Fimmtán ár síðan Íslendingalið var síðast með fullt hús í enska á þessum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 12:47 Gylfi Þór Sigurðsson á ferðinni með Everton liðinu um helgina. Getty/Alex Livesey Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru með tólf stig af tólf mögulegum eftir fjórar fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Everton vann 4-2 sigur á Brighton & Hove Albion í fyrsta byrjunarliðsleik Gylfa Þórs Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Gylfi kom inn fyrir Brasilíumanninn Allan sem meiddist í deildarbikarsigri á West Ham í síðustu viku. Gylfi fékk tækifærið og lagði upp fyrsta mark Everton í leiknum. Everton er nú með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina og markatöluna 12-5. Gudjohnsen: The Blond Maradona Days - On this day at the start of the century Eidur Gudjohnsen signed for Chelsea, and to mark the 20-year anniversary we remember his time playing for us as a deep-lying creative midfielder, and a very good one at that. https://t.co/RUyXKxq8yS— CFC News (@CFCnews) June 19, 2020 Síðasta Íslendingalið til að vera með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina í ensku úrvalsdeildinni var lið Chelsea tímabilið 2005-06. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði reyndar bara tvo af þessum fjórum leikjum. Tímabilið á undan spilaði Eiður aftur á móti alla fjóra leikina í fyrstu fjórum umferðunum sem Chelsea vann líka alla. Eiður Smári spilaði tvo fyrstu leikina með Chelsea tímabilið 2005 til 2006 en var ekki í hóp í næstu tveimur leikjum liðsins. Chelsea vann níu fyrstu deildarleiki tímabilsins og varð síðan enskur meistari annað árið í röð. Gylfi hefur reyndar áður unnið fyrstu fjóra deildarleikina sem hann hefur spilað á tímabili. Tottenham vann þá fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum tímabilið 2013-14. Gylfi var ónotaður varamaður þegar Tottenham tapaði 1-0 fyrir Arsenal í þriðju umferðinni en spilaði alla fjóra sigurleikina í þessum fyrstu fimm umferðum. Gylfi Þór og félagar í Swansea City unnu þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu 2014-15 og var Gylfi með eitt mark og fjórar stoðsendingar í þeim þar af mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á Manchester United í fyrstu umferðinni. Swansea tapaði hins vegar 4-2 á móti Chelsea í fjórðu umferð. | "It is 51 years since Everton last won their opening four league games. This was arguably the most impressive so far."Match report from another action-packed day at Goodison! #EVEBHA— Everton (@Everton) October 3, 2020 Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru með tólf stig af tólf mögulegum eftir fjórar fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Everton vann 4-2 sigur á Brighton & Hove Albion í fyrsta byrjunarliðsleik Gylfa Þórs Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Gylfi kom inn fyrir Brasilíumanninn Allan sem meiddist í deildarbikarsigri á West Ham í síðustu viku. Gylfi fékk tækifærið og lagði upp fyrsta mark Everton í leiknum. Everton er nú með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina og markatöluna 12-5. Gudjohnsen: The Blond Maradona Days - On this day at the start of the century Eidur Gudjohnsen signed for Chelsea, and to mark the 20-year anniversary we remember his time playing for us as a deep-lying creative midfielder, and a very good one at that. https://t.co/RUyXKxq8yS— CFC News (@CFCnews) June 19, 2020 Síðasta Íslendingalið til að vera með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina í ensku úrvalsdeildinni var lið Chelsea tímabilið 2005-06. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði reyndar bara tvo af þessum fjórum leikjum. Tímabilið á undan spilaði Eiður aftur á móti alla fjóra leikina í fyrstu fjórum umferðunum sem Chelsea vann líka alla. Eiður Smári spilaði tvo fyrstu leikina með Chelsea tímabilið 2005 til 2006 en var ekki í hóp í næstu tveimur leikjum liðsins. Chelsea vann níu fyrstu deildarleiki tímabilsins og varð síðan enskur meistari annað árið í röð. Gylfi hefur reyndar áður unnið fyrstu fjóra deildarleikina sem hann hefur spilað á tímabili. Tottenham vann þá fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum tímabilið 2013-14. Gylfi var ónotaður varamaður þegar Tottenham tapaði 1-0 fyrir Arsenal í þriðju umferðinni en spilaði alla fjóra sigurleikina í þessum fyrstu fimm umferðum. Gylfi Þór og félagar í Swansea City unnu þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu 2014-15 og var Gylfi með eitt mark og fjórar stoðsendingar í þeim þar af mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á Manchester United í fyrstu umferðinni. Swansea tapaði hins vegar 4-2 á móti Chelsea í fjórðu umferð. | "It is 51 years since Everton last won their opening four league games. This was arguably the most impressive so far."Match report from another action-packed day at Goodison! #EVEBHA— Everton (@Everton) October 3, 2020
Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira