Líkamsræktarhluta Mjölnis lokað en öðru íþróttastarfi haldið áfram Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. október 2020 19:45 „Við erum náttúrlega ekki beint líkamsræktarstöð,“ segir framkvæmdastjóri Mjölnis. Mjölnir Íþróttafélagið Mjölnir mun áfram halda úti æfingum, með takmörkunum þó, eftir að hertar takmarkanir taka gildi á miðnætti. Líkamsræktarstöð Mjölnis verður þó lokað frá og með morgundeginum en fjöldatakmarkanir í öllu öðru íþróttastarfi fullorðinna munu frá og með morgundeginum miðast við nítján iðkendur auk þjálfara. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Mjölnis en meðal þess sem ekki fellur undir líkamsræktarhluta starfseminnar, miðað við skilgreiningu Mjölnis, er hið vinsæla víkingaþrek og æfingar bardagaíþrótta. Nauðsynlegt verður þó að skrá sig í tíma. „Við erum náttúrlega ekki beint líkamsræktarstöð. Við erum með líkamsræktarsal en hann verður lokaður en við verðum áfram með Júdó og annað slíkt, með þær æfingar allar,“ segir Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, í samtali við Vísi. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis séu íþróttaæfingar leyfðar með takmörkunum. Mjölnir hafi sent fyrirspurn til yfirvalda til að fá nánari upplýsingar um hvernig fyrirhugaðar aðgerðir hafi áhrif á starfsemina. Enn sé beðið eftir svörum við því sem og endanlegri reglugerð um útfærslu þeirra takmarkana sem taka gildi á morgun. „Fyrir okkur gilda sömu reglur, þær reglur sem að við höfum fengið samþykktar af landlækni, sem við unnum í samstarfi við júdósambandið, eins og í glímunni hjá okkur og slíku og svo eru eins og hnefaleikar sem eru undir í því, slíkar greinar verða áfram,“ segir Haraldur. Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana þegar en auk þess að loka líkamsræktarsalnum verður búningsklefum lokað, sem og pottum og gufu. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, sem þær aðgerðir sem taka gildi á morgun byggja á, er gert ráð fyrir að líkamsræktarstöðvum verði lokað. Sundstöðum verði leyft að hafa opið með takmörkunum og keppnisíþróttir með snertingu verði leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum fimm skilyrðum. Skilyrðin kveða til að mynda á um að sérsambönd, hvort sem þau starfa innan eða utan ÍSÍ, geri reglur um framkvæmd æfinga og keppni, reglurnar verði unnar í samráði við sóttvarnalækni, eins metra nándarmörk verði virt í búningsklefum, áhorfendur ekki leyfði og keppnisáhöld sótthreinsuð milli notenda eins og kostur er. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Íþróttafélagið Mjölnir mun áfram halda úti æfingum, með takmörkunum þó, eftir að hertar takmarkanir taka gildi á miðnætti. Líkamsræktarstöð Mjölnis verður þó lokað frá og með morgundeginum en fjöldatakmarkanir í öllu öðru íþróttastarfi fullorðinna munu frá og með morgundeginum miðast við nítján iðkendur auk þjálfara. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Mjölnis en meðal þess sem ekki fellur undir líkamsræktarhluta starfseminnar, miðað við skilgreiningu Mjölnis, er hið vinsæla víkingaþrek og æfingar bardagaíþrótta. Nauðsynlegt verður þó að skrá sig í tíma. „Við erum náttúrlega ekki beint líkamsræktarstöð. Við erum með líkamsræktarsal en hann verður lokaður en við verðum áfram með Júdó og annað slíkt, með þær æfingar allar,“ segir Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, í samtali við Vísi. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis séu íþróttaæfingar leyfðar með takmörkunum. Mjölnir hafi sent fyrirspurn til yfirvalda til að fá nánari upplýsingar um hvernig fyrirhugaðar aðgerðir hafi áhrif á starfsemina. Enn sé beðið eftir svörum við því sem og endanlegri reglugerð um útfærslu þeirra takmarkana sem taka gildi á morgun. „Fyrir okkur gilda sömu reglur, þær reglur sem að við höfum fengið samþykktar af landlækni, sem við unnum í samstarfi við júdósambandið, eins og í glímunni hjá okkur og slíku og svo eru eins og hnefaleikar sem eru undir í því, slíkar greinar verða áfram,“ segir Haraldur. Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana þegar en auk þess að loka líkamsræktarsalnum verður búningsklefum lokað, sem og pottum og gufu. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, sem þær aðgerðir sem taka gildi á morgun byggja á, er gert ráð fyrir að líkamsræktarstöðvum verði lokað. Sundstöðum verði leyft að hafa opið með takmörkunum og keppnisíþróttir með snertingu verði leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum fimm skilyrðum. Skilyrðin kveða til að mynda á um að sérsambönd, hvort sem þau starfa innan eða utan ÍSÍ, geri reglur um framkvæmd æfinga og keppni, reglurnar verði unnar í samráði við sóttvarnalækni, eins metra nándarmörk verði virt í búningsklefum, áhorfendur ekki leyfði og keppnisáhöld sótthreinsuð milli notenda eins og kostur er.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira