week. The 6-foot-3, 221-pound Ta amu tried duplicating Jackson s style of play to give the KC defense a preview of what to expect Monday -- though nothing can prepare a D for Jackson.
— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 27, 2020
Cam Newton, leikstjórnandi New England Patriots, greindist með kórónuveiruna en enginn annar leikmaður hefur fengið jákvæða greiningu. Leikurinn á því að fara fram í kvöld.
Kaldahæðni örlaganna er hins vegar sú að sá sem fékk það starf að leika hlutverk Cams Newton á æfingum Kansas City Chiefs fyrir leikinn fékk líka COVID-19. Hann var hins vegar sá eini í liðinu sem fékk jákvætt próf.
Það gerðist þótt að hann og Cam Newton væru að æfa í meira en tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá hvorum öðrum og enginn annar leikmaður liða þeirra greindist.
Jordan Ta’amu sá um það leika Cam Newton á æfingum Kansas City Chiefs til að undirbúa varnarmenn meistaranna fyrir komandi verkefni í kvöld.